Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1985, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frótt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Fóru um landið
að selja hass
— handteknirá
Sauðárkróki með
400 grömm
Fjórir ungir Reykvíkingar voru
handteknir meö 400 grömm af hassi á
Sauðárkróki um helgina. Höföu þeir
feröast víða um landið aö undanfömu,
m.a. komið viö á Akranesi, Dalvík og
Olafsfirði og boöiö hass til sölu.
Við yfirheyrslu kom í ljós að þrír til
viöbótar, tveir karlmenn og ein kona,
voru viðriönir málið. Þau voru öll
handtekin í Reykjavík. Viöurkenndu
þau aö hafa smyglaö einu kilói af hassi
til landsins fyrir nokkrum dögum, frá
Hollandi.
Aö sögn lögreglu hafa 700 grömm af
hassinu veriö gerð upptæk. Afganginn
er líklega búiö aö selja. Máliö er upp-
lýst og ekki farið fram á gæsluvarð-
hald. -EH
Tillaga Þorsteins
Pálssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins:
Landsfundurum
miðjan apríl
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
verður liklega haldinn um miöjan apríl
í Laugardalshöliinni. Þorsteinn Páls-
son, formaður flokksins, boöaði þessa
hugmynd á þingflokksfundi í gær. Miö-
stjórn mun fjalla um málið á fimmtu-
daginn.
„Þetta er fyrst og fremst spuming
um húsnæði, auk þess sem landsf undur
hefur lengst af verið haldinn á vorin og
okkur þykir þaö henta betur,” segir
Friðrik Sophusson, varaformaður
Sjálfstæöisflokksins. Síöasti lands-
fundur varhaustiö 1983.
Landsfundur sjálfstæðisinanna er
þúsund manna samkoma. Síðustu
fundir hafa verið í Sigtúni sem nú er að
stórum hluta verið aö breyta í verslun.
Þá er ekkert hús nema Laugardals-
höllin sem rúmar fundinn. Þar verður
að sæta lagi milli æfinga og keppni
íþróttafólks.
Ymsir tengja bollaleggingar um
landsfund Sjálfstæðisflokksins í vor
stööu ríkisstjórnarinnar og hugsan-
legum þingkosningum í vor. Friðrik
Sophusson neitað því að slíkt væri í
huga þeirra formannanna. „Eg hef
þegar skýrt aðalástæðumar,” sagði
hann. HERB
Bílstjórarnir
aðstoða
s m m
SZllDIBíLBSTÖÐin
Rækjusjómenn á Bfldudal með sendinef nd suður:
Deilt um hundrað
þúsund á sjómann
,,Ef mennirnir fá sínu framgengt
þýðir þaö tekjutap upp á hundraö
þúsund krónur á mann á ársgrund-
velli og maður tekur því ekki þegj-
andi og hljóðalaust,” sagöi
Guðmundur Þ. Ásgeirsson, rækju-
skipstjóri á Bíldudal, í samtali viö
DV í morgun.
Átta rækjubátar á Bíldudal hafa
ekki róið síðan á föstudag vegna
deilu sjómanna og Rækjuvers hf. um
uppgjör. Snýst deilan um aðferðir
þess síöamefnda við uppgjör á
hörpudiski frá því í haust. Hafa út-
gerðarmenn og áhafnir ákveðið að
hætta veiðum þar til leiðrétting fæst.
Er framkvæmdastjóri Rækjuvers í
Reykjavík til skrafs og ráðagerða
við forráöamennsjávarútvegsins.”
„Það eru tveir menn frá okkur á
leiöinni suður,” sagði Guðmundur.
„Það er ótækt aö maður frá Rækju-
veri sé einn fyrir sunnan, hrærandi í
stofnunum og segjandi aðeins sína
hliöámálinu.”
— Er ekkert samkomulag á döf-
Innl?
„Það er ekki um neitt samkomulag
að ræða af okkar hálfu. Við höfum
hér strangan matsmann sem við höf-
um reyndar oft blótað í sand og ösku
en það er eina löglega leiðin til að
fara eftir við mat á fiski. Við höfum
alltaf farið eftir honum. Það er hins
vegar ekki hægt að láta einhverja
skrifstofublók breyta mati mats-
mannsins eftir að búið er að veiða
fiskinn.”
. — Áttu von á að þið verðið lengi í
landi enn?
„Þaö er ómögulegt aö segja á
þessu stigi málsins.”
— Verður tekjutap ykkar ekki mik-
ið ef þið stoppið lengi?
„Tekjutapið verður meira ef svona
verður á málum haldið, eins og
Rækjuversmenn vilja. A ársgrund-
velli munum við tapa hálfri annarri
milljón í það heila. Það vill segja að
af hverju heimili sjómannanna verð-
ur tekjumissirinn hundrað þúsund
krónur og það látum við ekki við-
gangast,” sagði Guðmundur Þ.
Ásgeirsson. -KÞ
Brotist inn í
barnaheimili
Innbrotsþjófar heimsóttu bama-
heimilið Sólborg við Landspítalann í
nótt. Rúða var brotin og hurð. Komust
þjófamir með þeim hætti inn í barna-
heimilið.
Stolið var miðum á skemmtun
starfsfólks. Þá var tekinn tappi úr
sérríflösku sem þarna var tilfallandi
en ekki snert á veigunum. Töluverðar
skemmdir voru unnar innandy ra.
Að sögn hófst starfsemi með
eðlilegum hætti á barnaheimilinu í
morgun þrátt fyrir skemmdarverk og
vettvangsrannsókn lögreglu.
-EH.
Stríplastíjanúar
He'rtt vatn hefur runnið um
Lækinn við Nauthóisvík oft í
vetur, mörgum tii yndisauka,
þar á meðal þessum strák,
sem stríplaðist þarna í gær.
Hitastig vatnsins var um 40
gráður en loftsins um 6
gráður. Ekki amalegt um
miðjan janúar.
DV-mynd KAE.
Matarf jöllin stækka stöðugt:
Verðlaun f rá ríkinu
fyrír að drepa kálfa
Það er nægur matur til i landinu.
Þjóðin væri í hálft ár að borða sinjör-
fjailið og það sáiha iná segja um
ostafjallið og nautakjötsfjallið. Aftur
á hióíi tæki þáð þjóðiriá röriit ár áð
innbyrða þær kindakjötsbirgðir serii
til erui landinu.
ytfl HiáfladafflótiB HðVéfflBéf-dfes-
ember var sriijörfjallið örðið 409
lestir að þyngd. Til samanburðar má
geta þess að ársneyslari 1983 vár 918
lestir.
Á sama tirtia Háffl tíktafjaUið §8Í!
léstúrii en ársrieyslan er rörnlega
Í700 lestir.
Nóg er af nautakjöti. Birgðirnar
nema rúmlega 1000 lestum en árs-
flfeýSÍa fer lifti 2ÖÖÖ íéstir.
i; dfeSfefflbér VÖrú tii 11.552 lfestir af
kindakjöti hér á landi en þjóðin torg-
ar ekki riehiá fúihúrii 10.000 ifestúih á
áfí:
Yfirvöld hafa ráðist að nautakjöts-
fjallinu tíg Hyggjast minnka þáðmeð
þvi að gffeiöa bændum looo króflur
fyrir hvern kálf sem þeir slátra. Má
faliþiingi háhs þö ékíd vera yfir 30
kflóúfli tíg þeningarnir eru endúr-
greiðsla á kjarnfóðurgjaldi.
-EIR.