Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR 28. NOVEMBER1984. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Eðvarð Ingólfsson EDVARÐ INGOLFSSON FIMMTÁN ÁRA ÁFÖSTU Æskan hefur gefiö út bókina Fimmtán ára á föstu eftir Eðvarð Ingólfsson. Þetta er unglingasaga sem segir frá Lísu, fimmtán ára draumadís allra sktráka, og keppinautum um hylli hennar. — Árni, bekkjarbróðir Lísu, er mjög hrifinn af henni, svo hrif- . inn að hann verður stundum andvaka af ást. En það er einn þrándur í götu. Hún er á föstu meö mótorhjólatöffara sem er tveim árum eldri en hún. Ámi hefur gefiö upp alla von um að ná í Lísu þar til óvæntir atburðir verða og spenna færist í leikinn.... Fimmtán ára á föstu fjallar einnig um sumarstörf táninganna og skipti þeirra við fjölskyldu og vini. Sagan er skemmtileg og hrífandi og segir á nær- færinn hátt frá gleöi og sorgum, kvíða og vonum jjessa unga fólks. Hún gerist t á einu sumri og í lokin hafa mikil tíö- indi gerst... Fimmtán ára á föstu er fimmta bók Eðvarðs Ingólfssonar. Áður hefur hann sent frá sér tvær unglingabækur, Gegnum bernskumúrinn og Birgi og Ásdísi, sem báðar eru uppseldar hjá forlaginu. Eövarð hefur starfaö mikið með ungu fólki og m.a. stjórnaðnokkr- um unglingaþáttum í útvarpinu, nú síðast þættinum Frístund á rás 2. ÁRNI BERGMANN MEÐ KVEÐJU FRÁ DUBLIN Mál og menning hefur gefið út skáld- söguna Meö kveðju frá Dublin eftir Árna Bergmann. Eftir Árna hafa áður komið út endurminningamar Miðviku- dagar í Moskvu og skáldsagan Geir- fuglamir. Ovænt ástarævintýri í Suður-Frakk- landi verður til að rífa aöalpersónuna Bjöm úr friðsælum hvunndagsheimi hins miðaldra kennara. Hann eltir stúlkuna til Irlands, þar sem hann kemst í samband við skæruliöa írska lýöveldishersins. Þegar Björn snýr aftur til Islands er hann flæktur í átök, þar sem engum er hlift. Með kveöju frá Dublin er spennusaga, sem jafnframt vekur upp ýmsar spurningar. Þessi nýja skáldsaga Árna verður gefin út bæði innbundin og sem kilja, UGLA. Hún er 189 bls. að stærð, unnin að ÖIlu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápugerði Hilmar Þ. Helgason. ÞORGILS GJALLANDI RITSAFN III Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfiröi, hefur gefið út þriðja bindi Ritsafns Þorgils gjallanda. Rit Þorgils gjall- anda hafa ekki verið fáanleg í áratugi í heildarútgáfu. Þessa útgáfu verka hans annast þau Jóhanna Hauksdóttir og Þórður Helgason. Þorgils gjallandi var skáldaheiti Jóns Stefánssonar, er fæddist 2. júní 1851 að Skútustöðum í Mývatnssveit. Hann var bóndasonur og missti báða foreldra sína ungur. Eftir það var hann vinnumaður á ýmsum bæjum í sveitinni, en dvaldi sumarlangt í Húna- vatnssýslu sem vinnumaður og auk þess hluta vetrar við nám hjá prestin- um að Skinnastaö í öxarfirði. Að þessu frátöldu dvaldi hann allan aldur sinn í Mývatnssveit og þar dó hann árið 1915. Þetta er lokabindi ritsafns skáld- bóndans Þorgils gjallanda (Jóns Stef- ánssonar) og hefur að geyma skáld- sögur hans. Þær spanna allan rithöf- undarferil skáldsins. Allt höfundar- verk Þorgils gjallanda var unnið í hjá- verkum, erfiðisvinnan varð að sitja í fyrirrúmi. Því má telja þennan bónda til afreksmanna. „Eg gat ekki þagað,” sagði hann. Því urðu þessar sögur til. Aftast í þessu bindi er sérstakur kafli, Utgáfur og heimildir, sem Olafur Pálmason mag. art. tók saman. Ritsafn III eftir Þorgils gjallanda er 237 bls. að stærð, sett og prentað í Prisma og bundið í Bókfelli hf. STEFÁN JÚLÍUSSON PÓLITÍSKUR FARSI Skáldsagan Pólitískur farsi er eink- um og aöallega saga stjórnmálamanns sem farinn er að fella af og komist hef- ur í meiri eða minni andstöðu við fýrri samherja. Skáldsagan er einnig saga tveggja skjólstæðinga hans og vina af yngri kynslóð sem ekki geta að öllu leyti fellt sig við skaplyndi hans og gerðir. Þar myndast togstreita og átök. Skáldsagan greinir jöfnum höndum frá lífi og starfi yngri mannanna tveggja, fjölskyldum þeirra, ástum og atferli. Nokkrar örstuttar stiklur úr stjómmálasögu síðustu áratuga tvinn- ast skáldsögunni til að finna lífshlaupi aðalpersónunnar stund og stað. Pólitískur farsi er 167 bls. Það er bókaútgáfan Björk sem gefur bókina út. Stefán Júlíusson Pólitískur Skáldsaga 4 WRINHELLUNNI eemsKuMrnDm Ffí* L*naANt$$monoiM KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK A VARIIM- HELLUNNI Á varinhellunni fjallar um daglegt aml og mannleg lifbrigði í útkjálka- sveit milli stríða. Bókin er ekki eigin- leg ævisaga heldur sjálfstæð minn- ingabrot, margvíslega samansett. Bemskumyndir er höfundur bregður upp úr heimasveit sinni, „frá nyrstu ströndum” þriðja áratugarins. Það var á tímum hins kjarnmikla mannlífs þegar sérlyndi og sérvitund voru enn- þá regla en ekki undantekning í samfé- laginu. Og hér en enginn hörgull á kyn- legum kvistum. . . Yfir allri frásögninni hvílir sú heið- rikja hugarfarsins, sú góölátlega kimni og sá tærleiki máls og stíls sem skáldinu frá Djúpalæk er laginn. Og við kynnumst lífheimi þar sem gjöful fjara, kliðmjúkur lækur og herðabreiö fjöll mynda umgjörð um veröld sem var. A varinhellunni er 192 bls. Skjald- borg gefur bókina út. Else-Marie Nohr ÁBYRGÐ A CJNGGM HERÐGM skuqqsjA ELSE-MARIE NOHR ÁBYRGÐ Á UNGUM HERÐUM Hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafn- arfirði, er nú komin út þriðja bókin í nýju safni af hinum vinsælu Rauðu ást- arsögum, sem nefnist Ábyrgð á ungum heröum og er eftir Else-Marie Nohr. Þrjár bækur koma nú út í þessu nýja safni en áður hafa komið út 24 bækur í fyrsta safninu af Rauöu ástarsög- unum, og allar eru þær bækur fáanleg- ar ennþá. Þetta eru allt spennandi og vel skrifaðar skemmtisögur. Ábyrgð á ungum herðum segir frá ungri stúlku, Ritu, sem berst hetju- legri og örvæntingarfullri baráttu við að vernda litlu systkinin sín tvö gegn manninum sem niðdimma desember- nótt, — einmitt nóttina, sem móðir hennar andast — leitar skjóls í húsi þeirra á flótta undan lögreglunni. Hann segist vera faðir barnanna, kom- inn heim frá útlöndum eftir margra ára veru þar, en er í rauninni hættuleg- ur afbrotamaður sem lögreglan leitar ákaft eftir flótta úr fangelsi. Ábyrgð á ungum herðum er 196 bls. að stærð. Hún var sett og prentuð í Prentbergi hf. og bundin í Arnarfelli hf. Skúli Jensson þýddi bókina. AÐALHEIÐUR KARLSDÓTTIR FRÁ GARÐI VILLTAFVEGI Villt af vegi er sjötta bók Aðalheiðar Karlsdóttur frá Garði. Um söguþráö- inn segir á bókarkápu: Eirný og Haf- liði eru heitbundin og hafa verið í fest- um um tíma. Þá gerist sá óvænti at- burður að Hafliöi slasast alvarlega og er fluttur á sjúkrahús. Ovíst er með bata í fyrstu. Eirný tekur þetta mjög nærri sér. Hún elskar Hafliða en getur ekki hugsaö sér að bindast fötluðum manni. . Eirný kynnist bandarískum manni og fer með honum af landi burt án þess að láta Hafliöa vita. Eirnýjar bíður frægö og frami á f jarlægum slóð- um og margt gerist í lífi hennar. Er hún snýr aftur heim til Islands eftir 45 ár, finnur hún til saknaðar. Allir eru horfnir sem henni voru kærir. Hún þrá- ir að frétta af Hafliöa. Frægð hennar og frami er nú litils virði. Henni finnst hún hafa farið vill. vegar og tekið ranga lifsstefnu. Margt gerist eftir heimkomu Eirnýjar, sem kemur les- endum á óvart. Villt af vegi er 162 bls. Skjaldborg gefur bókina út. AÐ4LHEIÐUR KARLSDÓTTIR FRAGARÐl Villt afvegi ALDNIR HAFA ORÐIÐ ERLINGUR DAVÍÐSSON SKRÁÐI Bókaflokkurinn Aldnir hafa orðið varðveitir hinar merkilegustu frásagn- ir eldra fólks af atburðum löngu lið- inna ára um það sjálft, atvinnuhætt- ina, siðvenjurnar og bregður upp myndum af þjóðlifinu, örum breyting- um og stórstígum framförum, þótt ekki sé um samfelldar ævisögur að ræða. Fólk sem segir frá i þessari bók og fyrrum í þessum bókaflokki er úr ólíkum jarðvegi sprottið og starfsvett- vangur fjölbreyttur, svo og lífsreynsla þess. Frásagnir spegla þá liðnu tíma, sem á öld hraöans og breytinganna virðast nú þegar orðnir fjarlægir. En allar hafa þær sögulegt gildi jjótt þær eigi fyrst og fremst að þjóna hlutverki góðs sögumanns, sem á fyrri tíð voru aufúsugestir. Þeir sem segja frá í þessu bindi eru: Guðni Ingimundarson, Jóhannes Jóns- son, Jónina Steinþórsdóttir, Skarphéð- inn Asgeirsson, Steinþór Eiríksson, Sveinn Einarsson og Sæmundur Stefánsson. Aldnir hafa orðið er 299 bls. Skjald- borg gefur bókina út. MARTIN NÆS MARTIN NÆS SÍMOIM PÉTUR Á bókarkápu segir um Símon Pétur: Eg heiti Símon Pétur og ég er 4 ára. Eg fór snemma aö heiman í morgun, því ég er á dagheimili á meðan mamma og pabbi eru í vinnunni. Eg hef ekki ennþá eignast systkini, en ég á marga góöa vini, einn þeirra heitir Doddi. Einu sinni fór mamma á námskeiö og ég er viss um aö þiö getið ekki giskað á hvaö hún gaf mér, þegar hún kom heim. Mamma og pabbi fengu lika gjöf frá mér.. . Martin Næs er Færeyingur, fæddur 1953. Hann starfar nú sem bókavörður á Akureyri. Martin er þekktur rithöf- undur í heimalandi sínu og árið 1981 fékk hann ásamt teiknaranum Martini Joensen bamabókaverðlaun bæjar- stjórnar Þórshafnar fyrir „Per og eg”. Þá hefur hann snúið bókum Guðrúnar Helgadóttur á færeysku og árið 1983 gaf hann út í Færeyjum „Heyst- myrkvið yvir Mær”, 60 ljóð eftir Snorra Hjartarson. Símon Pétur er 70 bls. Skjaldborg gefur bókina út. BOGGA Á Vilborg Dagbjartsíkktir VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR BOGGA Á HJALLA Barnabókin Bogga á Hjalla eftir Vil- borgu Dagbjartsdóttur er komin út hjá Máli og menningu, myndskreytt af Önnu Cynthiu Leplar. Söguhetjan, Bogga, er skemmtileg stelpa sem býr í litlu þorpi, hjá mömmu, pabba, ömmu og öllum syst- kinunum, kisu, hananum og hænsn- unum. Það er glatt á hjalla þar sem svona margir búa — enda heitir húsið þeirra Hjalli. I sögunni segir frá dag- legum störfum, hananum sem lenti í tjörunni, húsinu sem fauk út á sjó, huldufólkinu sem Bogga sá þegar hún var að reka kýmar og mörgu fleira. Allt þetta gæti sem best gerst á okkar dögum, en raunar er Bogga Vilborg Dagbjartsdóttir sjálf og þorpið hennar Vestdalseyri við Seyðisfjörð sem nú hefur verið jafnaö við jörðu. Það er veröld sem var sem lesendur kynnast i bók Vilborgar en þó lifandi og nálæg veröld. Bókin er einkum ætluð þeim bömum sem eru nýlega farin að lesa sjálf, letrið stórt og skýrt. Hún er 45 bls. auk yfirlitsmyndar af Vestdalseyri um 1930 eftir önnu Cynthiu Leplar. Bókin er hönnuð í Repró, prentuð í Formprenti og bundin í Bókfelli hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.