Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Page 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985.
13
Ásgeir Hvítaskáld skrifar um siglingar
HUGLAUSIR VEIÐIMENN
Vlö höldum áfram þar sem síðast
var frá horfið. En ég, Stjáni og Gubbi
höfðum náð landi í Akurey, höfðum
fellt seglin og vorum að ganga frá
bátnum í fjörunni. Ætlunin var að
veiða lunda í soðið.
„Sjáiði alla lundana,” sagði Stjáni
æstur og horfði á lundana sem sveim-
uðu fyrir ofan okkur.
„Við hefðum átt að útbúa háf, þá
hefðum við getað veitt helling,” sagði
ég með drápshreim i röddinni.
Við gengum á land og fundum húsa-
rústir; hlaðna veggi með gulum mosa.
Þar hafði æðarkolla verpt í kassa,
hreiðrið var yfirgefið og aðeins eggja-
skum eftir. Eyjan var þakin hávöxnu
grasi.
Loks klófestum vifl lunda en unginn
hans tisti aumlega.
Einhver stakk upp á því að bor/ða
nestið strax og var það samþyidft,
enda komið vel fram yfir hádegi. Við
komum okkur fyrir í rústunum, vorum
með heitt kaffi á brúsum, smurt brauð,
harðsoöin egg og átum það allt nema
gulrætur í poka sem ég haföi tekið
meö. Forvitnir lundar flugu lágt yfir á
fleygiferð svo vængjaþyturinn heyrð-
ist. Stjáni spratt upp og reyndi að
grípa einn, en þeir sveigðu til hliðar.
Svo settust þeir hver af öðrum á
sjávarkambinn og héldu að hættan
væri liðin hjá, teygðu úr hálsinum og
sýndust spekingslegir á svip. Með
svart bak og hvíta bringu líktust þeir
nunnum. Rauðleitur goggurinn var
eins og skreyttur af listmálara. Við
skriðum í háu grasinu í átt til þeirra
með spýtu í hendi. Jörðin var sundur-
grafin og dúaði undan fótum okkar.
Lundarnir sneru sér mót vindi og flugu
upp hver af öðrum er við nálguðumst.
Kamburinn var sundurgrafið
moldarflag, upp úr stóðu steinar ataðir
fugladriti, lundar flugu út úr holunum.
Næst reynum viö að slá til þeirra. Allt í
einu tókst Gubba að fipa einn. Fuglinn
missti hæð og skall á stein neðar í f jör-
unni. Við hlupum á eftir, öskrandi eins
og óðir víkingar. Með ofboði bægslaðist
fuglinn áfram. Er Gubbi var að koma í
höggfæri tókst fuglinum að komast í
sjóinn, hann barði vængjunum í haf-
flötinn og brunaði burt.
Utan af hafi komu lundar með síli í
goggnum og mátti sjá þá hringsóla
yfir, argir út af þessum óboðnu gestum
sem aöeins voru komnir til að
skemma. Þrír menn, sem þóttust
náttúrubörn, voru komnir til að trufla
heilagan heimilisfriðinn.
Nyrst á eyjunni fundum við klett
ataðan hvítu fugladriti og í láréttri
sprungu höföu lundar safnast, líkt og
þeir væru að þinga. Við pikkuöum í
rif una og reyndum að fæla þá út. Stjáni
elti einn niður í fjöru. Eg elti einn sem
fipaðist í flugtakinu og brotlenti. Hann
hljóp á milli steinanna i átt til sjávar.
Með reidda spýtu æddi ég yfir þara-
vaxna og sleipa steina. I hamagangin-
um rann ég og skall með mjöðmina á
grjót. Fuglinn fór sína leið en ég
staulaðist upp fjöruna blótandi og var
þungt um andardráttinn. Allir
lundamir höfðu sloppið.
Við settumst á stein og hvildum Iúin
bein. Skyndilega skaust lundi undan
steininum. Gubbi sló til hans og fuglinn
missti flugið. Okkur tókst að króa fugl-
inn af og Gubbi dró bann undan steini.
Fuglinn baröist um og beit í lopa-
vettlingana. Við settumst á sama
steininn og hann hafði flogið undan.
Gubbi rétti mér fuglinn.
„Jæja, þú kannt að snúa úr hálsliðn-
um.”
„Ha. Já,” sagði ég og reyndi að
klemma tvo fingur um höfuðið, en fugl-
inn hristi sig.
Loks tók ég höfuðið í lófann. Það var
volgt og mig kitlaði.
,Uss, hvaða tíst er þetta?” sagði
Stjáni.
Við heyrðum tíst koma undan
steininum sem við sátum á. Við kíktum
undir og sáum loðinn unga sem bar sig
aumlega. Stjáni teygði sig og náði í
ungann. Er unginn sá lundamömmu
sína tísti hann allt hvað af tók og lund-
inn braust um. Við litum hvor á annan.
Um stund var þögn. Eg slakaði á
aftökutakinu.
„Ætlarðu ekki að snúa hann úr háls-
liönum,” sagöi Gubbi.
„Heyrirðu ekki að unginn er að kalla
á mömmu sína,” sagði ég, tíst ungans
skar mig líkt og grátur ungabams.
, ,Eigum við ekki að hirða lundann ? ”
„Kannski er búið að skjóta lunda-
pabbann, ha,” sagði ég og var mjó-
róma.
„Ekki hef ég lyst á honum,” sagði
Stjáni.
„Ekki ég heldur,” sagði Gubbi.
Unginn tísti og vildi komast til
móður sinnar, virtist ekki skynja
hættuna sem hann var í. Eg strauk
mjúkt fiður lians og tautaði:
„Greyið iitla.”
Allt hugrekki og veiðimannaeðli var
á bak og burt. Við hættum við að fá
okkur í soðið og skiluðum bæði ungan-
um og lundanum undir steininn. Eftir holur og átum gulræturnar með bestu Veðrið var að versna og við mundum
þetta forðuðumst við að kremja lunda- lyst. En nú var bara heimferðin eftir. lendaíkröppumsjó. Framhald síðar.
Nú er rétti tíminn
til að huga að endurnýjun og kaupum á
matarflutningavögnum. Flutningatækin frá
m mega
FRAMLEITT AF
H^etalcrvouga - portúgal
Leiðandi merki á sviði flutningatækja.
Aðalmarkmiö Metalovuga
er að gera hvern
einstakan viðskiptavin
ánaegðan.
lL ?
•iil\ i Í‘l \\ í \-\l:!k
:—í : 7
i: i - - (
,íi n i -' !* LJEZ! jkRTin
ði
1
j i L MAX 2500
KINKAUMBOÐ
Á ÍSLANDI
Tækja-Tækni
Smiðjuvegi 44d — Kóp.
Sími 75400 og 78660
30-60%
AFSLÁTTUR
Hin árlega teppabútasala
er hafin.
Renndu við og gerðu
góð teppakaup.
BVGGIMGAUnBURI
Teppadeild Hringbraut 120, sími 28603
rEPPABUTARTEPPABUTP
mídas