Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Page 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985.
Kindunum komifl fyrir á snjóþotum sem vélsleðar drógu til byggfla.
BJÖRGUNARSVEIT BJARGAR
KINDUM ÚR SJÁLFHELDU
„Þaö er ótrúlegt aö kindurnar
skuli hafa lifað þetta af. Þama er
nánast enginn hagi enda voru skját-
umar óskaplega illa á sig komnar,”
sagði Baldur Pálsson, formaður
Björgunarsveitarinnar Gró á Fljóts-
dalshéraði, í samtali við DV en sveit-
in bjargaði þremur kindum úr sjálf-
heldu fyrir skömmu.
„Ferðin var farin að beiðni oddvita
Fljótsdælinga, Hjartar Kjerúlf, en
hann haföi grun um að fé væri í sjálf-
heldu á svonefndum Sultarrana,”
sagði Baldur.
Sultarrani afmarkast af Sultará að
austan en Fellsá að vestan og er að
þeim allmikið gil. Fé sem kemur af
afrétt og lendir norðan á ranann
teppist því við árnar. Þar er gróður
nánast enginn en gil þessi eru illfær
ef gerir bálku og harðfenni.
,,Við iögöum af stað snemma
morguns á bílum og vélsleðum frá
Egilsstöðum, en þetta er um 80 kíló-
metra leið. Er við komum að gilinu
héldum við niöur, búnir ísbroddum
og klifurtækjum. Við fundum strax
þrjár kindur, eina á og tvö lömb.
Tókst fljótlega að ná þeim. Var ann-
Björgunarsveitarmenn ýmist báru kindurnar upp gilið eða drógu þær.
Það var mjög dregifl af skjátunum
þegar komið var afl þeim svo að
það tók stuttan tíma afl hand-
sama þær.
að lambið mjög sárfætt og holdafar
vægast sagt afar lélegt á skepnun-
um. Þurfti að draga féö eða bera upp
úr gilinu. Þar var gengið frá því á
snjóþotum.
Ferðin heim gekk vel enda var veö-
ur mjög gott þegar þetta var,” sagði
Baldur.
— En úr því bændur vissu af
kindunum þarna, hvers vegna
reyndu þeir ekki að bjarga þeim
fyrr?
„Þeir höfðu aðeins grun um aö ein
kind væri þarna. Hún hafði verið á
þessu svæði í fyrra og hittifyrra, en
alltaf skilað sér sjálf heim fyrir jól.
Þegar hún kom ekki nú fóru þeir
sjálfir á vélsleða aö Sultarrana og
sáu för í snjónum. Þaö var þá sem
þeir báðu um okkar aðstoð. Það má
segja að þetta hafi ekki síður verið
gagnleg ferð fyrir okkur en bændur
því þama fékk björgunarsveitin
góða æfingu,” sagði Baldur Pálsson.
-KÞ
Heiðruð
fyrir 50 ára
starf
Oddný Guöríður Eyjólfsdóttir,
Skólavöllum 14 Selfossi, var nýlega
heiðruð af Búnaöarfélagi Islands fyrir
50 ára veru sína hjá sömu hjónunum,
að Læk í Holtum í Rangárvallasýslu.
Gaf Búnaðarfélagið henni forláta
klukku.
Guðríöur er 74 ára og er eins og 45—
50 ára heimasæta, ekki nokkur hrukka
í hennar andliti og eins og hún
hafi stundaö íþróttir allt sitt líf. En ég
spyr: Er þaö ekki besta íþróttin að þeir
sem hafa heilsu geti unnið?
Guöríður er ennþá hjá sömu hjónun-
um, Margréti Eyjólfsdóttur, systur
sinni, og Sigfúsi Davíðssyni. Eru þrjú
ár síðan þau fluttu á Selfoss.
SíðastÚðið sumar fóru aldraöir borg-
arar til Snæfellsness. Þá fóru systum-
ar með og komu við á bemskuheimili
sínu, Áiftárstekki, sem nú er komið í
eyöi. Þar skoðuðu þær búið sitt sem
var ósnert eftir allan þennan tíma.
Sagði mér kona, sem kom í heimsókn í
gær, að dásamlegt heföi verið að sjá
gömlu konurnar skoða bemskuminjar
sínar.
Þaö var Inga Bjarnadóttir forstöðu-
kona sem tilkynnti í opnu húsi sl.
fimmtudag að Guöríður hefði verið
heiömð af Búnaöarfélaginu. Var síðan
hrópað ferfalt húrra fyrir Guðríði.
Annars var vísa dagsins í opnu húsi á
þessaleið:
Mér er kært aö koma hér,
kæti fært það hefur mér.
Met ég stærst hvað manndáð er,
og man og lært hvað þakka ber.
Það var Guðmundur skósmiður sem
þetta orti.
Regína/Selfossi.
Ennframkvæmda-
stjóralaustáNT
Enn er framkvæmdastjóralaust á
NT eftir að Sigurður Skagfjörð hætti
þar störfum í byrjun mánaðarins.
Hákon Sigurgrímsson, stjórnarfor-
maður NT, sagöi í samtali við DV að
þeir væm að ræða viö ýmsa menn
vegna starfans. Hver hlyti hnossið
myndi væntanlega skýrast í lok vik-
unnar.
-KÞ
í dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Eins og kunnugt er af fréttum
úrskurðaði Kjaradómur um laun
æðstu embættismanna hins opin-
bera. I þeim hópi voru hæstaréttar-
dómarar, ráðherrar og þingmenn
ásamt með minni spámönnum svo
sem ráðuneytisstjórum forstjórum
ríkisstofnana og öðrum glansnúmer-
um hjá ríkinu. Niðurstaða Kjara-
dóms var sú að þessir hávirðulegu og
þýðingarmiklu máttarstólpar skyldu
fá allt frá 25 upp í 30% kauphækkun.
Þingmenn fengu þó sýnu hæst, eða
37% launahækkun frá fyrsta
nóvember.
Undarlega hljótt hefur verið um
þennan kjaradóm og verður sú þögn
ekki skilin öðruvísi en svo að
almenningur telji þetta réttláta
niöurstöðu og sanngjarna sem
mennirnir eigi meira og minna
skilið. Er gott til þess að vita að stétt-
vísi hins óbreytta launamanns sé
komin á það stig að hann skilji loks
tilgang þeirrar kjarabaráttu sem
fæst með verkföilum hjá einum en
kjaradómi hjá öðrum.
Meðalmaðurinn hjá BSRB, sem
þraukaði í verkfalli í nær fjórar
vikur í haust, náði í krónutölu aUt
upp í f jögur þúsund króna hækkun og
taldist góður. Ráðherrann, sem ekki
Verkfallið bar árangur
þarf að fara í verkfall og má það ekki
heldur, fær að manni skilst allt upp í
tuttugu þúsund króna hækkun og
þingmennirnir um fimmtán þúsund
krónur.
Þetta hefur aUt verið nákvæmlega
tíundað í fréttum án nokkurra mói-
mæla eða refja enda í fuUu samræmi
við þá stétta- og kjarabaráttu sem
felst í því að fleyta rjómann ofan af
meðan pupullinn blæðir.
Nú er þess að minnast að bæði ráð-
herrar og meiri hlutinn á alþingi hélt
uppi einhverjum slettirekuskap
þegar kjaradeUan við BSRB stóð
sem hæst og ríkisstjórnin streittist
lengi við að semja.
Var því haldið fram, að
pólitíkusarnir heföu ekki vUjað
ganga tU samninga af því að
kröfurnar hafi verið of háar. Nú
kemur í ljós hið gagnstæöa. Þeir
hafa náttúrlega verið á móti samn-
ingum af því að þeir voru ek'ki nógu
háir. Þeir vUdu meira enda minnast
menn þess að ríkissjóði stóð upphaf-
lega til boða að ganga að sáttatillögu
sáttasemjara upp á 10% launa-
hækkun. Sú tillaga var kolfeUd í rik-
isstjórn og að lokum var samið upp á
20 til 25% kauphækkun. Sjá nú allir af
hverju.
Það er ekki ónýtt fyrir illa haldna þjóðfélagsins að hafa tuttugu þús-
ráðamenn og máttarstólpa und krónur upp úr krafsinu, með því
einu að etja skrUnum í verkfall,
kauplausum og kjökrandi, og hirða
síðan allt sitt á þurru þegar upp er
staðið. Kenningin um f íflið og foraðið
er enn við lýði á íslandi og hefur ekki
í annan tíma sannað betur gUdi sitt.
Ennþá einu sinni hefur það komið
í ljós að verkföU eru ekki háð fyrir þá
sem í þeim standa. Alveg eins og
stríðin forðum, þar sem fótgöngulið-
unum var att út á blóðvöUinn í þágu
keisarans og föðurlandsins, er hinum
óbreyttu launþegum ætlað nú til dags
að heyja sitt launastríð fyrir aðra. í
stað keisaranna eru komnir ráðherrar
og þingmenn og í stað fööurlandsins
höfum við Kjaradóm, sem á sér sitt
föðurland i þeim afrakstri og samn-
ingum sem fótgönguliðarnir í BSRB
og ASt skrifa undir í blóði, svita og
tárum kjarabaráttunnar. Sú fórnar-
lund sem Kristján Thorlacius og
hinar stríðandi sveitir hans sýndu i
launaleysinu í október hefur nú loks
uppskorið þann ríkulega ávöxt að
ráðherrar og þingmenn taka nú við
launahækkun sem nemur mánaðar-
launum fótgönguliðanna. Svona eiga
stríöin aö vera. Segi menn svo að
verkfallið í haust hafi verið háð tU
einskis!
Dagfari