Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 21
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. 21 Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir • Bjarni Guömundsson. „Geysilega erfiður leikur” — sagði Bjami Guðmundsson Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV í Odense: — Þetta var geysilega erfiður leikur og sigur okkar var sanngjarn, sagöi Bjarni Guö- mundsson. — Danir léku öðruvísi sókn- , arleik heldur en viö áttum von á. Þeir léku langt úti á vellinum og komu síöan á mikilli ferð að vörn okkar. Þar vorum við klárir í slaginn og tókum á móti þeim, sagöi Bjarni. Bjarni sagöi aö leikskipulagið heföi verið gott hjá íslenska liöinu. — Allt annað en hér fyrir nokkrum árum. Viö erum komnir á línuna hjá Bogdan. Þaö hafa allir lagt mikla vinnu á sig — þetta hefur veriö vinna og aftur vinna og nú er sú vinna aö skila árangri, sagðiBjarni. —Það var stórkostlegt aö viö skyldum ekki gefa eftir þegar Danirnir höföu fengiö óskabyrjun, 1— 4. Okkur tókst aö halda ró okkar og vinna upp þann mun og gott betur. — Nú er mikilvægt aö koma sér niður á jörðina og leggja Dani aö velli, einnig í seinni leiknum, sagöi Bjarni. -SK/-SOS. Bjami lék sinn 150. landsleik Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manniDVíOdense: — Bjarni Guðmundsson og Jens Einarsson léku blómaleiki hér í Odense í gærkvöldi. Bjarni lék sinn 150. lands- leik og Jens sinn 50. -SOS. Allt þegar þrennt er Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV í Odense: — Sigur íslendinga yfir Dönum hér í Odense í gærkvöldi var þriðji sigur íslands yfir Danmörku í Danmörku. Fyrst vannst sigur, 18—15, í Randers 1979 og síðan aftur, 19—18, í Fredriksund 1983. Diisseldorf íkröggum — vill lækka laun leikmanna Fortuna Diisseldorf, liöið sem Atli Eðvaldsson leikur með, á nú í miklum fjárhagsöröugleikum. í gær fór stjórn félagsins fram á það við leikmenn að laun þeirra yrðu lækkuð. Þá var borg- - arstjóru Diisseldorf beðin að lækka vallarleiguua um 8%. Meðaltal áhorf- enda á leik liðsins á þessu leiktimabili hefur verið 11.200, með því lægsta í Bundesligunni og dekkar engan veginn kostnað af rekstrinum. -hsím. um i — gulltryggði sigur — sagði Leif Mikkelsen, landsliðsljálfari Dana. Þorbjörn Jensson „slátrari” Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV í Odense. „Við töpuðum leiknum vegna þess að við náðum okkur aldrei á strik í vörn- inni. Við vorum alltaf undir í barátt- unni ef frá eru taldar upphafsminút- urnar. Sérstaklega gekk okkur illa að ráða við Atla Hilmarsson í síðari hálf- leik. Við fengum mjög góða byrjun og útlitið var bjart en ísl. liðið Iék af meiri nir léku á Jikvarða” hinn glæsilega sigur gegn Dönum, 21:19, í Odense ivöldi kveöa í upphafi seinni hálfleiksins — skoraði þrjú gullfalleg mörk og ísland var búið að ná tveggja marka forskoti (13—11) sem var haldið út leikinn. Danir náðu þó oftast að minnka mun- ifín í eitt mark. Þegar 9 mín. voru til leiksloka var staöan 19—17. Þá var Páli Olafssyni vísað af leikvelli í 2 mín. og aðeins stuttu seinna var Þorbjöm Jensson úti- lokaöur — fékk þriðja reisupassann. Þrátt fyrir að Islendingar lékju fjórir gegn sex Dönum náðu þeir knettinum og undir lokin var spennan í hámarki. Staöan 20—18 og síðan 20—19. Þegar ein mín. var til leiksloka varði Holm skot frá Bjarna Guðmundssyni og draumurinn virtist eitt augnablik úti. Svo var ekki — íslendingar náðu knett- inum og Páll Olafsson gulltryggði sigurinn 21—19 við geysilegan fögnuö hinna 200 Islendinga sem sáu leikinn. i kostum ' — Jú, sjáðu. Það er orðið nokkuð síðan ' ég lék með landsliðinu síðast og það er I hálft ár síðan að ég lék við hliðina á Páli ' Olafssyni i sókninni. Um leið og ég var I búinn að skora fyrsta markið mitt, fann ■ ég að ég var búinn að brjóta ísinn — og I sjálfstraustið kom með, sagði Atli. — Það var stórkostlegt að vinna upp 1 þriggja marka forskot gegn þessu sterka I danska liði og það á þeirra heimavelli, sagði Atli að lokum. -SK/-SOS 1 Frábær leikur! Frábærum leik íslenska liðsins var lokið — leik sem seint mun gleymast. Islenska liðið lék mjög vei — vömin var sterk en aftur á móti var markvarslan slök. Sóknarleikurinn var vel skipulagður og margar skemmtilegar leikfléttur sáust. Þegar Danir klipptu á homamennina Bjarna Guðmundsson og Guð- mund Guðmundsson fóm þeir að keyra á fullri ferð inn í vöm Dananna þannig að gluf- ur opnuðust fyrir langskyttunum okkar, sem skomðu 18 af mörkunum. Kristján Arason, Páll Olafsson, Atli Hilm- arsson, Þorbjörn Jensson og Þorgils Ottar Mathiesen áttu allir stórleik en aðrir leik- menn lögðu sitt af mörkum í þessum snjalla leik. Mörkin í leiknum skomðu þessir ieikmenn: • Island: Páll 6, Atli 6, Kristján 6/1 og Þor- gils Ottar 3. • Danmörk: Roepstoeff 4, Klaus Slettin Jensen 3, Flemming Hansen 3, Hans Henrik Hattesen 2, Michaei Kold 2, Keld Nielsen 2, Jörgen Gluver 1, Michael Fenger 1 og Stig Mogensen 1. íslendingar voru reknir af leikvelli fjórum sinnum en Danir f imm sinnum. -SK/-SOS DV ávallt í fararbroddi Stefán Krist- jánsson skrifar frá Odense :tti >INS 1984 R. 850.000 skynsemi og aga og baröist mun betur þegar það þurfti á því að halda. tsl. lið- ið var betra og verðskuldaði sigurinn,” sagði Leif Mikkelsen, landsliðs- þjálfari Dana. „Það lítur út fyrir aö Islendingar eigi ekki nema eitt markmið — að sigra Dani. Þeir berjast alltaf eins og „vitleysingar” gegn okkur. Við höfum ekki leikið landsleik síðan á NM (Island ekki heldur) og það háöi okkur mjög mikið. Mínir menn voru mjög óhressir meö dómarana í kvöld. Þeir láta ekki bjóða sér þaö að vera kýldir í andlitiö allan leikinn af Þorbimi Jenssyni. Það er stórkostlegt að alltaf þegar hann er rekinn af leikvelli hristir hann hausinn og lætur sem hann hafi ekkert gert af sér. Allir á Islandi vita að hann er meira en baráttumaður, hann er slátr- ari. Ég talaði í fyrrakvöld við Anders- Dahl Nielsen og hann sagði að Þor- bjöm berðist ekki, hann „dræpi” og ég • Leif Mikkelsen — fekk oft að halda um höfuðið í gærkvöldi. er alveg sammála honum. Svona á ekki aö leika handbolta. Ein af aðal- ástæðunum fyrir því að Islendingar ná aldrei góöum árangri í handbolta er sú að þegar þeir eru nálægt því nota þeir ekki hendurnar til að spila handbolta með, heldur til að kýla mótherjana,” sagði Leif ennfremur. SK/hsim. „Ruddaleg og lágkúru- leg yfir- lýsing” — segirÞorbjörn Jensson um ummæli Leif Mikkelsen Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DVíOdense: — Við lékum fast en ekki gróft og því finnst mér það vera lágkúrulegar yfir- lýsingar og ruddalegar hjá þjálfara liðs sem tapar að saka liðið sem fer með sigur af hólmi um hnefaleika og ruddamennsku, sagði Þorbjörn Jens- son, fyrirliði ísiands, þegar hann var spurður um ummæli Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfara Dana. — Leif veit vel að viö lékum eins og handknattleikur er leikinn í dag — fast, sagði Þorbjörn. Þorbjöm sagði að það væri víst að Danir kæmu eins og grenjandi ljón til leiks í Horsens í kvöld. — Nú er aðalatriðið hjá okkur að slaka vel á fyrir þau átök og ég veit að Bogdan mun sjá til að við gemm það. Við munum selja okkur dýrt. Við ætlum okkur annan sigur — ekkert annað, sagði Þorbjörn.. Skil ekki — Þetta eru furðuleg ummæli Leifs Mikkel- sen en brottvisanir af leikvelli svara þeim. Danir vom reknir fimm sinnum af velli en við tvisvar. Eg verð að segja eins og satt er, ég hef oft átt í erfiðleikum með aðskilja umsagn- ir hans eftir iandsleiki hjá Dönum, sagði . Bogdan, landsliðsþjálfarilslands. I -SK/-SOS „Þorgils Óttar einn besti línu- maður heims” | Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- Imanni DV í Odense: — ÞorgUs Ótt- ar Mathiesen fékk mikið hói hér I Idönsku útvarpsstöðinni á Fjóni þegar rætt var um landsleik Dana I og tslendlnga í Odense. íþrótta- " fréttamaðurinn, sem sá um að | segja frá leiknum, sagði: — „Danir Iverða að vara sig mjög á iínu- mannlnum snjaUa, ÞorgUs Öttari IMathiesen, hann er einn af bestu llnumönnum heims í dag,” sagði I fréttamaðurinn. i* -SK/-SOS. 'Lb mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm i • Þorgils óttar Mathiesen. íþróttir íþrótt íþróttir „íslendingar eiga ekki nema eitt mark- mið — að sigra Dani”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.