Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Page 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur EKKIALLT FENGID MED FRELSINU —60%af frjálsum kartöflum standastekki matíkönnun Eins og flestir eflaust muna klufu nokkrir kartöflubændur sig frá einokun Grænmetisverslunar land- búnaöarins á síðasta ári og fóru að selja kartöflur sínar beint til verslana. 1 desember sl. fóru nokkrir aðilar í nafni félags kartöflubænda á Suður- landi í kartöfluleiðangur um Suður- land til þess að kanna hvaða áhrif þetta fr jálsræði hefur haft. Farið var í 15 verslanir alls, fimm í Reykjavík, fimm í Hafnarfiröi og fimm í Kef lavík. í Reykjavík voru tekin sex sýni. Tvö sýnin stóðust hvorki 1. né 2. flokk, en í lagi var meö hin f jögur sýnin. Sjö sýni voru tekin í Hafnarfirði. Ekkert sýnið stóðst 1. flokk. Tvö sýni fóru í 2. flokk. Eitt sýniö var ósöluhæft en jafnframt það dýrasta. Hin fjögur sýnin stóöust hvorki 1. né 2. flokk. 1 Keflavík voru tekin tíu sýni; fimm þeirra stóðust matið og komust í 1. flokk, en hin fimm féllu niður í aðra flokka. Þess má geta að sýni þessi voru öll seld sem 1. flokkur í öllum verslununum. Álagning er frjáls á kartöflum en verð á 1. flokki er á bilinu 22 til 33,10 krónur. Dýrustu kartöfiurnar var aö finna í Hafnarfirði og jafnframt voru þær lélegustu þar í samanburði við verslanir í Reykjavík og Keflavík, að sögn matsmannsins, Sigurðar Hrafns Tryggvasonar. Guðni Guðlaugsson, formaður kartöflubænda á Suðurlandi, sagöi að komið heföi í ljós í könnuninni að neytendur væru'mun verr settir eftir að bændur þessir fóru að selja kar- töflumar beint til verslana. „Kar- töflubændur þessir eru menn sem yfirleitt koma ekki sínum kartöflum í gegnum mat hjá Grænmetisversl- uninni, svo þeir taka það ráð að selja beint. Jafnframt kom í ljós að vara þeirra er mun dýrari en kartöflur þær sem búið er að meta. Ekki er vitað hvar verömismunurinn liggur. Við viljum ekki að verið sé að eyðileggja markaðinn. Sérstakar reglur um fram- leiðslujöfnuð á meðal kartöflubænda eru í gildi, en eitthvað virðist hann hafa riðlast og er nú engin leið að fyigjast með skiptingunni eftir að bændur fóru að selja beint. Jöfn dreifing er mikilvægust ef þetta sam- starf á að takast.” Guðni sagði að kartöflufram- leiðsla væri vandasöm búgrein og ekkert einhlítt svar væri við vondri uppskeru. Margt spilar inn í, svo sem útsæöiö, garölandiö, geymslu- húsnæði, kælikerfið og loftblástur, svoeitthvaðsénefnt. Aðeins var búið að selja 10 prósent um áramótin af uppskeru síðasta sumars og sagðist Guðni ekki sjá fram á annað en meginparturinn færi á ruslahaugana í sumar þegar ný uppskera kemur á markaðinn. Kartöflubændur fengu mikla uppskeru síðastliðið sumar og er framboöið af kartöflum í dag miklu meira en markaöurinn hér á landi tekur við. Guðni sagöi að finna þyrfti upp leiðir til að nýta alla þessa fram- leiðslu, til dæmis meö því að fram- leiða franskar kartöflur. Tvær verksmiðjur framleiða franskar kartöflur hér á landi: Mikið var um innvortis skemmdir í könnuninni eins og þessi mynd sýnir. Qt: MgtSFGilUF k8FRg fFS pFSmlSÍðiíUgffÍFÍÍfÍ ISRdÉÚHgðSFÍRS: iéFStakif stuðlSF sfu RetsðiF vié mst é kSFtsflum = silt fFá 8;1S ög uþþ 19,68: Pvtsti flskltUF sf kiFtsflUFR gýðiF sð stigiR ms§s ekki fara yfir 24 stig. Annar flokkur er frá 24 göilum ög upþ að 30. Þriðji flokkur er frá 30 göllum og upp í 34. MATSVOTTORÐ u^boð og móttaka á kartöflum Bifreid_ Nafn:____ Heimlli: _ Dags. . Nr. _ Skemmdir/Gallar og markf. stuðull %oallar stig %galiar stlg % gallar stlg Vogallar stig a. Votrotnun 5.00 b. Frostskemmdir 5.00 c. Þurrrotnun 3.00 d. Grænar kartöflur 2.00 e. Splraóar linar kartöflur 0.50 f. Sár & sprungur grunnar 0.25 Q- Yfirboröslýtl 0.25 h. Vanskapaöar 0.50 1. Innrl skemmd 1.00 j. Blandaö öörum afbrigöum 0.50 k. Kláöl 1.00 1. Jarðvegur/óhreinlndi 0.50 m. Sár & sprungur djúpar 3.00 Samtalsgallar/stig < 8=úrval < 24 = l.fl./Bökunark./Perlu/Parisar/33mmR:= < 30 = ll.fl. < 34 = lll.fl. SEN T Afbrigöi/Staeró Aföll kg. INNLAG T Vörunr. K K K G T G R G G i hinni nýju Grsenmetisverslun landbúnaðarins í Siðumúla eru kartöflur flokkaðar eftir tegundum eins og hér sést á myndinni. Verðið á hverri tegund er síðan skrifað fyrir ofan. Guðni Guðlaugsson, formaður kartöflubænda á Suðurlandi, fylgist með. DV-myndir GVA. Önnur er á Svalbarðseyri og hin í Þykkvabæ. Guðni sagði að mikill markaöur væri fyrir franskar kartöflur hér, en áhugi virðist ekki nógur f yrir nýtingu hráefnisins. Sigurður gegnir hlutverki mats- manns hjá Grænmetisversluninni og sagði hann að ástandiö væri mun verra en nokkum grunaði. „Reynt er að fýlgjast með flokkun kartaflna eins og hægt er. Sumir kaupmenn hafa sýnt mjög góða samvinnu og heiðarleika, en til eru menn sem hafa lokaö dy runum á matsmenn. ” Algengustu skemmdirnar eru inn- vortis skemmdir, þurrrotnun, vot- rotnun og frostskemmdir. Sigurður sagði að einhverju eftirliti þyrfti að hrinda af stað á vegum yfirvalda til að fylgjast með verslunum og meta kartöflumar svo að neytandinn væri ömggur um að fá ætar kartöflur. -JL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.