Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Síða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985. SKORTUR Á HEIMIUS- LÆKNUM í REYKJAVÍK — reyntað sinna öllum bráðatilfellum íheimahúsum „Sannleikurinn er sá að það er skort- ur á heimilislæknum í Reykjavík," sagði Lúðvík Olafsson borgarlæknir í samtali viðDV. Nokkuð hefur borið á því að fólk kvarti yfir því að illa gangi aö fá lækni heim til sjúkravitjana á þeim tímum sem næturlæknir er ekki á vakt en það er frá klukkan 17 til 8 á morgnana. „Það er heilsugæslustöðvanna aö halda uppi þessari þjónustu,” sagði Lúðvík. „Þar er hins vegar oft á tíöum skortur á fólki tii að sinna þeim skyld- um. Þeir fáu sem þar starfa reyna þá frekar að fá fólkið tU að koma til sín til að nýta sinn tíma betur og geta þá sinnt fleirum. Það er auðvitað reynt að sinna öUum bráöatilfellum með því að fara í heimahús. Ég var til að mynda að fá skýrslu frá heilsugæslustöðinni í Asparfelli og þar kemur fram aö 7,3 prósent aUra samskipta lækna og sjúklinga á síðasta ári voru heimavitj- anir. Annars er þetta oftast samkomu- lagsatriði miUi viðkomandi sjúklings og læknis, það er hvort læknirinn fer til sjúkUngsins eða öfugt.” — Hvemig stendur á þessum heimUislæknaskorti ? „Eg held aö skýringin liggi fyrst og fremst í því að uppbygging heUsu- gæslustöðvanna hefur gengiö hægt. Því hefur aðstaða fyrir þessa lækna ekki verið sem skyldi og ekki freist- andi fyrir unga menn að ganga að þeim samningum er heimUislæknar búa við. Svo hafa margir þeir er lært hafa heimiUslækningar fariö út á land þar sem aðstaðan er oft á tíðum betri en hér á höfuðborgarsvæðinu,” sagði Lúðvfc. Hann sagðist þó vona að úr þessu rættist á næstu tveimur árum en marg- ir ungir læknar væru að nema heimiUs- lækningar erlendis, ernkum í Svíþjóð. Námið tekur f jögur og hálft ár eins og annað læknasérnám. -KÞ ísland aftur á forsíður heimsblaða: Fyrst reykingabann — nú blessað veðrið Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DVí Belgíu: Island var í annað sinn á þessu ný- byrjaða ári á forsíðum dagblaða hér í Belgíu í gær. Fyrst var það vegna reykingabannsins en í gær var það vegna veðurfarsins. Fyrirsögnin í einu blaðanna hljóöaði t.d. þannig: Heitasti bletturinn í Evrópu er á Islandi. Segja blöðin frá því að á meöan Evrópubúar séu aUir að krókna úr kulda sé 10 stiga hiti á tslandi. Þar fái enginn botn í þessa góðu veðráttu sem sé þar nú í janúar enda Islendingar öðru vanir á þessum árstíma. Mikill kuldi er hér í Belgíu eins og annars staðar í Evrópu. Samgöngu- erfiðleikar eru mikUr og mikill kuldi í húsum enda þau ekki byggð fyrir svona frosthörku. Sem dæmi um kuld- ann hér í Lokeren þá náði einn hús- ráðandi ekki að láta renna úr baðkarinu hjá sér því frosið var í leiðslunum. Þegar hann kom heim síðar um daginn var vatnið í baðkarinu frosiö. Segir það sína sögu um hversu kalterhérnúna. Á nóttunni sefur fólk kappklætt og Islandspeysur seljast hér nú eins og heitar lummur. Ekki mun þó þarna vera um Islandspeysur aö ræða þótt þær séu auglýstar sem slíkar. Munu þær vera úr íslenskri ull en prjónaðar erlendis. Eru þær seldar tun aUa Belgíu á um 1500 franka sem er meira en helmingi lægra verð en á peysum prjónuðum á Islandi. -KB/-klp. Fisksjúkdómanefnd á fundi með ráðherra: Óvíst hvort seiðunum verður öllum slátrað Jón Helgason landbúnaðarráðherra boðaöi fisksjúkdómanefnd á sinn fund í gær vegna seiðasýkingar hjá Sjóeldi hf. í Höfnum. Eins og greint var frá í DV í síðustu viku hefur nýrnabaktería fundist í laxaseiðum hjá Sjóeldi. Sýktu seiöin voru í keri ásamt um þrjú þúsund öðrum sem keypt voru í laxeldis- stöðinni í KoUaf irði sl. sumar. Hjá Sjóeldi eru um tuttugu og átta þúsund seiði aUs, keypt frá Kollafirði og Hólum í Hjaltadal. Grunur leikur á að sýkingin komi f rá KoUafirði. Fyrir helgi lagði fisksjúkdómanefnd fram tiUögur fyrir iandbúnaðar- ráðherra þar sem tryggast er talið að slátra öllum seiðum í laxeldisstöðinni í Höfnum. Beðið var ákvörðunar eða viðeigandi ráðstafana þar til eftir boðaðan fund í gærmeðráðherra. „Það var fjallaö um vandann sem hefur komið upp í eldisstöðinni,” sagði Sveinbjöm Dagfinnsson, ráðuneytis- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, eftir fundinn. „Engin afgerandi ákvörðun var tekin. Málið verður rannsakað áfram og þegar frekari niðurstöður Uggja fyrir verður tekin ákvörðun um hvað gera skal. Þaö verður vonandi næstu daga.” Ef yfirvöld fyrirskipa seiðaslátrun í eldisstöðvum eru tryggingafélög und- anskiUn bótaskyldu. Kaupverð laxa- seiðanna hjá Sjóeldi er á miUi sex og sjö hundruð þúsund krónur. Sölu- verðmæti framleiðslufisksins skiptir mUljónumkróna. -ÞG. 41. einvígisskákin í Moskvu fór íbið: Karpov var nábegt sigri En nú spá flestir jaf ntef li ef Kasparov teflir nákvæmt Það var eins og Moskvu-búar hefðu á tilfinningunni að eitthvað myndi gerast i einvíginu í gær, því skákhöUin var þéttskipuð áhorf- endum. Þar voru menn Karpovs greinUega fleiri því honum var fagnað innilega er hann gekk í salinn, eins og áhorfendur vUdu segja: „Faröu nú að ljúka þessu Anatólý!” Og heimsmeistarinn virtist í víga- hug er hann lék kóngspeði sínu fram um tvo reiti í fyrsta leik, eftir langt hlé. Leikurinn kom Kasparov á óvart, sem hugsaði í 8 minútur og valdi síöan Petrovs-vöm. Fór þar að dæmi heimsmeistarans sem beittl þeirri byrjun í 28. og 30. skák einvígisins. Sikileyjarvömin þykir þó hæfa skák- stíl áskorandans betur heldur en þessi rólyndislega byrjun, enda fór svo að Kasparov lenti í erfiöleikum. Honum tókst þó að flækja taflið en eftir þvingaða leikjaröð og mikil uppskipti var Karpov kominn með peði meira í endatafli. Þá virtist stefna í sigur hans og þar með enda- lok þessa maraþon-einvigis. I framhaldi skákarinnar náði Kasparov hins vegar mjög virkri stöðu og gerði Karpov erfitt um vik. Þeir lentu báðir i tímahraki og þá fór frelsingi Karpovs á skrið. I 33. leik héldu spekingar að hann gæti gert út um einvígið með snoturri fléttu en hún fór framhjá honum. Áhorf- endur létu óspart í sér heyra í tíma- hrakinu og skiptu sér lítt af leiftrandi ljósaskilti með orðinu, ,þögn”. Er skákin fór í bið á Karpov hrók, riddara og tvÖ peð, en Kasparov, hrók, biskup og eitt peö. „Sennilega jafntefli, en ekki auðvelt fyrir svartan,” sagði stórmeistarinn Tajmanov. Flestír spá þó jafntefli ef Kasparov teflir nákvæmt. Hvítt: Anatoly Karpov. Svart: Garrí Kasparov. Petrovs-vöm. 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Re4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. 6-0 Rc6 8. c4! Fyrr í einvíginu lék Kasparov 8. Hel eins og algengast er. Karpov fer ekki að ráðum hans heldur velur til- tölulega ókannað framhald. E.t.v. tekst honum að hleypa nýju blóði í þessa jafnteflisbyrjun. 8. - Rb4 9. Be2 dxc410. Bxc4 0-011. Rc3 Rd612. Bb3 Bf613. h3. Hvitur hefur komið betur út úr byrjuninni en þessi leikur er full hægfara. Til greina kemur 13. Re5 13. — Bf514. Be3 He815. a3 Skák Jón L. Ámason 15. — Rd3!? Þama er stílnum rétt lýst. Til aö gera leikinn enn hvassari stóð Kasparov snöggt upp og hratt stóln- um aftur á bak. Hins vegar er 15. — Rc6 mun öruggari leikur og þá er svartur reyndar ekki langt frá því að jafna tafliö. Dortman og Tal töldu að Kasparov hefði misreiknað fram- haldið. 16. Hbl c5. Annars á riddarinn djarfhuga ekki afturkvæmt. 17. dxc5 Re418. Bc2! A einfaldan hátt nær Karpov að þvinga fram betra endatafl. Nú höfðu báðir notað 1 klst. og 45 mínútur. 18. - Rxb2 19. Dxd8 Haxd8 20. Hxb2 Bxc3 21. Hxb7 Rxc5! 22. Bxc5 Bxc2 23. Hxa7 Bdl! Snjall leikur. Karpov kemur ekki hróknum i leikinn og á erfitt meö að f<era sér umframpeðið i ny t. 24. He7 Hxe7 25. Bxe7 Hd3 26. Rg5 Bb2 27. Bb4 h6 28. Re4f5. Kasparov átti nú aðeins lOmínútur eftir á klukkunni én Karpov 22 mínútur. Karpov hefur náð að rétta úr kútnum og þess er ekki langt að bíöa að frelsinginn geti farið af staö. 29. Rc5 Hd5 30. Hel f4 31. a4 Hd4 32. a5! Hxb4 33. Hxdl? Karpov lék þennan leik án um- hugsunar, enda átti hann nú aðeins 5 minútur eftir (Kasparov 6 mínútur). Hann missir af mjög skemmtilegum möguleika, 33. a6! og ef 33. — Ba4 34. a7 Bc6 35. He6 Bd5 36. Hd6 á biskupinn hvergí griðland og hvítur vinnur. Ekki dugir heldur 33. — Hd4, vegna 34. He8+ Kf7 35. a7 og vinnur. Ef svartur neyðist til aö s vara 33. a6! með 33. — Hb8 er hann kominn með óvirka stöðu og hvítur ætti að vinna létt. 33. - Bd4! 34. Re6 Ba7 35. Hd7 Hbl+ 36. Kh2 Bxf2 37. Rxf4 Hal 38. Re6 Hxa5 39. Hxg7+ Kh8 40. Hf7 Be3 41. Kg3 Biðskák. Kasparov (svartur) lék biðleik. Flökkukonan handtekin sinn á Þingvöllum í f jórda Lögreglunni í Arnessýslu hafa borist tilkynningar um að brotist hafi verið inn í fimmtán sumarbústaöi við Þing- vallavatn undanfarnar tvær vikur. I öllum tilvikunum virðist sem útigangs- fólk hafi verið að leita sér að svefnstað yfir nótt og einhverju matarkyns til að seðja hungrið. „Þetta er fólk sem hvergi á höfði sínu að halla, — fólk sem á í erfiðleik- um með sjálft sig,” sagði Jón I. Guömundsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi. „Við höfum farið nær daglega til Þingvalla undanfarið,” sagði yfirlög- regluþjónninn. Síðastliðinn föstudag handtók Sel- fosslögreglan konu nokkra í sumarbú- staðalandi. Þetta var í fjórða sinn sem þessi sama flökkukona var handtekin við Þingvallavatn á skömmum tíma. Henni hefur verið ekið til Reykjavíkur og sleppt þar lausri. Jafnharðan hefur hún haldiö aftur austur í Þingvalla- sveit. Hún er á fertugsaldri og talin eiga við sálræna erfiðleika aðstriða. Lögreglan hefur vitneskju um annan mann sem verið hefur á flækingi milli sumarbústaöa við vestanvert ÞingvaUavatn. Ekki hefur tekist að góma hann. Bústaöir hafa lítið veriö skemmdir. Helst að rúöa hafi verið brotin til aö komast inn. -KMU Tilkynnt hefur verifl um innbrot í fimmtán sumarbústafli við Þingvallavatn undanfarnar tvœr vikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.