Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Síða 29
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. JANUAR1985.
29
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Julian Lennon í nýju gervi
Það er býsna algengt þegar stórar fjölskyldur eru samankomnar að þar megi raða upp fimm ættliðum,
oftast í kvenlegg. Hér birtist dæmi um slikt. Á myndinni eru Egiil Daði, 4 mánaða, Anna Maria Clausen, 23
ára, Marsibil Tómasdóttir, 42 ára, Guðmunda Gunnarsdóttir, 61 árs, og Guðmunda Jónsdóttir, 79 ára.
Úr brúðkaup-
inu í steininn
Charlie Watts vakti athygli
með furðulegri framkomu í brúð-
kaupi Ron Wood, félaga síns úr
Rolhng Stones. Eftir á sagðist
hann hafa verið að skemmta
veislugestum en ekki að mótmæla
neinu eins og sumir höfðu haldið.
Dolly Parton borðar nú aðeins eina
sæmilega stóra melónu á dag.
Dollyímegrun
Dolly Parton er komin í megrun
eftir heiftarlegt át um jólin. Matseðill-
inn hjá Dolly samanstendur nú
einungis af einni melónu á dag. Dolly
velur þær jafnan af stærri gerðinni.
„Mér er þegar farið að líða mun
betur," segir Dolly. „Fyrst eftir jólin
.hélt ég að ég mundi aldrei ná spikinu af
mér. Nú er þetta allt á réttri leið. ’ ’
Ef ma.ka má fjölda dansskóla ætu aansust ao stanaa meo iiiiimumi uiuum
hér á landi. Við skulum lika vona að svo sé. Einn yngsti og nýstárlegasti
dansskólinn, sem raunar er „leiksmiðja" að auki, heitir Kramhúsið. Dag-
skráin þar á bæ er fjölbreytt. M.a. er boðið upp á Afrikudansa, spunadans
fimleika og kennslu i leikrænni tjáningu. Af myndinni að dæma er glatt á
hjalla í Kramhúsinu.
Þetta er Julian Lennon í gervi sem hann notaði i frönskum skemmtiþætti. í
þættinum kom fram mikið val ungpoppara, þar á meðal Boy George.
Charlie Watts átti i erfiðleikum með
að ganga uppréttur úr brúðkaupi
Ron Wood.
í siðustu viku héldu 8 slökkviliðsmenn upp á 25 ára starfsafmæli hjá stofnuninni. Á myndinni, sem tekin
var af þessu tilefni, eru i aftari röð f.v. Vilhjálmur Hjörleifsson, Haukur Hjartarson, Ágúst Guðmundsson
og Einar Gústafsson. i fremri röð eru Tryggvi Ölafsson, Matthias Eyjólfsson, Kristján Þorvarðarson og
Egill Jónsson.
DV-mynd S.