Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Side 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985.
25
e
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Þessi mynd átti að birtast
með augiýsingunni sem
aldrei varð til.
Erfið
Sem menn muna tók Þjóð-
viljinn góða syrpu á sviss-
nesku konfekti i kjölfar um-
mæla Geirs Gunnarssonar al-
þingismanns á þingi. Sá
hamagangur átti eftir að
koma Þjóðviljamönnum
skemmtilega í koll.
Fáeinum dögum eftir kon-
fektsyrpuna hringdi stúlka af
auglýsingadeUd blaðsins tU
eiganda verslunarinnar
Sviss, Ingibergs Þorkelsson-
ar. Erindið var að fá hann tU
að auglýsa konfekt í blaðinu.
Ingibergur taldi það aUt i
góðu. Stúlkan yrði bara að
hafa svolítið fyrir auglýsing-
unni. Fyrst yrði hún að
hringja í Geir Gunnarsson og
fá hann með i leikinn. Síðan
að fara upp á DV og fá mynd
af þingmannlnum smakkandi
konfekt. Myndin átti að fara i
auglýsinguna ásamt textan-
um: „Geir Gunnarsson segir
að konfektið frá Sviss sé ekk-
ert venjuiegt. — VUt þú ekki
prófa?
Inn á þetta gekkst stúlkan á
auglýsingadeildtnnl.
Kjarkurinn
brast
En konfektraunirnar voru
ekki þar með úr sögunni. Fá-
einum minútum seinna
hrlngdi stúlkan á auglýsinga-
deUdinni aftur í Ingiberg.
Spurði hún hvort hann gæti
ekki bara hringt í Geir Gunn-
arsson og fengið leyfi tU að
setja hann i augiýsinguna.
Ingibergur kvaðst því mið-
ur ekki hafa tíma tU þess,
hann væri upptekinn við ann-
að. Stúlkan sagði þá annrikið
á auglýsingadeUd ÞjóðvUj-
ans vera slikt að hún hefði
heldur éngan tima tU að
hringja i Geir.
Versiunareigandinn sagði
að þá yrði líklega að hætta við
auglýsinguna úr þvi sem
komið væri. Það samþykktl
stúikan aUs hugar fegin og
lagðiá.
Sigurjón Rist.
íshús var
það, heillin
Jöklarannsóknafélag ís-
iands er blómstrandi félags-
skapur þótt nafnið sé kannski
heldur kaldranalegt.
Félagið efndi tii árshátíðar
á dögunum. Var hún vel sótt
og mcnn hressir. i ræðu sinni
minntist formaðurinn, Sigur-
jón Rist, meðal annars á hús-
næðísvandamál félagsins.
Því væri nauðsynlegt að eiga
afdrep í höfuðborglnni, sagði
hann. Ef engln yrði jöklastof-
an í nýju bókhlöðunni yrði að
kveðja saman aUa sem við is-
rannsóknir fengjust og bvetja
tU átaka við að koma upp
skjala- og heimUdasafni, svo
og vinnustofum. Undirstrik-
aði Sigurjón nauðsyn þess að
koma upp „ishúsi” tU ofan-
greindra nota.
Veislustjóri, Magnús HaU-
grímsson, taldi hugmyndina
þegar i höfn. Það útskýrði
hann þannig: „Nú, sjáið þið
tU. tshús stendur næstum
fuUsmíðað. Þar á ég við svo-
nefnt Scðlabankahús. Það
stendur að minnsta kosti á ís-
húsgrunni.”
Ráðuneyti
segir stopp
Lögreglan á Akrancsi er
sögð ófúsari tU smásnúninga
nú en áður. Mælist þetta illa
fyrir ef marka má frásögn
gamals manns i Skagablað-
inu nýlega.
Maðurinn hafði lagt bifreið
sinni í miðbænum en gleymt
að slökkva ljósin á henni.
Þegar hann kom tU baka var
billinn orðlnn vita rafmagns-
laus.
Þennan dag var hifandi rok
og rigning. Maðurinn ákvað
þvi að ieita á náðir lögregl-
unnar. Hafði hann samband
við hana og spurði hvort
möguleiki væri á að hún vOdi
draga vandræðabUinn heim,
aðeins stuttan spöl. Við þess-
ari málaleitan fékk gamU
maðurinn þvert nei.
Ekki mun þó um að ræða
mannvonsku hjá vörðum lag-
anna. Þeim hefur sumsé bor-
ist fyrirskipun frá ráðuneyt-
inu fyrir sunnan. t henni er
þeim bannað að ganga slíkra
erinda fyrir almúgann. Skýr-
big er gefin sú að lögreglubil-
arnir séu sjálfskiptir og þeim
því ekki hoilt að hafa aðra í
eftirdragi. Vafalaust gUdir
vitleysan um allt land.
l.’msjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Mjólkurdreifing á fyrstu dögum Mjólkursamsölunnar.
. . . en nú er öldin önnur.
HÚN Á AF-
MÆU í DAG
— f immtug Mjólkursamsala
Mjólkursamsalan í Reykjavík á
hálfrar aldar afmæli í dag. Hún var
stofnuð 15. janúar 1935 á grundvelU
afurðasölulaganna en setning
þeirra var viðleitni bænda og verka-
manna til að bæta kjör sín á erfiðum
krepputímum. Nú er Mjólkur-
samsalan umfangsmikið og öflugt
fyrirtæki sem hefur 254 starfsmenn í
þjónustu sinni og framleiðir fjöl-
breytt úrval af mjólkurvörum fyrir
svæði sem á eru um 150 þúsund
íbúar.
Skipu/agsleysi
og ringuireið
Mjólkursamsalan var stofnuð
vegna þess að algjört skipulagsleysi
og ringulreið ríkti í mjólkursölu-
málum á höfuðborgarsvæðinu. Um
og upp úr 1930 varð þróun mjólkur-
iðnaöar ör hér á landi og mjólkur-
framleiðslan jókst hrööum skrefum.
1936 voru komin á fót sjö mjólkurbú
sem öll reyndu að selja mjólk og
mjólkurvörur í Reykjavík og
Hafnarfiröi.
Afleiðingin varð sú aö samkeppnin
varð geysihörð og bændur fengu
sífellt lægra verð fyrir mjólkina þar
sem undirboð voru tíð og dreifingar-
kostnaður óeðlilega hár.
Flest þessara mjólkurbúa
mynduðu með sér bandalag,
Mjólkurbandalag Suðurlands, en
fékk Utlu áorkaö þar sem hagsmunir
rákust mjög á. Það var svo árið 1934
að afurðalögin voru sett og á grund-
velli þeirra var Mjólkursamsalan
stofnuð.
Átti eð duga til aldamóta
Mjólkursamsölunni óx fljótt fiskur
um hrygg. Fyrst var hún til húsa að
Lindargötu 14 og síðar Snorrabraut
54. Arið 1942 var svo farið að byggja
að Laugavegi 162. Var húsið vígt 7
árum síðar og þótti meiriháttar
viðburður í bænum á þeim tíma.
Þótti húsið svo stórt í sniðum, enda
mjólkurneyslan þá orðin 12 miUjónir
Utra á Reykjavíkursvæðinu, að sagt
var aö húsnæði þetta hlyti að duga til
aldamóta. Nú er mjólkumeyslan um
30 mUljónir Utra á ári.
Mjólkin og
stjórnmálamennirnir
Mjólk hefur verið afgreidd með
ýmsum hætti í þessi fimmtíu ár.
Fyrst var hún seld í lausu máli, flutt í
verslanir í stórum brúsum sem síðan
var ausið úr í þau Uát er kaupendur
komu með. Síðar var mjólkin seld í
glerflöskum þar tU pappaumbúöir
komu tU skjalanna, fyrst hyrnur og
síðan femur. Um langt skeið rak
Mjólkursamsalan mjólkurbúðir, hátt
í 80 talsins, en árið 1976 var tekin sú
ákvöröun að loka þeim.
Tveir stjórnmálamenn eru sagðir
hafa átt drýgstan þátt í að leggja
lagalegan gmndvöU Mjólkur-
samsölunnar. Það var Hermann
Jónasson, sem hafði forgöngu um
setningu afurðasölulaganna, og
ViUi jálmur Þór, sem kom á lýðræðis-
legu samvinnuskipulagi hjá MjóUcur-
samsölunni 1943.
Fimm menn hafa verið forstjórar
MjóUcursamsölunnar frá upphafi.
Fyrstur var Arnþór Þorsteinsson en
núverandi forstjóri er Guðlaugur
Björgvinsson.
Hundrað
vörutegundir
Miklar breytingar hafa orðið á
mjólkurmálum síðan Mjólkur-
samsalan var stofnuö fy rir hálf ri öld.
Samsölusviðið hefur stækkaö tU
muna og margar nýjar vörutegundir
bæstíhópinn.
Að vísu hefur neysla á hinum
hefðbundnu mjólkurvörum dregist
saman síöustu ár en neyslan í heild
sinni hefur þó haldist hin sama með
tilkomu nýrra vörutegunda. 1949
voru vörutegundirnar aðeins ellefu,
nú eru þær orðnar um hundrað tals-
ins.
Og í tilefni afmælisins eru ýmsar
breytingar á döfinni.
„Við höldum áfram byggingu nýja
hússins okkar á Bitruhálsi,” sagði
Guðlaugur Björgvinsson forstjóri
aðspurður um það mál. „Um mitt
næsta ár ráðgerum við aö flytja
þangað. Þá munum við gera andUts-
lyftingu á mjólkurumbúðunum og
koma með nýjar vörur á markaöinn
á sviði brauð- og isgerðar. Allt fyrir
neytandann,” sagðiGuðlaugur.
-KÞ
í tilefni afmælisins vom tveir starfsmenn Mjólkursamsöiunnar heMraðir,
til vinstri Helgi Jónasson verkstæflisformaður og til hægri Aðalsteinn
Vigmundsson bilstjóri. Þessir heiöursmenn hafa unnifl i Mjólkursam-
sölunni fró upphafi.
Rannsóknarstyrkir EMBO
í sameindalíff ræði
Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology
Organization, EMBO) styrka vísindamenn, sem starfa í Evrópu og
Ísrael, til skemmri eða lengri dvalar við erlendar rannsóknarstofnanir á
sviöi sameindaliffræði. Nánari upplýsingar fást um styrkina í mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og þar eru einnig fyrir
hendi skrár um fyrirhuguð námskeiö og málstofur á ýmsum sviðum
sameindalíffræði sem EMBO efnir til á árinu 1985. — Umsóknareyðu-
blöð fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular
Biology Organization, Postfach 1022.40. D-6900 Heidelberg 1, Sam-
bandslýöveldinu Þýskalandi. Umsóknarfrestur um styrki til 3ja mánaða
eða lengur er til 20. febrúar og til 15. ágúst en um styrki til skemmri tíma
má senda umsókn hvenær sem er.
MenntamálaráðuneytiA
9. janúar 1985.
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í
eftirfarandi:
RARIK 85001 Stálsmíði 66 og 132 k V háspennulín-
ur. Opnunardagur 5. febrúar 1985 kl. 14.00.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá
og með þriðjudeginum 15. janúar 1985 og kostar
hvert eintak kr. 300,00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir
opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að-
viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Reykjavík, 14. janúar 1985
Rafmagnsveitur ríkisins
Auglýsing
um styrki og lán til þýðinga
á erlendum bókmenntum
Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerö nr. 638/1982 um
þýöingarsjóð, er hlutverk sjóösins aö lána útgefendum eða styrkja þá til
útgáfu vandaöra erlendra bókmennta á ístensku máli. Greiðslur skulu
útgefendur nota til þýðingarlauna.
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:
1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum.
4. Eðlileg dreifing sé tryggð.
5. Otgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs I fjárlögum 1985 nemur 1150 þúsund
krónum.
Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, og skulu umsóknir hafa
borist ráðuneytinu fyrir 10. febrúar.
Reykjavík, 7. janúar 1985.
Stjórn þýflingarsjófls