Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Síða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985.
15
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Okkar besti ambassador
„Hér á landi eru líklega um 15
þúsund manns sem stunda hesta-
mennsku. Síöustu þrjú til fjögur ár
hefur fjöldi þeirra aukist um þrjú
þúsund,” sagði Sigurður Ragnarsson,
framkvæmdastjóri Landssambands
hestamanna, í viðtali við DV.
I könnun sem gerð var í grunnskól-
um á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að
fimmti hver unglingur stundaði hesta-
mennsku reglulega.
Það er ljóst aö hestamennska á
Islandi á vaxandi vinsældum að fagna.
Nú um þessar mundir er talið að í
landinu séu um 52 þúsund hross.
Reyndar eru hestamenn sammála um
að nauösynlegt sé aö grisja þennan
fjölda. Of mikið af hrossum ógnar
beitarþolilandsins.
En framtíðin blasir við hestamönn-
um. Nú eru miklar vonir bundnar við
væntanlega reiðhöll sem að öllum
líkindum verður reist í Reykjavík. Þar
er gert ráð fyrir að aðstaða verði fyrir
sýningar á íslenskum gæðahestum.
Einnig aö þar verði aðstaða fyrir reið-
kennslu.
A síðasta ári fengu hestamenn inn-
göngu í ISI, sem hefur verið kappsmál
hestaíþróttamanna. Við þaö opnast
ýmsir möguleikar þeirra sem stunda
' ■
:S
Ptílf
Hvað er hægt að hugsa sér betra en reiðtúr um hina stórbrotnu nóttúru islands?
vilja hestamennsku sem íþrótt.
Hestaútflutningur hefur verið í lægð
undanfarið. Islenski hesturinn á
miklum vinsældum að fagna erlendis
og margir vilja kaupa hesta hér á
landi. I mars veröur stór hestasýning í
Þýskalandi þar sem m.a. íslenskir „Islenski
hestar verða sýndir. Þá verður önnur ambassador
sýning I Svíþjóð á íslenskum hestum. Ragnarsson.
hesturinn
erlendis,”
DV-mynd EJ.
er okkar besti
segir Sigurður
APH
Það besta
fyrirblý-
antsnagara
„Eg er búinn að eiga hesta í átján ár.
Ég er algjörlega forfallinn og það er
ekkert sem getur læknað mig. Þetta
fer versnandi með árunum. En þessi
„sjúkdómur” er ekki kvöð heldur bara
skemmtun,” segir Halldór Halldórs-
son, skrifstofumaður hjá Sambandinu
og greinilega forfallinn hestamaður.
„Þetta er alveg hiklaust það besta
sem blýantsnagarar eins og ég geta
gert. Það er mikil lífsfylling að geta
verið með hestunum.
Þegar klukkan fer að nálgast fimm á
daginn er hugurinn farinn að reika til
hestanna.”
Halldór segir aö i raun fari ekki mik-
ill tími í hestana. Þeir eru f jórir sem
eru með hesthúsið. Tvo hesta hver.
Þeir skiptast á að koma upp eftir og
hefur hver eina viku í hvert skipti.
Þannig aö þetta er eins og best verður
ákosið.
„Það er mikil útivera samfara
hestamennskunni. Og það er meðal
annars útiveran sem gefur þessu
gildi.” APH
Þafl besta fyrir blýantsnagara.
„Þafl gengur mikifl nifiur af þeim.
Þetta eru stórir skrokkar."
Þórflur Bogason ásamt gœflingum sínum.
KOMST A BRAGÐ
» FYRIR10 ÁRUM
„Þetta er stórhættuleg baktería,”
segir Þórður Bogason hestamaður,
slökkviliðsmaður, nemi og meðlimur í
hljómsveit og fjölskyldumaður. Fyrst
hann er í svona mörgu er kannski ekki
ráðlegt að spyrja hann hvort hesta-
mennskan sé tímafrek. Hann segir
reyndar að hún sé „ferlega bindandi”.
„Eg komst á bragðiö fyrir 10
árum. Það var á Hrafnhóli í Skaga-
firði. Þar keypti ég minn fyrsta hest. ”
Og nú eftir 10 ár á Þórður þrjá hesta.
Og hann langar í enn fleiri hesta.
„Mann langar alltaf í nýtt blóð. Eg
hef áhuga á aö fá mér hryssu og láta
j góðan stóöhest f yl ja hana. ”
Þórður heyjar sjálfur fyrir hestana.
Hann hefur aðgang að jörð úti á Nesi.
Það sem hann heyjar þar nægir til
vetrarins.
Fyrir þá sem ekki þekkja til hesta-
mennsku þá er vert að skýra út hvern-
ig árinu er háttað hjá þeim sem halda
hesta. Á vorin er hestunum hleypt út í
sumarbeit. Það gerist oft í maí. Þegar
tekur að hausta eru þeir settir í haust-
beit. Stundum er það annar staöur en
þeir hafa verið á sumarbeit. Þegar
hestarnir fara í haustbeitina eru
skeifumar teknar af þeim. Þennan
tíma fá þeir aö vera í friði fyrir eigend-
um sínum. Þegar tekur að vetra eru
hestarnir teknir inn í hús. Margir tóku
hesta sína inn fyrir jól í fyrra. Fljót-
lega eftir að þeir eru komnir inn í hús
verður að járna þá. Upp úr því geta
menn farið aö ríða út. En fyrst er
hestunum leyft að jafna sig og byrjað
er með því að fara í stutta túra. Það er
yfir vetrartimann sem hestamennskan
er hvað mest bindandi og eigendur
hestanna verða að huga að þeim dag-
lega. Þá er þeim gefið, hreinsaö hjá
þeim, þeir kembdir og viöraðir.
Stundum er farið í smáreiðtúra.
Það eru sem sagt um fimm mánuðir
sem hestamir eru í húsi. Þennan tíma
verður að vitja þeirra daglega.
Algengt er að eigendurnir reyni að
skiptast á að gefa. „Eg er hérna svona
um einn og hálfan tíma á dag,” segir
Þórður.” Hestamir eru nýkomnir inn
Eg ætla að fara að járna þá bráðum og
leyfa þeim að jafna sig.” Þórður segir
að hestamennskan sé ekki svo ægilega
dýrt fyrirtæki. Það sé reyndar
byrjunarkostnaður. En svo er þetta
viðráðanlegt.
En hvemig samræmist þetta fjöl-
skyldulífinu?
„Konan mín er að smitast. Eg er
sem sagt að ná mínu fram. Og svo er
ég að venja fimm ára son minn við
hestaíþróttina. Hann hefur mikinn
áhuga.”
APH