Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Page 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Vel tenntur og „broshýr" hestur. DV-myndir KAE.
Hesta-
mennska
Hvað er það sem fær menn til að brjótast tU hesta sinna i hvaða veðri sem
er tU þess að moka skit og klóra þeim ó bakinu? Þessu er ekki auðvelt að
svara fyrir þá sem ekkl eru forfallnir hestamenn. Það virðist vera með
hestamennsku elns og svo margt sem er skemmtUegt, menn geta ekkl ón
hcnnar verið fyrst þegar þeir eru komnir upp ó bragðið.
Fyrir óreynda og fóvisa kemur fyrst upp í hugann hvort hestamennskan
sé ekki bindandl og endi jafnvel sem hreinasta kvalræði. Það mó vel vera
að svo geti orðið. Einn hestamaður svarar þvi þannig: Þá myndi ég að
sjálfsögðu losa mig við hestana. Svo einfalt er það.
Hestar eru vinsælir vlnir borgarbóa og margra annarra. Um þessar
mundir sjást menn gjarnan skjótast frá borgariðunni í ótt að hesthúsum
sem eru viða í jaðri höfuðborgarsvæðlslns.
Dægradvöl bró sér upp í Víðidal þar sem hesthús eru mörg. Það var
orðlð skuggsýnt. Margir voru þarna ó ferU. Þegar við fórum voru enn
fleiri komnir. Tllefnið var að vitja hestanna. Ekki bara þennan dag heldur
aila daga fram i maí þegar hestarnir fara i sumarbeit. Vlð helmsóttum
nokkra, sem skjótast hvert kvöid upp í Víðidal, tU að kynnast svoköUuðum
hestamönnum. APH
Reiðtúr
allra
„Þetta er sko ekkert kvalræði að
vera með hesta. Ef svo væri þá myndi
ég hætta þessu. Þetta er hiklaust eitt
það besta sem tU er og aUra meina bót.
Ef maöur er í þungu skapi er bara að
skreppa í reiðtúr,” segir Finn Jensen
hestamaður. Hann á þrjá hesta og
byrjaði í hestamennskunni 1977. Hann
hefur reyndar lengi haft áhuga á
hestum. Sá áhugi kviknaði þegar hann
var í sveit sem strákur.
Nú um þessar mundir fer hann dag-
lega upp í hesthús. Hann gerir það
sama og alUr hinir sem koma þangað
dagiega. Hann mokar út, kembir yfir-
leitt á hverjum degi. Hestarnir fara út
daglega. Stöku sinnum fer hann út á
skeiðvöU og ríður nokkra hringi. Finn
vinnur á bifreiðaverkstæði ölgerðar-
innar. Hann segir að það gangi vel hjá
sér að samræma þetta vinnunni. En
hvað um fjölskylduna?” Konan mín
hefur áhuga. Eg á tvo ungUnga sem
hafa Utinn áhuga á hestum.”
Finn fær hey frá Kjalarnesi og
vinnur við það sjálfur að heyja. Þar
eru hestamir löca í sumar- og haust-
beit.
Hestamannafjölskyldan alsœl moð tvo af hestunum sinum.
Einn pakki á dag
— einn hestur
„Við erum alveg á fullu í þessu.
Þetta er ofsalega gaman. Og hesta-
mennskan samræmist mjög vel fjöl-
skyldulífinu.” Um þetta eru hjónin
Margrét Bára Sigmundsdóttir og Ingvi
Agnarsson ásamt bömum sinum
tveim, Erlu Björk, 8 ára, og Olafi
Hólm, 11 ára, sammála.
öll fjölskyldan er bergnumin af
hestamennskunni. Þau em reyndar
nýbyrjuð og er þetta fyrsta árið sem
þau em með hesta í húsi. Þau eiga
fjóra hesta eða einn hest á mann. Þau
féllu fyrir hestunum þegar þau byrj-
uðu að leigja sér hesta á sumrin. Það
var hjá hestaleigunni á Vatnsenda.
Þau segja að þaö sé ekki dýrt að leigja
sér hest. Þaö sé svipað og fara i bíó eitt
kvöld.
En er ekki erfitt að koma sér upp
hestastofni og aðstööu f yrir hestana ?
„Jú, þetta er reyndar nokkuð dýrt í
upphafi en svo verður þetta ekki svo
mikiö. Það er sagt aö það sé svipað
dýrt að reykja einn pakka á dag og
reka einn hest yfir árið,” segir Ingvi.
Það kemur reyndar fram að Ingvi
reykir.
„Eg stefni að því að hætta að reykja.
Það er reyndar mun minni löngun í
reykinn vegna útiverunnar með
hestunum,” segir Ingvi. Margrét,
eiginkona hans, virðist eitthvaö vera
vantrúuð á þessa stefnuyfirlýsingu
eiginmanns sins. En þaö er betra aö
hafa stefnu en að vera stefnulaus.
„Mér finnst ofsa gaman að fara á
hestbak og ég hef aldrei dottiö af
baki,” segir Erla Björk. Þaö kemur
reyndar i ljós aö enginn hefur dottið af
baki í fjölskyldunni nema heimilis-
faðirinn. Hann hefur fallið tvisvar en
ekkiorðiðmeintaf.
Hestarnir komu inn í hús 1. desem-
ber. Síðan þá hafa þau farið í nokkra
reiðtúra. Það er um margar leiðir að
velja þarna í nágrenninu.
„Eg held að maður verði að vera í
einhverju svona til að njóta útiver-
unnar,”segirlngvi. APH
m--------------►
Ólafur Hólm, 11 'óra, hefur
brennandi óhuga ó hesta-
mennskunni.