Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR1985. 1 - 1 Sís ■ 1 Frjalst.oháödagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMULA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Algreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda og plötugerö: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 310 kr. Verð i lausasolu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Tölurnar eru á borðinu Aðferðafræði DV í skoðanakönnunum hefur sigrað í fjölmiðlaheiminum. NT telur til dæmis könnunum sínum til gildis, að þar sé beitt nákvæmlega sömu aðferðum og gefið hafa góðan árangur í DV. Reynslan er bezti dómar- inn í þessu sem öðru, hvað sem öfundarmenn segja. Síðasti móhikaninn er raunar framsóknarþingmaður- inn Haraldur ölafsson. Hann sagði nýlega í blaðagrein, að DV birti ekki næga fyrirvara með könnunum sínum, aðferðin væri varasöm og í henni væri innbyggður galli, er meðal annars lýsti sér í vanmati á fylgi Framsóknar. Allt er þetta rangt. DV leggur jafnan mikla áherzlu á aö vekja athygli á takmörkunum skoðanakannana af þessu tagi. Aðferðin er ekki varasöm, heldur traust svo sem komið hefur í ljós í kosningum á kosningar ofan. Aðferðir DV í skoðanakönnunum hafa aldreið brugðizt. Fyrir síðustu kosningar var gerð tilraun til að mæla innbyggðan galla í könnunum DV. Fyrri kannanir blaðs- ins voru skekkjureiknaðar til að finna formúlu, sem gæti gert niðurstöður nákvæmari. Blaðið birti bæði einföldu og skekkjureiknuðu niðurstöðurnar í síðustu könnun fyrir kosningar. 1 ljós kom, að einföldu niðurstööurnar fóru nær hinu rétta en skekkjureiknuðu niðurstöðurnar. Það mistókst sem sagt að finna innbyggða skekkju. Hún er sjálfsagt til og finnst einhvern tíma, en er þó svo lítil, að hún hefur ekki mælzt enn. Það er ekki svo lítiö afrek. Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki reynzt vera van- metiö í könnunum DV, hvaö sem Haraldur Ölafsson segir. Þegar flokkurinn fær meira fylgi í könnunum NT, stafar það af því, aö almennt er litið á NT sem flokksblað Framsóknar og blaðinu er svarað með tilliti til þess. Með þessu er ékki verið að lasta framtak NT á þessu sviði. Skoðanakannanir geta verið gagnlegar, þótt þær feli í sér innbyggða skekkju. Alténd er með árangri hægt að bera niðurstöður blaðsins saman við fyrri niðurstöður sama blaðs, þótt vafasamt sé að bera þær saman við niðurstöður DV. Mönnum er óhætt að treysta niðurstöðum skoðana- kannana DV, enda gera stjóramálamenn það almennt. Meira að segja liggur við, að sumir þeirra treysti þeim upp á brot úr prósenti, sem er fullmikið af því góða. En meginlínumar eru ljósar í þetta sinn eins og jafnan áður. Skoðanakönnun DV, sem birtist í dag, sýnir endurreisn Alþýðuflokksins, að því er virðist mest á kostnað Alþýðu- bandalagsins og nokkuð á kostnað Framsóknarflokksins, en aðeins lítillega á kostnað Bandalags jafnaðarmanna og furðanlega lítið á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Nýju flokkarnir standa sig ágætlega í þessari könnun sem og hinum fyrri. Kvennalistinn virðist vera í sam- felldri sókn. Þeir, sem mesta aðvörun fá í könnuninni, eru Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið, sem ekki hefur megnað að hagnýta sér stjórnarandstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn má hins vegar vel við una eftir allt uppþotið í flokknum í vetur. Kjósendur hans virðast vera flokknum tryggir, þótt þeir lýsi margir andstöðu við ríkisstjóraina. Hún má líka vel við una, því að óvinsældir hennar hafa ekki aukizt síðan í október. Þetta eru meginlínumar í niðurstöðum skoðana- könnunar DV, að verulegu leyti studdar hliðstæðum nið- urstöðum í nýlegum könnunum NT og Helgarpóstsins. Þetta eru staðreyndimar, sem stjómmálamenn hafa til hliðsjónar, þegar þeir taka til við skákina fram til vors. Jónas Kristjánsson. SflSEE' VETRARMYND Arástvö Þrátt fyrir vægt frost og minni- háttar grafíska tilburði vetrarins meö snjó hér syðra er það í raun og veru fátt utanhúss sem minnir okkur á að nú er miöur vetur. Og alltaf er maður aö heyra sögur um óvenju- lega hegðan gróðurs. Blóm sem sprungu út og um nál i grasi og annaö sem ekki fellur nú beinlínis að vetrarríkinu. Er því líkast aö vetur konungur hafi brugðið sér í einkaeríndum til meginlandsins og Bretlands, því þaöan ganga af honum miklar sögur. Og sem dæmi um þaö má greina frá þvi að í síðustu viku kyngdi niður snjó iSkotlandi, vegir og hraöbrautir lokuðust, ekkert var unnt að gera fyrir renningi og eina nóttina urðu 140 þúsund manns að búa viö raf- magnsleysi því skoska byggðalínan gaf sig og viögeröarmenn komust ekki á staðinn fyrir ófærð. Þaö sama er aö segja um vinsæla ferðamanna- staöi, að við lá aö menn yröu að búa í snjóhúsum á frönsku og ítölsku Rivierunni eftir lýsingum að dæma og mynd sem var birt af járnbraut- arstöðinni í Napolí hefði allt eins vel getað verið tekin norður í Siberíu. Ailtvarákafiisnjó. Duran Duran sparifé Seðlabankans En þótt vetrarmerkin úti séu fá byrjaði þorrínn á föstudaginn var en þá var bóndadagur. Kyndilmessa verður á laugardaginn kemur eftir fornu tali og fingrarími en þá skyldu vermenn komnir að keipum sínum því vetrarvertíð á Suöurlandi hefst á mánudag, í 16. viku vetrar. Þannig að fyrir mannsaldrí eða svo heföu vermenn nú verið að brjótast um heiðar og fjallvegi meö mötuna á veikum heröunum á leið til strandar þar sem þeir bjuggu um sig í grjót- byrgjum og reru til fiskjar á hinum svörtu skipum lifsháskans, en þetta var á þeirrí tíö er menn töldu sig á vertíðinni eiga meira undir guðfræði en fiskifræði, meira undir skapsmun- um veðurguðanna en kjara- samningum, sem ávallt voru hinir sömu, þvi hlutaskipti voru heilög eins og lögmálið var þá. En þrátt fyrír góða tið á Samlags- svæðinu missum við ekki alveg af vetri. Byrjað er að auglýsa þorra- blótin og kútrrjagakvöldin i gamla gufuradíóinu, sem spilar Segóvía og auglýsir hrútspunga, meðan Duran JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Duran og Seölabankinn leysa sin mál á rás tvö, en þar fríkar bankinn mest núna í leit að sparifé landsins, þar eö hávaxtastefnan gefur víst lítið í aöra hönd, þrátt fyrir mikla auglýsingu frá bönkum. Og sennilega er skýringin einföld. Fólk sem kaupir soöninguna á 120 krónur kilóið eöa ýsuflökin og greiðir þrefalt fyrir allan mat og raforku, lifir ekki á rás tvö og leggur ekki peninga i banka því rétta umframþarfastefnu stund- ar vist enginn á IsLandi lengur, nema Landsvirkjun, sem virðist eiga á því von þá og þegar aö milljón brauörist- ar og hraösuðukatlar svolgri i sig alla tiltæka orku og að Náttúrugripa- safniö á Akureyri byr ji að kaupa raf- magn. Osagt skal hér látið hvað sparí- fjársöfnunin með DURAN DURAN og rás tvö gefur i aöra hönd, en ekki er laust viö aö ýmsum þyki sem þjóöarskútan sé nú byrjuö að senda út á neyöarbylgjunni, ef svo má orða það, og það boðar sjaldnast gott. Forróttindi fugla- og svínabænda afnumin Þótt umræöan ætti frekar aö snúast um súrmeti núna, um súrsaöa selshreifa, bringukolla og svið, á- samt öðru er þorrablóti fylgir og fylgja ber, en aðrar lífsnauðsynjar, þá töluðu menn um annaö. Og greinflegt er nú að forréttindi fugla- og svínabænda hafa verið afnumin á Islandi. Grillaöir k júklingar kosta nú t.d. 280 kr. stykkiö í stórmarkaði í Reykjavik, en kosta 16 franka, eða 68 krónur í matvörubúðum í París, að mér er sagt, enda er stjórnun í land- búnaöi mun skemmra á veg komin þar í landi en hér og eftir er greini- lega að afnema forréttindi svína- og kjúklingabænda i Frakklandi. Þá kosta kartöflur nú 20—30 krónur kílóið í búð á Islandi. Heild- söluverðið í Bretlandi, er nú kr. 2,50 i 25 kílóa pokum, sagði maöurinn sem velur sér alltaf kartöflur sjálfur i Grænmetinu en þar er undursam- legur, sjálfvirkur búnaöur, eöa skammtari, sem sér um aö alltaf séu nægar, ókrumlaðar kartöflur i gramshólfinu. Þegar ég spurði hann hvaö yröi um kartöflurnar sem enginn vildi. Hvort þær færu bara hringinn og birtust svo aftur í krumlukassanum og á sama raðaða verðinu? þá vissi hann þaö nú ekki, en hann sagöi mér að í gamla daga heföu þeir í bakariinu á Sauðárkróki sagt ef ein- hver skilaði gömlu brauöi og óætu: — Fyrirgefið þér. Þetta átti að fara á Hofsós. Sennilega er þetta þó allt haugalygi, þvi við höfum komiö í bakaríið á Króknum, það er sannkallaö kondidori og upphaf alls munaðaríbakstri. Á sunnudag byrjaði hann aö hvessa á Samlagssvæðinu og niöri viö ströndina var hann með renning óköflum. Brim var við Bölklett og Stjömusteina. I birtingu voru fáir á ferli því vosklæddir menn safnast nú ekki lengur í verið á þessari tíð heldur deila um oh'uverö og hlut, en töluverður hluti sjóvarafla kemur nú ekki lengur til hlutaskipta heldur er greiddurbeinttilþeirra eróhyggjur hafa af vertið við skrifborð, því þótt í lögum standi að bændur skuli hafa sömu laun og sjómenn, er ekki þar meö sagt að sjómenn eigi að hafa sömu kjör og bændur. Ekki er orð um það í lögum og þar stendur hnífurinn í kúnni. En báðir hafa þó sitt búmark ef svo má orða þaö. Og á meðan liggja hin glæstu skip feröbúin við festar þvi vertíð er í nánd og þó eigum við von á stinnum fiski, eins þótt enn harmi hlutinn sinn, há- setinn. Jónas Guðmundsson, rlthöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.