Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Blaðsíða 1
Alþýðubankinn með hærri vexti en hinir býður upp f 9% ofan á verðtryggingu og slær ríkinu við líka Alþýðubankinn er nú í algerum sérflokki í vaxtamálum. Hann býöur allt að 157% hærri vexti á verðtryggð innlán en nokkur annar banki. Meira að segja 80% hærri en hann má hæst taka af útlánum. Hæstu vextir Alþýðubankans ofan á verðtryggingu eru 9% og þar með slær hann ríkinu við líka. Af 3ja mánaða verðtryggðum sparireikningum fá viöskiptamenn Alþýðubankans 4% vexti, mest 2,5% annars staðar. Af 6 mánaða reikningum 6,5%, mest 3,5% annars staðar. Mest borgar Alþýðubankinn 9% á verðtryggðan reikning, sem bundinn er til tveggja ára, hvert innlegg fyrir sig. Enginn annar banki býður neitt slíkt. Ríkissjóður býður nú 5—7% vexti á verðtryggð spariskírteini sem bundin eru í 3—5 ár. Einnig 9% vexti á gengistryggð skírteini til 5 ára. Þetta eru fastir, óbreytanlegir vextir. Bankar geta hins vegar breytt sinum vöxtum á 10 daga fresti. En ætlar Alþýðubankinn að lækka sína innlánsvexti? „Heimildin er fyrir hendi. Við leggjum áherslu á að breyta vöxtum -sjá einnigbls. 26 sem sjaldnast og ef við breytum vöxtum á næstunni verður það varla fyrr en um mánaðamót. Við höfum auövitaö ekki efni á að reka bankann með tapi. Aftur á móti teljum við okkur siöferðilega bundna af þvi að fara vægilega í vaxtalækkun, reynist hún nauðsynleg. Alls ekki niður fyrir 6% með hasstu vextina,” segir Stefán Gunnarsson bankastjóri. Nú er 4 og 5% vaxtaþak á útlánum. Er hægt að borga 4,6,5 og upp í 9% á innlánin? „Ekki til lengdar. Það er hins vegar einnig dýrt að skulda Seölabankanum, það er dýrara.” Ætlið þið ef til vill meö peningana á 'verðbréfamarkaðinn? „Við höfum ekki gert það enn, en það er ekki bannað. Að vísu vildum við heldur beita okkur gegn því braski sem þar þrífst, en þaöer ekki bannað.” -HERB. „Þotta er ekki samkeppnl milli álversins og heilbrigðisþjónustunnar," sagfll landlæknír þegar byrjafl var afl bólusetja starfsmenn ólversin i við inflúensu. Ólafur Jónsson lœknir sprautar einn starfsmanninn. DV-mynd K AE. Álversmenn sótthræddir: Bólusettir gegn norsku flensunni „Hér er komin löng biöröö af fólki sem vill láta bólusetja sig en fyrirtækiö bauð starfsfólki sínu upp á þessa þjón- ustu,” sagöi Olafur Jónsson, læknir starfsmanna álversins í Straumsvík, en síðdegis í gær sprautaði hann lung- ann úr starfsfólkinu gegn inflúensu þeirri sem geisar í Osló. 1 álverinu starfa milli sex og átta hundruö manns. „Hér er ekki um aö ræöa neina sam- keppni milli álversins og heilbrigðis- þjónustunnar,” sagði Guöjón Magnús- son landlæknir í samtali við DV, aöspurður um þetta. „Fyrirtækið ákveöur þetta sjálft og á sinn kostnað. Þeir panta því bóluefni sérstaklega frá Lyfjaverslun ríkisins svo þetta er viðbótarmagn. Við gerðum fólki í svokölluðum áhættuhópi að láta bólusetja sig og það fólk gengur auðvitað fyrir. 1 þeim hópi sem er eldra fólk, það er fólk komið yf- ir sjötugt, fólk meö langvinna lungna- og hjartasjúkdóma og einyrkjar. Það komu nú hins vegar um sjö þúsund skammtar af bóluefni til landsins, svo það ætti að vera nóg fyrir alla.” -KÞ Skorturá heimilislæknum íReykjavík — sjá bls. 2 JohnMcEnroe bestur sjá bls. 16-17 Því varBjarni ekkiíþrótta- maðurársins? >.12 mm Sovétleiðtoginn veikur? — sjá bls. 6 Þarfekkiað merkja brennivíniðlíka? — sjá bls. 12 Hestamennska — sjá bls. 14-15 Samsalan fimmtug — sjá bls. 25 Björgunarsveit bjargarkindum úrsjálfheldu - sjá bls. 4 NærKasparov jafntefli?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.