Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 17 Nýtt pípuorgel í Hrísey: Árni Tryggva- son leikari vill giftast aftur Frá Valdísi Þorsteinsdóttur, Hrísey: Hér í Hrísey var vígt nýtt pípuorgel þann 21. október sL sem smíðað var í Strasbourg í Frakklandi. Samningur um smíðina var gerður haustið 1981 og í júlí í sumar kom orgelið til Hríseyjar. Kom einn af orgelsmiðunum að utan og setti það upp á sinn framtíðarstað. Það má segja að þetta sé mikiö átak fyrir svona fámennan stað aö ráöast í það stórátak að kaupa svona vandað og dýrt stykki en við hugsum fyrir komandi kynslóðir. Niðurfellingu fengum við á nokkrum opinberum gjöldum og var þá verðið á orgelinu um 700 þúsund krónur, eöa kr. 2500 á hvert mannsbam í Hrísey. Ölafur Tryggvason, organisti úr Svarfaðardal, vígði orgeliö við messu þennan dag, en séra Helgi Hróbjarts- son, nýi presturinn okkar, flutti sína fyrstu messu í Hrísey og var kirkjan þétt setin. Söngmálastjóri Þjóðkirkj- unnar, Haukur Guðlaugsson, spilaði á eftir messu nokkur lög og höföu margir þaö á orði aö þeir heföu getað setið allan daginn og hlustað á tónleikana, þó að kirkjubekkirnir bjóði nú ekki upp á að setið sé lengi í þeim. Síðan beið veisiukaffi eftir kirkjugestum í Sæborg, samkomuhúsinu hér, og margir góðir gestir heimsóttu okkur þennandag. Kirkjunni bárust veglegar peninga- gjafir í orgelsjóð, bæði frá gestum og sóknarbörnum. Til gamans má geta þess að hjónin Árni Tryggvason leikari og Kristín Nikulásdóttir voru með okkur þennan dag. I ræðu sem Arni hélt í Sæborg ákvað hann að skilja við konuna og giftast henni aftur næsta sumar svo hann gæti heyrt brúðar- marsinn hljóma frá orgelinu. Nú bíðum viö spennt eftir brúökaupinu. -EH. Hið nýja hús Verka/ýðs- og sjómannafé/ags Fáskrúðsfjarðar. D V-m ynd Ægir Kristinsson. Nýtt verkalýðshús ris a Faskruðsfirði Frá Ægi Kristinssyni, Fáskrúðsfirði: Nýtt hús Verkalýðs- og sjómanna- félags Fáskrúðsfjarðar verður tekið í notkun á næstunni. Húsið er 210 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum. Á efri hæð verða fundar- og skrifstofuherbergi félagsins. Á neðri hæð er ráðgert að opna verslun með matvöru, hreinlætisvöru og aðrar heimilisvörur. Félagið hyggur á verslunarrekstur til að stuðla að lægra vöruverði og að sögn formanns verkalýðs- og sjómannafélagsins er hægt að færa hinum almenna félags- manni aukinn kaupmátt meö því að hann versli í eigin verslun. Nýja húsið er einingahús úr timbri en á steyptum kjallara, frá Húseiningum á Siglufirði. Efri hæð hússins kostaði um 750 þúsund og er nú tilbúin undir málningu. Vinna við bygginguna hófstí júlísl. -EH. STRÆTÓ Á SELFOSSI? Frá Kristjáni Einarssyni á Selfossi: I gangi eru umræður um þaö að hefja hér á Selfossi akstur strætis- vagna. Er þaö álit margra að nú sé þetta tímabært því bærinn teygir sig í ailar áttir og íbúatalan að nálgast 4000. Einnig eru í gangi umræður um að hefja undirskriftasöfnun til stuðnings kröfu um bætta útsendingu Ríkisútvarpsins á FM bylgju. FM næst ekki hér nema með góðum og dýrum útbúnaöi. Flugklúbbsmenn hafa ekki setið auöum höndum undanfarið. I sjálf- boðavinnu haf þeir komið upp við eina flugbrautina fullkomnum lendingarljósum. Svo fullkomin eru þessi ljós að það má kveikja á þeim með fjarstýringu úr hvaða flugvél semer. -EH. MEÐAL EFNIS í ÞESSARI VIKU: —:r- vnyrOLOGVM^ ' J han da ,6borM: — tedrnuö tisKa gbeinaR! , Jóladagatól h*gura&h 6 Múna er l»6' broddh—— W^SBnnirvinir ýjáSato»WP)!SÍ----- jsSaganafGein^ _ s:igiv«6nr <>fn g « ^úuraóIasetVdanda 'SegS^'cgg’“m jUnlrunnarmaWa ^innfylti^---- Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ. NORÐDEKK heílsólud radíal dehh BESTA SNJÓMUNSTUR SEMVÖLERÁ Hjá okkur að RÉTTARHÁLSI 2 komast allir í hús, stórir sem smáir. Stærsta og tæknilega fullkomnasta dekkjaverkstæði landsins. Þú slappar af í setustofunni á meðan við skiptum um fyrir þig. GÚMMÍ YINNU STOFAN HF RÉTTARHÁLS 2 Símar: 84008 - 84009 SKIPHOLT 35 Símar: 31055 - 30360 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.