Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985.
7
Útlönd
Miklir
skógar-
eldar
Þrennt hefur farist í skógareldum,
sem geisa á stórum svæðum í
suðausturhluta Astralíu. 57 hafa
slasast og liggja þrír milli heims og
helju.
Mestir hafa eldarnir verið í Viktoríu
og fólk hefur víða ó þeim svæðum og
eins í þorpinu Bright (200 km
noröaustur af Melbourne) orðið að
flýja heimili sín vegna eldhættunnar.
Mikið tjón hefur orðið á mann-
virkjum og búfénaöi bænda en
þúsundir hektara ræktaðs og óræktaðs
lands haf a oröiö eldinum að bráð.
LESTIN LENTIUT
AFBRÚNNIOG
400 FÓRUST
Nær 400 fórust og nokkur hundruð
meiddust, sumir lífshættulega, þegar
lest hrapaði í gil í austurhluta Eþíópíu
á sunnudaginn. Fór lestin út af brú og
er talið að lestarstjórinn hafi gleymt
að hægja á lestinni í beygju við brúna.
Hann slapp lífs og er í yfirheyrslum.
Farþegalestin var á leið frá Addis
Ababa til Djibouti við Rauðahafið, þeg-
ar hún fór út af teinunum skammt frá
Awash, sem er um 250 km austur af
höfuðborginni. — Um eitt þúsund far-
þegar voru í lestinni. Er þetta eitt
mesta slysið í sögu járnbrautanna.
Villekki
miðla málum
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
ritara DVíSvíþjóð:
Víetnamska ríkisstjórnin hefur óskað
eftir því við Lennart Bodström, utan-
ríkisráðherra Svía, að sænska ríkis-
stjórnin taki að sér að stuðla að friöi í
Suðaustur-Asíu. Bodström, sem nú er í
opinberri heimsókn í Víetnam, hafði
gagnrýnt Víetnama fyrir dvöl herliðs
þeirra í Kampútseu. Víetnamar
svöruðu með því aö biðja hann að
miðla málum. Því boði hafnaði Bod-
ström.
„Það er ekki raunhæft að ætla aö
eitt land geti miðlað málum.serstak-
lega ekki þegar deiluaðilamir vilja
ekki talast við,” sagði Bodström.
Svíar hafa á liönum árum veitt
Víetnömum umtalsverða efnahagsað-
stoð og gera það enn.
Er Eþíópía
aflögufær?
Utvarp Eþíópíu hefur greint frá því
að samningar hafi tekist um að flytja
út matvæli til Egyptalands, en við-
skiptaráðherra Egypta hefur verið í
heimsókn í Addis Ababa.
Samkomulagið mun fela í sér sam-
starf Egypta og Eþíópíumanna í land-
búnaðarframleiöslu en Eþíópía tekst á
hendur aö senda Egyptum villibráð,
dýr á fæti, alikjöt og fleira í skiptum
fyrir byggingarvörur, lyf, málma og
fleirafráEgyptum.
Frétt þessi hefur vakið mikla athygli
því aö hana ber að á sama tíma og mik-
il hungursneyö ríkir í Eþíópíu og
alþjóðlegt átak til að senda matvæli til
landsins. Meðal annars hefur verið
söfnun hér á Islandi til matvælaaöstoð-
arvið Eþíópíumenn.
Ekki kom fram í útvarnsfréttinni
hvenær þessi matvælaútflutningur
skuli hef jast.
ENDURMENNTUNAR
NÁMSKEIÐ
STJÓRNUNAR
FÉLACSINS
JANÚAR-MAÍ 1985
A NÆSTU VIKUM OG MANUÐUM MUNUM VIÐ
BJÓÐA EFTIRFARANDI ENDURMENNTUNAR-
NÁMSKEIÐ FYRIR FÓLK í ATVINNULÍFINU
ENSK
VERSLUNARBRÉF
14.16.22-24. janúar.
Dr. Terry Lacy.
SÖLUMANNA
NÁMSKEIÐ I OG II
NÁMSKEIÐ I 14.—16. janúar.
NÁMSKEIÐ I111.-13. mars
Haukur Haraldsson, útbreiðslustjóri NT.
SAMSKIPTI VIÐ
FJÖLMIÐLA
21.og 23. janúar.
Helgi H. Jónsson, Kynníngarþjónustan hf.
Magnús Bjamfreðsson, Kynningarþjónustan hf.
Vilhelm G. Kristinsson, Kynningarþjónustan hf.
BÓKF/ERSLA
23.-29. janúar.
Þorvaldur Ingi Jónsson, vióskiptafræðingur.
ÖRYGGI Á VINNUSTAÐ,
AUKNAR TEKJUR
1. febrúar.
Ágúst Þorsteinssóh, Örýggismálaráðgjafi.
SÍMANÁMSKEIÐ
4.-6. febrúar.
Helgi Hallsson, deildarstjóri.
Þorsteinn Óskarsson, deildarstjóri.
ÞJÓNUSTUNÁMSKEIÐ
SCANDINAVIAN
SERVICE SCHOOL
4.—5., 6.-7. febrúar.
25.-26., '27.-28. mars.
Cecilia Andvig Scáridinavian Service School.
TOLLSKJÖL OG
VERÐÚTREIKNINGAR
4.-6. febrúar, 25.-27. mars
Karl Garóarsson, viðskiptafræómgur.
ÚTFLUTNINGUR HJÁ
LITLUMOG
MEÐALSTÓRUM
FYRIRT/EKJUM
5. febrúar.
Claes Rosenberg, Lars Weibull ab.
Á öllum námskeiðum Stjómunarfé-
lagsins fá þátttakendur ítarleg náms-
gögn, góðar veitingar og aðgang að
upplýsingum um frekari endur-
menntun á ýmsum starfssvióum.
VERKSTJORNANDINN
7, febrúar.
Helgi Baldursson, viðskiptafræðingur.
MARKAÐSSÓKN
11.—14. febrúar.
Bjami Snæbjöm Jónsson, rekstrarhagfr.
Á/ETLANAGERÐ
FYRIRT/EKJA
11.—14. febrúar.
Gísli Arason, rekstrarhagfræðingur.
STJÓRNANDINN OG
HLUTVERK HANS
18.—21. febrúar.
Höskuldur Frímannsson.rekstrarhagfr.
STOFNUN NÝRRA
FYRIRT/EKJA
18.—21. febrúar.
Þorsteinn Guónason, rekstrarhagfræðingur.
SKRIFSTOFU STJÓRNUN
25.-28. febrúar.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, rekstrarhagfr.
Félagsmenn í Stjómunarfélaginu fá
20% afslátt af öllum námskeiðum fé-
lagsins. Félagsmenn geta orðiö allir
þeir sem áhuga hafa á starfsemi fé-
lagsins. í blaðinu Stjómunarfræðslan
em nánari upplýsingar um öll nám-
skeið Stjómunarfélagsins. Hringdu
og fáóu eintak sent. heim.
LEIÐBEINENDA
NÁMSKEIÐ
25.-26. febrúar.
Siguróur Öm Gíslasoprfekstrarráðgjafi.
TIME MANAGER
4.-5, mars, 6.-7., 8.-^9. mai
Anne Bögehind Jensen Time Manager Int.
BRAIN MANAGER
6.—7. mars
Anne Bögelund-Jensen,
Time Manager International.
VERSLUNAR
STJÓRNUN
4. —6. mars
Kjartan Þórðarson, viðskiptafræðingur.
SAMNINGAT/EKNI
5. —6. mars
John Mulvaney,
Harold Whitehead & Partners.
STARFSÞJÁLFUN
FYRIR
VERKSTJÓRNENDUR
11.—'15. mars.
Ágúst Þorsteinsson, Sigurður Öm Gíslason,
Ámi Gunnarsson.
FLUTNINGATÆKNI
LOGISTICS
18.—20. mars
Thomas Möller, verkfræðingur.
INNKAUPASTJÓRNUN
25.-28. mars
Sveinn Hjörtur Hjartarsson, rekstrarhagfr.
SKIPULEG
SKJALAVISTUN
verður auglýst.
Ragnhildur Zoéga, B.A., Samvinnuferðir
STJÓRNUN
BREYTINGA
23.-24. april
Mike Fisher.
Vérslunarmannafélag Reykjavíkur
greióir 75% af verði þeirra nám-
skeiða, sem henta félagsmönnum VR.
Afslátturinn greiðist aðeins til full-
gildra félagsmanna.
Starfsmenntunarsjóður Starfsmanna-
félags ríkisstofnana og Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar greióa þátt-
tökugjöld sinna félagsmanna á nám-
skeióum Stjómunaxfélagsins.
ENDURMENNTUN ER OKKAR SÉRGREIN
TJORNUNARFÉLAG
ISLANDS
SjÐUMÚLA 23
SIMI82930