Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Síða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Fundi leiðtoga Varsjárbandalagsins frestað:
Tséménkó
veikur?
ísrael kallar herliðið
heim frá Líbanon
Fundi leiötoga Varsjárbandalags-
ríkja, sem halda átti í Sofíu, Búlgaríu, í
þessari viku, hefur veriö frestaö. Lík-
legasta ástæöan er taiin vera aö
Tséménkó, forseti Sovétríkjanna, sé
veikur.
Stutt tilkynning Tass fréttastofunnar
sagði ekkert um hvers vegna fundinum
heföi verið frestaö. En vestrænir
stjórnarerindrekar segja aö ekkert
nema heilsubrestur Tséménkós geti
veriö nógu alvarleg ástæða til aö
fundinum sé frestað svona á síöasta
snúningi.
Athygli beindist aö heilsu forsetans
þegar hann mætti ekki við útför
vamarmálaráöherrans, Dimitris Usti-
novs, á aðfangadag. Tsérnénkó þjáist
af sjúkdómi sem versnar viö kulda.
Vestrænir blaöamenn í Sofíu hafa
heyrt oröróm á kreiki um slæma heilsu
Sovétleiötogans. Þeir hafa einnig tekiö
eftir því aö viöbúnaöur fyrir hinn áætl-
aöa f und hef ur veriö furðu lítill.
Tvö ár eru síöan slikur fundur var
síöast haldinn.
ísraelskir hermenn eiga að vera
farnir frá Líbanon fyrir október á
þessu ári.
Israei ætlar aö kalla hemámslið sitt
heim frá Líbanon í þrem áföngum og
skal fyrsta áfanga lokið innan fimm
vikna, en Peres forsætisráðherra
boðar aö allur herinn ætti að verða
kominn frá Líbanon í október.
„Eftir tveggja og hálfs árs vem í
Líbanon hefur okkur lærst aö viö
ættum ekki að leika lögreglumenn,”
sagöi Yitzhak Rabin vamarmálaráö-
herra aö loknum ríkisstjórnarfundi í
gærkvöldi þar sem þessi áætlun var
samþykkt meö 16 atkvæðum gegn 6.
Rabin mun í dag hitta einn af
aðstoöarframkvæmdastjórum Sam-
einuöu þjóöanna til aö ræöa áætlanir
um aö friðargæslusveitir S.Þ. og
stjórnarher Líbanon yfirtaki svæðin,
sem Israelsmenn yfirgefa.
DANIR STORTÆK-
IR í VOPNASÖL-
UNNITIL AFRÍKU
Frá Erni Jónssyni, fréttaritara DV í
Kaupmannahöfn:
I viðtali við danska sjónvarpiö á
sunnudag hélt Abdul Minsty, formaöur
nefndar Sameinuðu þjóöanna sem
vinnur gegn aöskilnaðarstefnunni í
Suður-Afríku, því fram aö Danmörk
væri miöstöö vopnaflutninga til Suður-
Afríku. Utanríkisráöherrann, Uffe
Elleman-Jensen, neitaöi þessu alfarið.
Hvort sem Danmörk er miðstöð
fyrir vopnasmygl eða ekki þá eru
upplýsingar um nýtt vopnasmygls-
hneyksli neyðarlegar. Bæði fyrir ríkis-
stjómina og ekki síst fyrir lögregluna.
Þaö voru blaöamenn sem lögðu fram
sannanir fyrir smygli Monrovia skipa-
félagsins á frönskum vopnum til
Suöur-Afríku.
Þetta voru sömu blaðamenn og á
frábæran hátt upplýstu í haust sölu
Rúmena á rússneskum vopnum til
aöskilnaðarstjórnarínnar fyrir
milligöngu danska skipafélagsins
Trigon.
Eins og þá höföu lögregluyfirvöld
enga hugmynd um málið. Seinagangur
þeirra í því máli þýddi aö eigandi
skipafélagsins slapp til Höföaborgar
og lifir þar í vellystingum fyrir
hagnaöinn.
Ástæðan fyrir því aö dönsk skipa-
félög hafa haldið út í slíkt smygl und-
anfarin ár er án efa samdráttur í
flutningum. Til er fjöldinn allur af
smáskipafélögum sem hafa orðið
undir í samkeppninni við gáma-
flutningaskipin. Nú reyna þau að
bjarga því sem bjargað verður meö
því að notfæra sér orðstír danska
fánans á alþjóðavettvangi.
I fyrsta áfanga á Israelsher að horfa
frá Awaliánni í Vestur-Líbanon til
nýrra stööva í Litani (um 15 km frá
landamærunum). — Þar með hverfa
Israelsmenn f rá Sídon og nágrenni þar
sem þeir hafa legiö undir daglegum
árásummúslima.
I öðrum áfanga ætla þeir aö kalla
burt heriið sitt úr austurhluta Líbanon
þar sem þaö hefur horfst í augu við her
Sýrlendinga í Bekaa-dalnum.
I síöasta áfanga dregur ísraelska
herliöiö sig til baka yfir landamærin en
sett verður upp öryggisbelti meö
landamærunum og verður þess gætt af
líbönskum bandamönnum Israels.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson
Moses reyndi að
kaupa sér mellu
Edwin Moses, hlaupahetjan sem
vann hjörtu áhorfenda á
ólympíuieikunum í Los Angeles og
íþróttablaö kaus íþróttamann ársins,
var handtekinn á sunnudagsnótt fyrir
að reyna að kaupa sér mellu í Los
Angeles.
Lögreglukona, útbúin sem
gleöikona, handtók hann um klukkan
þrjú á sunnudagsnótt þegar hann hafði
boðið henni peninga á Sunset
Bouleward.
Gullverölaunahafinn hyggst halda
blaðamannafund i dag til aö skýra
málavexti.
Moses er 29 ára og giftur. Hann er
einn af þeim hlaupamönnum sem hafa
orðið milljónamæringar á íþrótt sinni.
Hann heldur heimsmetinu í 400 metra
grindahlaupi og hefur keppt í 109
sh'kum hlaupum án þess aö tapa.
Gullkálfurinn frá ólympíuleikunum
ætlar aö verja sig á blaðamanna-
fundiídag. DV-myndÞóG
Glistrup áöur en hann fór í fangelsi.
Þar hefur hann verið í hálft annað ár.
Glistrup
kokhraust-
urífang-
elsinu
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
ritaraDVíSvíþjóð:
„Eg vonast til þess að eiga eftir aö
veröa forsætisráðherra,” sagði
Mogens Glistrup, stofnandi danska
Framfaraflokksins, í viðtali viö
sænska sjónvarpið um helgina.
Glistrup lætur engan bilbug á sér
finna þrátt fyrir að hann hafi setiö í
fangelsi í eitt og hálft ár fyrir skattsvik
og eigi trúlega eftir aö sitja þar í jafn-
langan tíma í viðbót.
Ný Gallup skoöanakönnun sýnir að
fylgi Framfaraflokksins, sem eitt sinn
var næststærsti stjómmálaflokkur
Danmerkur, sé komið niður i tvö
prósent. En baráttuandi Glistrups er
óbrotinn.
„Danska þjóðfélagiö er oröið svo
spillt undir stjóm lélegra stjómmála-
manna aö þaö er ennþá meiri þörf fyrir
Framfaraflokkinn en áður,” sagöi
Glistmp.
Helge Dorman, núverandi formaöur
flokksins, sagði: „Fylgi flokksins á
eftir að aukast á ný um leið og Glistrup
hefur afplánaö refsingu sína. Hann er
gáfaðasti maður Danmerkur.”
Popieluszko málið:
Yfirmaðurinn lýgur
Einn öryggislögreglumannanna
þriggja, sem ákærðir em fyrir morðið
á pólska prestinum Jerzy Popieluszko,
sakaði í gær yfirboðara sinn um hlut-
deild i morðinu.
Þegar Adam Pietmszka var aö
ljúka viö aö bera vitni, stóð lögreglu-
maöurinn Grzegorz Piotrowski upp:
„Vitnisburöur Pietmszka er í grand-
vallaratriöum lygi,” sagði hann.
Hann sakaði Pietmszka um að
reyna aö hylma yfir þátttöku sinni í
moröinu og sagði hann falskan og
óheiðarlegan.
Yfirmaöurinn, sem vinnur í innan-
ríkisráðuneytinu, sagöi réttinum aö
hann hefði gefið rannsóknarmönnum
rangar upplýsingar til aö tefja fyrir
rannsókn málsins. En hann gaf í skyn
að undirmenn sínir hefðu gengið
lengra en þeir hefðu ætlaö þegar þeir
myrtu prestinn.
I gær kom í Ijós aö Pietruszka hafði
— hrópaði einn
hinna
ákærðu
aögang að skjölum rannsóknarmanna
þangað til hann var sjálfur handtek-
inn. Þetta þýðir að hann hafði mögu-
leika á aö undirbúa málsvörn sína
samkvæmt því.