Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985. Spurningiri Kaupir þú hijómplötur? Sigurbjörg Ámundadóttir bankastarf s- maður: Ég kaupi ekki mikið af plötum, ætli ég kaupi ekki svona 1—2 á ári. Það fer nú kannski að aukast núna því ég er búin að fá mér hljómflutningstæki. ína Gissurardóttir, starfskona Kvennalistans: Eg kaupi bara hljóm- plötur þegar ég er erlendis. Þær eru mikiu ódýrari þar heldur en hérna heima. Holberg Másson kerfisfræðingur: Já, ég er nýbyrjaður á því. Ég hef fram að þessu aöeins átt segulband. Einar Vilhjáimsson tollvörður: Ég geri litið að því að kaupa hljómplötur. Þó hef ég mikinn áhuga á tónlist. Þaö er svo margt annað sem þarf aö kaupa. Guðmunda Þorsteinsdóttir nemi: Nei, ég kaupi lítið af plötum því þær eru svo dýrar. Ég á samt nokkrar plötur, aðal- lega þungarokk. Lóa Helen Óladóttir nemi: Ég kaupi mér plötur þegar ég á peninga. Þá kaupi ég þær plötur sem vinsælastar eru á hverjum tíma og svo auðvitað plötur með Peter Gabriel. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Þörf fyrír merking- ar á áfengisflöskuP’ Kona að norðan skrifar: I DV fimmtudaginn 3. janúar er viðtal við Albert Guðmundsson um merkingar á vindlingapökkum. Þar segir hann að ef landlæknir getur sannaö það sem á pökkunum stendur muni ríkið hætta aö selja tóbak. Það vita allir að reykingar eru mjög skaðlegar en þó tel ég að reykingar séu hreinn barnaleikur miðað við áfengi og allt sem því fylgir. Hér á ég ekki við þá sem nota áfengi í hófi en því miður er sá hópur í miklum minnihluta. Það verður enginn vitlaus af því að reykja en það er hrikalegt hvemig vín fer með fólk og ekki bara þá sem vínsins neyta heldur bitnar þetta einnig á aöstand- endum. Ég tala af reynslu því ég er gift alkóhólista og þekki margar fjöl- skyldur sem eiga við áfengisvanda að stríða. Þetta er hreint og beint grátlegt að sjá hvernig þetta fer meö fólk. Að mínu mati er alveg eins mikil þörf fyrir merkingar á áfengis- flöskur eins og á vindlingapakka. Vínið er mun meiri skaövaldur. Það væri fróðlegt aö fá aö vita hve margir deyja árlega af völdum áfengis og hve margir lenda í slysum sem rekja má til áfengisneyslu. Það mætti vera meira um áfengismál í fjölmiðlum og hér á ég ekki við bein- an áróður heldur viðtöl við óvirka alkóhólista og aðstandendur drykkjumanna. Fólk sem ekki hefur lent í drykkju gerir sér nefnilega enga grein fyrir hvert vandamáliö er. Aö lenda í ofdrykkju getur komið fyrir alla,Iíkaþig. „Vín er mun meiri skaflvaldur en tóbak," segir kona m.a. í grein sinni. Hún hvetur til þess að áfengis- flöskur verði merktar líkt og sigarettupakkar. „ÞVi VAR BJARNI EKKIÍÞROTTA- MAÐUR ÁRSINS?” Herdis Sörensen skrifar: Ég vil mótmæla kjöri „íþróttamanns ársins”. Mér finnst siðferðilega rangt að láta Bjarna Friðriksson ekki njóta þess heiðurs. Vorum við annars ekki heppnir, Islendingar, að fyrir leyndan áhuga eins fréttamanns DV á júdói var hann staddur á staðnum þegar Bjarna tókst að krækja sér í OL-verðlaun fyrir Islands hönd eftir 28 ára hlé? (Það sást ekki einu sinni frá verðlaunaafhend- ingunni í sjónvarpinu). Mér þótti sem Islendingi afskaplega vænt um er ég heyrði í morgunfréttum útvarpsins um afrek Bjarna á þessum ólympíuleik- um. Meira að segja fylltist ég miklu þjóðarstolti og var hreykin af því aö vera íslensk. Ég var örugglega ekki ein um þaö. Þetta sama gerðist í sumar er ég fór á landsleikinn Island-Wales. Þá var ég „Duran Duran eru bestir” Duran Duran aðdáendur skrif a: Við viljum hér koma með þá tillögu að Duran Duran aðdáendur taki sig til og fari á hljómleika með hljómsveitinni. Ef ferðaskrifstofur byðu slíka ferð erum við vissar um að slegist yrði um miðan a .m.k. myndum við gera það. Ef marka má lista rásar 2 yfir árið voru þrjú lög með Duran Duran í sex efstu sætunum. Þetta finnst okkur góður árangur þó auðvitað gæti hann verið betri. Það hefur verið farið í ferð á hljómleika með Queen og David Bowie. Því ekki með Duran Duran? Þeir eru bestir hreint að rif na úr monti. Þar lék núver- andi íþróttamaður ársins með og skilst mér aö þetta sé eini leikurinn sem hann lék fyrir Islands hönd á árinu 1983 og stóö hann sig að mínu mati engu betur en hinir landar mínir. I Þýskalandi er hann ekki að skora fyrir Island heldur fyrir lið sitt þar og pen- inga. Það skiptir kannski ekki máli nema í þessu tilfelli, þar sem við eigum sannar hetjur til aö fá þessi verölaun, t.d. Bjama og Einar Vilhjálmsson. Ég beini mótmælum mínum til þeirra íþróttafréttamanna sem sáu sig knúna til að mæla með núverandi íþróttamanni ársins og vil að þeir láti koma fram hvaö hann hafði fram yfir Bjarna sem réttlætir þessa ákvörðun. Þiö, þessir íslensku íþróttafréttamenn, sem ákváðuð þetta: Skammist þiö ykkar ekki gagnvart Bjarna Friðriks- Hordísi finnst afl velja heffli átt Bjarna Friðriksson iþróttamann ársins. syni? Vandiðvalið næst. P.S. Ég vil taka fram að ég hef ekkert fylgst með júdó gegnum árin en er mjög mikill fótboltaaðdáandi. Tónlist ísjónvarpi Kristinnhringdi: Mig langar að beina þeirri fyrirspum til sjónvarpsins hvort sýna eigi sjónvarpsþátt með hljómsveitinni Frankie goes to Hollywood eins og sýndur var þáttur með Duran Duran á dögunum. Ég veit að slíkur þáttur var sýndur í Bretlandi ekki alls fyrir löngu. Einnig væri gaman að sjá Blue Jean myndina meðDavid Bowie. Að lokum vil ég mótmæla þeirri gagnrýni sem heyrst hefur aö undan- fömu um lélegt kvikmyndaval sjón- varpsins. Myndir þær sem sjónvarpið sýnir eru mjög góðar að mínu mati. DV hafði samband við Hinrik Bjarna- son hjá sjónvarpinu: ,,Það er enginn tónlistarþáttur á borö við Duran Duran þáttinn á dagskrá sjónvarpsins á næstunni. Hins vegar gætu lög með þessum flytjendum hugsanlega birst í Skonrokki. En það er erfitt að segja nákvæmlega fyrir um hvað verður í þeim þáttum því þetta er efni sem okkur berst frá degi til dags. Við grípum það sem okkur gefst af þessu tónlistarefni hvort sem þar er um að ræða einstök lög eða þætti á borð við Duran Duran hljómleikana. ’ ’ Ósanngjarn útgerðar- kostnaður sjómanna Sjómannskona hringdi: Ég ætla að taka undir orð sjómanns- konu sem lét í sér heyra á lesendasíðu DV fyrir skömmu. Hvaða sanngirni er í því að sjómenn greiði 10% af launun sínum í útgerðarkostnað? Þetta eru menn sem vinna mikið og eru þar að auki mikið fjarri heimilum sínum. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og mjög á reiki hvað sjómaður fær í mánaðarlaun. Ég hvet sjómannskonur til að taka höndum saman og mótmæla þessu óréttlæti. Það er tilgangslaust að sitja heima með hendur í skauti. Það vinnst ekkert með því. Duran Duran afldáendur hvetja til þess afl farinn verfii hópferfl á hljómleika mefl goflunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.