Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Side 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985.
11
Þriðji heimurinn og við
Við neyðumst til að trúa tölum og
upplýsingum alþjóðastofnana um 3.
heiminn: Tugmilljónir deyja eða
örkumlast vegna hungurs og næring-
arskorts á hverju ári, tugþúsundir
deyja í styrjöldum og skærum,
milljónir gerast flóttamenn og um
10.000 manns deyja árlega vegna
iðnaöarmengunar og eiturefna. Allt
stendur þetta í æpandi mótsögn við
nokkra velmegun iðnrík janna.
Allar úrbætur sem máli skipta
hljóta að taka rnið af orsökum hörm-
unganna í 3. heiminum. Skoðanir eru
skiptar um þær og einnig um það
hverjar þeirra séu þungvægastar.
Mestu ræður hvort hagsmunir og for-
dómar móta skoðanir fólks eða þá
eigin orð fræðimanna og ráðamanna
3. heimsins. Hagsmunamenn í
iðnríkjunum halda oftast á lofti
skýringum af þessu tagi; Ráðamenn
i 3. heiminum eru spilltir; alþýða 3.
heimsins er fáfróð og löt; 3. heims
ríkin skortir tækni og athafnamenn
(þ.e. menn sem stofna fyrirtæki til
þess aö geta lifað af annarra vinnu);
frumstæð trúarbrögð sundra 3.
heims ríkjunum. Margir, sem ekki
hafa neinna teljandi hagsmuna að
gæta í 3. heiminum, taka undir þess-
ar skoðanir. Þar er kominn sá stóri
hópur sem hefur fordóma gagnvart
3. heiminum, gjarnan í bland viö
meðaumkun og dálítinn hjálparvilja.
Eg tel minnihluta Islendinga fylla
þann flokk sem tekur skýringar 3.
heimsins sjálfs gildar í meginat-
riðum: Nýlendustefnan, skjót
frelsun márgra ríkja, handahófs-
landamæri, áframhaldandi arðrán
(lágt verð á útflutningi 3. heimsins,
en hátt á innflutningi frá iðn-
ríkjunum) og þvinguð einhæfni í
framleiðslu ríkjanna. Hér fer ekki
tilraun til að hreykja sér hátt, heldur
staðreynd.
Rök fyrir því að kenna heims-
valdastefnu og auðhyggju í aðalat-
riðum um eymd í fjölmörgum 3.
heimsríkjum eru margþætt. Þau
taka ekki einungis til sannferðugra
upplýsinga um ofangreind atriði,
heldur verða þau líka að viðurkenna
bresti 3. heimsins (sem notaðir eru
til að búa til afstöðu meginhlutans)
og sanna að þeir geti ekki vegið
þungt. Sjónvarpsþættir Basil David-
sons um Afríku eru dæmi um hve
mikið og mikilvægt verkefni þetta er,
— og erfitt!
Viðbrögðin hér
Islensk alþýða og sérstaklega þá
verkalýðshreyfingin hefur ekki verið
vakandi fyrir vanda 3. heimsins.
Stjórnvöld hafa eðlilega verið enn
aftar á merinni: Framlag ríkisins til
3. heimsins er lægra hér (miöað við
þjóðarframleiðslu) en í flestum iðn-
ríkjum. Það þarf helst stórslys eða
mikla hungursneyð til að hrista upp í
okkur. Og félagshyggjufólkið á þar
e.t.v. mesta skuld að gjalda, þegar á
heildina er litið. Þar er sjaldnast um
forgöngumenn að ræða. Vissulega er
kennsla í útgerð mikilvægt framlag,
ef ekki fylgir kvöð um að íslensk
fyrirtæki geti hafið gróðastarfscmi í
löndum 3. heimsins. Vissulega eru
safnanir Rauða krossins og Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar góðra gjalda
verðar, ef komið er í veg fyrir að
þær séu nýttar í pólitískri refskák og
þess minnst að þær eru aðeins
smyrsl á sár en engin lækning.
Vissulega má vinna þarft starf við
trúboðsstöðvar, ef virðing er borin
fyrir trú og siðum manna, sem hafa
jafngild trúarbrögð og kristnir
menn, þrátt fyrir sjálfsupphafningu
og staðhæfingu þeirra krístnu um hiö
gagnstæða. Vissulega er gagn að
stuðningshreyfingum við einstök
ríki, ef þær eru ekki stofnaðar í
pólitísku eiginhagsmunaskyni og
ekki bundnar við einn eða fáa
flokka.
En þetta er ekki nóg.
Tvö dæmi
Hér skulu nefnd til tvö dæmi um
hjálparstarf sem betur mætti fara.
Annaö varðar ríkisvaldið, hitt tvö
stríðshrjáð ríki: E1 Salvador og
Afganistan.
1) Þriðja heims ríkin þarfnast
viðskiptaaðila sem ekki leitar eftir
skjótfengnum gróða, heldur aðila
sem lætur 3. heims ríkin ákvarða
hvaðkeypt skuli og tekur við hagnaði
til jafns við þau. Almenningur á
Islandi á að gera kröfu til ríkis-
valdsins um allt að 10—20 falt hærri
upphæð en nú til verkefna í 3.
heiminum á sviði jarðhita, fiskveiða
og landbúnaðar. Slíkt gæfi af sér
minni hagnað en fjárfesting í of-
hlöðnum iðnríkjum en alþýöa manna
er væntanlega tilbúin til að umbera
það. Annað eins gerir hún á heima-
velli! Þetta er árangursríkasta
aðstoðin við3. heiminn.
2) Svo eru það ríkin við fætur
beggja risaveldanna. Þegar eftir
innrásina í Afganistan reyndu
kommúnistar (já, kommar) aö
mynda breiðfylkingu allra stjórn-
málaflokka (sem hafa að lokum allir
fordæmt aðgerðir Sovétmanna í
landinu). Okkur mistókst, ekki hvað
sist vegna þess aö flestir flokkanna
vildu blanda öllum skollanum í
málið. Sjálfstæðisflokkurinn neitaöi
samvinnu vegna þess aö samvinnu-
boðendurnir voru marxistar — en
þeir eiga víst allir heima í Kreml
(eða Peking — eða núorðið kannski
bara Kreml?). Núna nota sjálf-
stæðismenn Afganistan sem áróður-
verkfæri í heimabaráttunni. Þeir
kalla Babrak Karmal og kó marx-
ista, hæla þjóðfrelsishreyfingunni
(sem inniheldur bæði marxista og
múslimska ofsatrúarmenn svo dæmi
séu nefnd) og fordæma rettilega
annað risaveldið. Reyndar nær
stuöningurinn ekki lengra en til
heimboöa manna frá Afganistan
með réttan stimpil og orða á pappír.
Auðvitað vantar breiðfylkinguna og
beinan stuðning! En Sjálfstæðis-
flokknum er eigið skinn og stríðið við
einhvem imyndaöan einsleitan
marxisma heilagt.
Og hvað gera vinstri menn. Þeir
fara kurteisisorðum um stríöið í
Afganistan og ekkert meir. Þrjár
milljónir flúnar og 7—800 þús.
dauðar duga ekki til að lyfta þeim
upp á aðgeröaplanið. Eða er þaö
virðing fyrir sérhagsmunarisanum
sem kúventi frá sósíalisma? Þeir
eiga sér hins vegar sitt
„Afganistan”. Það er smáríki undir
jámhæl Bandaríkjanna; eitt af
tugum ríkja sem risaveldið hefur
fótum troðið. Um þau segir
Morgunblaðið fátt nema hvað ekki
megi bera saman Afganistan og E1
Salvador (og er það rétt um margt).
En Guatemala, Grenada eða Víet-
nam .. . Engin fortíð getur vakið
óbragð á tungu þeirra sem styðja
annað risaveldið. En flestir vinstri
menn kunna sama „trixið”. Þeirra
gleymda stríð er t.d. í Kampútseu og
fyrir þeim er fjöldadráp A-
Þjóðverja, Sovétmanna, Kúbana og
S-Yemena í Eþíópíu liklega ,,al-
þjóðlegt bræðralag”. Þeir hafa sér
þó til varnar að hafa náð að mynda
stuðningsnefnd við E1 Salvador sem
nær út fyrir einn stjórnmálaflokk.
En Mið-Ameríka dugar ekki sem
viðfangsefni og risaveldin eru tvö.
ARITRAUSTI
GUÐMUNDSSON,
KENNARI, MENNTASKÓLANUM
VIÐ SUND
Viðbárurnar
Gömlu viðbárurnar duga ekki. Það
er rétt aö Islendingar geta ekki
haldið uppi virku stuðningsstarfi við
þjóðfrelsismenn hvarvetna í
heiminum. En þeir eru nú að velja
sér hörmungar til að vinna gegn
eftir eigin hagsmunum! Það er rétt
að ekki eru öll stríð ranglát og ekki
allar innrásir fordæmanlegar;
meðan þær leiða ekki til afnáms á
sjálfræði þjóða. En innrásin í
Grenada var ekki af þeiri tegund,
Morgunblaðsmen, og stríðið í
Eritreu er a.m.k. jafnmikilvægt og
átökin í E1 Salvador, þið Þjóðvilja-
menn! Og svo framvegis.
Fyrr en upp rís stuðningshreyfing
við baráttu 3. heimsins gegn báðum
risaveldunum, og höfðar til fylgis-
manna margra flokka, verður starf
að þjóðfrelsismálum í 3. heiminum
tómstundagaman eða grár hrá-
skinnsleikur flokkspólitíkurinnar.
Það eru til allmargir vinstri menn og
kommúnistar sem eru andsnúnir
báðum risaveldunum. Þeir gætu átt
næstaleik.
Ari Trausti Guðmundsson.
Stöðva verður misréttið
í eigna- og tekjuskiptingunni
Alþýðuflokkurinn hefur sett fram
þá kröfu að stöðvuð verði sú látlausa
tekjutilfærsla sem einkum á undan-
förnum 1—2 árum hefur átt sér stað
frá launafólki til fjármagnseigenda.
Tekjutilfærslan hefur verið svo
mikil að framfærslubyrðin er að
sliga fjölda heimila i landinu og
hefur lagt rekstrargrundvöll margra
þeirra í rúst.
Alþýðuflokkurinn telur að það sé
grundvallaratriði að jafna eigna- og
tekjuskiptinguna í landinu sem er
forsenda fyrir því að ná fram
þjóðfélagslegu réttlæti og þjóðar-
sáttum um nýjar leiðir til bættra lífs-
kjara.
I þessari grein ætla ég einungis aö
draga fram þrjú mikilvæg atriði í
þeirri stefnu sem Alþýöuflokkurinn
hefur sett fram til aö ná þessum
markmiðum.
Tekjuskiptingin
1 apríl 1980 var samþykkt þings-
ályktunartillaga frá þingmönnum
Alþýðuflokksins um að könnun
skyldi fara fram á tekjuskiptingu og
launakjörum í þjóðfélaginu sem
mætti verða grunnur að sann-
gjamari tekjuskiptingu og hag-
kvæmara launafyrirkomulagi. Þessi
úttekt átti sérstaklega að miðast við
að gera grein fyrir hvort vissir hópar
hefðu ekki öðlast þá hlutdeild bætts
þjóöarhags sem almennt getur talist
réttmæt og þannig unnar að á grund-
velli þeirra mætti ákveða hvaða
aðferðum hægt væri að beita til að
auka laun og tekjur þeirra ein-
staklinga eða hópa sem verst eru
settir.
Sett voru fram 12 atriði er upplýsa
átti í könnuninni og nefni ég aðeins
þrjá þeirra.
1. Að upplýsa hlutfall hinna ýmsu
launakerfa í launakjörum almennt
þannig að hægt væri að sjá hvaða
þáttur launakjara sé mest ákvarð-
andi um launakjör hverrar starfs-
stéttar, svo sem dagvinnutaxtar,
yfirvinnutaxtar, afkastahvetjandi
launataxtar, yfirborganir og aðrar
duldar greiðslur eða kjaraþættir, svo
og að upplýsa hvemig aldurs- og
kynskipting væri eftir launatöxtum,
yfirborgunum og starfsgreinum.
2. Að athuga hvort uppbygging
launataxta og annarra launakjara
kalli fram mismun í kjörum karla og
kvenna.
3. Að kanna hvaða möguleikar
felast í tilfærslukerfum ríkisins, t.d.
skatta- og almannatrygginga-
kerfinu, til að jafna tekju-
skiptinguna og stuðla að aukinni
hlutdeild láglaunafólks og annarra
minnihlutahópa í vaxandi þjóðar-
tekjum.
Tvöfalt launakerfi
Alkunna er að við búum við tvöfalt
launakerfi. Annars vegar kauptaxt-
ana sem samið er um við samninga-
borðið sem láglaunafólkiö þarf að
lifa af og hins vegar er stór hluti
tekjuskiptingarinnar í þjóðfélaginu
ákvarðaður einhliöa af atvinnu-
rekendum eftir þeirra eigin geð-
þótta. Af því má sjá að meira er til
skiptanna en atvinnurekendur vilja
vera láta við samningaborðið. Þessi
þróun hefur tvímælalaust orðið til
þess að láglaunahópamir hafa orðið
undir í kjarabaráttunni, ekki síst
konurnar. Því taldi Alþýðu-
flokkurinn mikilvægt að fá fram
slíka úttekt eins og hér hefur verið
lýst, þannig að hægt væri að beita
raunhæfum aðgerðum til að bæta
kjör láglaunahópanna í þjóðfélaginu.
Svo bregður við að þó 4 ár séu liðin
frá því að þessi þingsáiyktunartil-
laga var samþykkt hefur fram-
kvæmdavaldið ekkert aðhafst í
málunum.
Nokkur von virðist þó að úr rætist
og að þessi þingsályktunartiilaga Al-
þýðuflokksins komist til fram-
kvæmda því síðustu vikumar hefur
formaður Sjálfstæðisflokksins tekið
undir þá kröfu Alþýðuflokksins að
nauðsyn beri til að úttekt fari fram á
tekjuskiptingu og launakjörum í
þjóðfélaginu.
Skattsvikin
Alþýðuflokkurinn hefur lagt á það
gifurlega áherslu á undanförnum
árum að stóraukið yrði allt eftirlit og
aðgerðir gegn skattsvikum.
Á fyrri hluta síðasta árs voru
síðan samþykktar tvær þings-
ályktunartillögur frá þingmönnum
Alþýðuflokksins.
I fyrsta lagi um aö úttekt yrði gerð
á umfangi skattsvika og í hvaða at-
vinnustéttum og atvinnugreinum
skattsvik eigi sér helst stað. Starfs-
hópur hefur þegar verið skipaður
sem hefur þetta verkefni með
höndum.
I öðru lagi var samþykkt ítarleg
þingsályktunartiliaga frá Alþýðu-
flokknum um aðgerðir stjórnvalda
gegn skattsvikum. Meginefni þeirrar
tillögu var eftirf arandi:
1. Stofnuð verði sérdeild við
Sakadóm Reykjavíkur sem tæki til
meðferðar: Skattsvik, bókhaldsbrot,
gjaldeyrisbrot, faktúrufalsanir,
verðlagsbrot og fleira.
2. Fjölgun og sérhæfing skatt-
rannsóknarmanna.
3. Hert viðurlög við bókhalds-
brotum og beitingu sjálfvirkra sekt-
arákvæða í auknum mæli.
4. Breyting á bókhaldslögum er
tryggi gleggri og áreiðanlegri
fylgiskjöl.
5. Breyting á lögum um tekju-og
eignarskatt, er tryggði fjölþættari
upplýsingar um fyrirtæki og ein-
staklinga í atvinnurekstri, sér-
staklega að því er varðaði frádrátt
frá tekjum þar með talinn risnu-
kostnað, bifreiðafríðindi, launamat
o. fl. og endurskoða fyrirkomulag
söluskattskerfis, einkum með
fækkun undanþágu í huga.
6. Aukin hagræðing á tölvu-
væðingu og upplýsinga úr úrvinnslu
gagna.
7. Stóraukið verði allt fjármagn
til skattrannsókna og margfaldaöur
yrði fjöldi skattframtala fyrirtækja
og einstaklinga í atvinnurekstri sem
ítarlega athugun fengju hjá skatta-
eftirliti árlega.
Hér er á ferðinni mjög mikilvægt
mál þegar líkur eru að því leiddar að
skattaundandráttur nemi mörgum
milljörðum króna árlega. Miöað við
þær forsendur sem gefnar haf a verið
má áætla að til að mynda á árinu
1983 hafi skattaundandráttur numiö
5,3 milljörðum kr. og eru þá sölu-
skattssvikin ekki meðtalin. Hér er
um að ræða 33% af áætluðum heild-
artekjum rikissjóös á árinu 1984.
Þingmenn Alþýðuflokksins munu
fylgja því fast eftir að tillaga sú sem
samþykkt var á Alþingi og áður er
greint frá komist til framkvæmda
því í skattsvikum liggur eitt hrika-
legasta misréttið og ein helsta mein-
semdin í þjóðfélaginu.
Eignarskattsauki
á stóreignamenn
A Alþingi er nú til meðferöar
tillaga frá þingmönnum Al-
þýðuflokksins um að leggja
eignarskattsauka til tveggja ára á
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
ÞINGMAÐUR FYRIR
ALÞÝÐUFLOKKINN
stórfyrirtæki og stóreignamenn. Því
fé sem þannig fengist (um 1
milljarður á ári) leggur Al-
þýðuflokkurinn til að varið verði til
að gera stórátak í húsnæðismálum
unga fólksins.
Á meðan unga fólkið berst í
bökkum og vinnur myrkranna á milli
til að koma sér upp húsnæði er aug-
lýst að í skjóli verðbólgugróöa hafi
mikill gróði og eignir safnast á fárra
manna hendur, sem best sést á því að
2—3 tugir einstaklinga eiga eignir sem
metnar eru á 600 millj. kr. og sumir
þeirra skattlausir. Þannig var Ld. um
einstakling sem átti eign upp á 35 millj.
en greiddi engan tekjuskatt og nýttist
29.500 persónuafsláttur að fullu upp í
greiðslu eignarskatts.
Á sama tíma er það ekki óalgengt
dæmi hjá þeim sem nú eru aö eignast
þak yfir höfuöið að þurfa að standa
undir 20—25 þús. kr. greiðslubyrði á
mánuði vegna afborgana og vaxta af
húsnæðislánum. Þessi fjármagnstil-
færsla, sem hér hefur verið lýst, á því
fyliilegaréttásér.
Krafa Alþýðuflokksins er að
ráðist verði af hörku gegn sívaxandi
misrétti í eigna- og tekjuskiptingu í
þjóðfélaginu.
Jóhanna Sigurðardóttir.