Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR1985.
11
Snemma í þessum mánuði kom
fram að greiddur hafði verið gjald-
eyrir út úr bönkunum um 16 miljónir
dollara til þess að borga fyrir kaffi. I
reynd voru hins vegar greiddar 10,5
miijónir dollara fyrir kaffið.
Mismunurinn er 5,5 miljónir dollara.
Hvað eru 5,5 miljónir dollara?
I islenskum krónum talið er hér
um að ræða 230 miljónir!
Hvað eru 230 miljónir?
Dæmi: Velta frystihússins í Súða-
vík var ó sl. ári 100 miljónir króna.
Framleiðsla fyrirtækisins var um
4000 tonn. Frystihúsið er að heita má
lífæöin í þorpi þar sem búa um 250
manns. Þannig hefur á þessari einu
faktúru verið skrifaður út gjaldeyrir
sem jafngildir liðlega tveggja ára
gjaldeyrisframleiöslu alls þess fólks
sem býr í Súðavik og vinnur í frysti-
húsinu. Með einni faktúru er allt
starf þessa fólks þurrkað upp — starf
þessítvöár!
Afleiðingin af þessu er:
1) Það þarf fleiri frystihús, fleira
fólk til þess að strita fyrir gjald-
eyrinum en ella.
2) Lífskjörin verða þessum mun
verri á Islandi.
Dýr heildverslun
Fyrir nokkrum árum var unnin
Kaffiblettimir
á stíómkerfínu
könnun sem sýndi fram á að heild-
verslunin á Islandi var 10—20%
dýrari en í grannlöndum okkar.
Skýrsla um það efni lá fyrir en
viðskiptaráðherrann sem tók við
henni hafði engan áhuga á aö upp-
lýsa málið nánar. Skýrslan var látin
rykfalla í viöskiptaróðuneytinu.
Núverandi ríkisstjórn hefur auðvitað
engan óhuga heldur því í henni sitja
eingöngu fulltrúar kaffibaunaflokk-
að skera upp herör gegn
innflutningssvindlinu. Þar er að
finna miljaröa króna. Þvi þaö eru
áreiöanlega til fleiri undarlegar
faktúrur en þær sem tengjast kaffi-
brennslu Sambandsins. Þaö er engin
von til þess að hinir kaffibrúnu ráð-
herrar helmingaskiptaflokkanna
taki ó þessum vanda. Þeir eru í
vinnu hjá Verslunarróðinu að fram-
kvæma leiftursóknarstefnu þess.
SVAVAR GESTSSON
FORMAÐUR
ALÞÝÐUBANDALAGSINS
A „Eitt brýnasta verkefnið á íslandi
— til þess að bæta lífskjörin — er
því að skera upp herör gegn inn-
flutningssvindlinu. ’ ’
anna; faktúrumar eru lífæð þeirra
og uppspretta f jármagns.
Eitt brýnasta verkefnið á Islandi
— til þess að bæta lífskjörin — er þvi
Alþýðubandalagiö hefur sett fram
tillögur á alþingi um það aö tekið
verði á innflutningsversluninni. Verð-
lagsstofnun verði falið að hafa meö
henni eftirlit og að takmarkaðar
veröi allar erlendar lóntökur inn-
Qutningsverslunarinnar. Þá hef ég
llagt fram á alþingi frumvarp um að
heimilt veröi aö svipta þá aöila versl-
unarleyfi sem verða uppvísir að
gjaldeyrissvindli og faktúrufölsun-
um. Auðvitað hafa þær tillögur
engan stuðning fengið hjá núverandi
stjórnarflokkum.
En yfirgnæfandi meirihluti lands-
manna á þó lifskjör sin undir því að
unnt verði að sækja peningana til
innflutningsverslunarinnar — sem
hún hefur af útRutningsframleiösl-
unni. Þá er unnt að hækka kaup þess
fólks sem starfar aö framleiðsiunni
um land allt. Án þess að auka verð-
bólgu — ón þess að það hafi í för með
sér gengisfellingar. Jafnframt þarf
að tryggja að valdamenn helminga-
skiptafiokkanna ráöi ekki lengur
stjórnkerfinu. Það verður að setja
lagareglur um endumýjun í
embættismannaliöinu því stöðnunin
er háskaleg. Reynslan sýnir líka að
það verður að kref jast endurnýjunar
i fyrirtækjum samvinnuhreyfingar-
innar. Jafnframt kröfunni um að inn-
flutningsverslunin skili aftur fjór-
munum þarf því að bera fram kröf-
una um lýðræði. Það er eina leiðin til
þess að þurrka kaffiblettina af
stjómkerfinu.
•Svavar Gestsson
FLEIRIDAGHEIMILI
Dagvistarmál eru vinsæl hjá
stjórnmálamönnum þegar þeir eru á
atkvæðaveiðum fyrir kosningar en
falla í skuggann og gleymast þegar
búið er að innbyrða atkvæöin. Dag-
vistarmál tilheyra nefnilega félags-
legri þjónustu og eru ekki arðbær,
þ.e.a.s. gefa ekki beinharöa peninga
í aðra hönd. Og af einhverjum ástæð-
um komast stjómmálamenn upp
með að gleyma fögrum loforðum um
markvissa uppbyggingu dagheimila.
Hversvegna?
Dagvistun bama er eitt mikilvæg-
asta baráttumál kvenna. Hvernig
eigum viö konur að geta veitt
samfélaginu af reynslu okkar og
stjórnarherrar og verkalýðsforkólf-
ar sína skoðun á því hvemig launa-
fólk skyldi bregöast við k jararýmun.'
Steingrímur Hermannsson varð
klumsa i sjónvarpsþætti um launa-
mál þegar fréttamaöur sýndi honum
launaseöil sinn. Forsætisróðherra
virðist hafa gert sér grein fyrir því
að ekki væri hægt að framfleyta sér
af launum fréttamannsins og tók þá
þaö til bragðs að spyrja manninn
hvort konan hans ynni ekki úti! Tvær
fyrirvinnur á að vera vörn launa-
fólks gegn þeim vanda sem láglauna-
stefna st jórnarinnar skapar.
Bjöm Þórhallsson, varaforseti
ASl, tekur í sama streng og Stein-
veröi að bíða lengi eftir plóssi). En
að þeim steðjar í staðinn annar og
meiri vandi sem er sá að sjá sér far-
borða með tekjum einnar mann-
eskju. Hvað hugsa þeir sem boða
tvær fyrirvinnur að verði um heimili
þessa fólks? Það væri gaman að vita
það.
Smánarleg kjör
Kjör launafólks hér á landi eru
smánarleg og þau þarf aö bæta stór-
lega. En ekki í því skyni að konur
geti „farið heim” og dagheimili
verði þar með óþörf. Störf kvenna
eru jafnnauðsynleg og störf karla og
þær hafa ekki þekkt rétt sinn og verið
innprentaö að karlar ættu að ráöa
fyrir þeim. Það er því ekki undarlegt
þótt stjómmáiamenn hafi áratugum
saman komist upp með að lofa upp i
ermina á sér þegar mál sem snerta
konur sérstaklega eru annars vegar.
15. nóvember síðastliðinn Qutti
Kvennaframboðið tillögu í borgar-
stjórn um að 4% af útsvarstekjum
Reykjavíkurborgar rynnu til upp-
byggingar nýrra dagheimila. Sjálf-
stæðisflokkurinn var á móti og í út-
varpsviðtali daginn eftir (hádegis-
fréttum) sagöi Davíö Oddsson að
tillagan kæmi fram á röngum tíma,
hana ætti að ræða þegar fjórhags-
SIGURRÓS
ERLINGSDÓTTIR
HÁSKÓLANEMI
0 „Foreldrar sem aðrir eiga og
verða að fara út að vinna — en
ekkert virðist hugsað um það hvað þeir
eiga að gera við börn sín á meðan.”
starfsgetu svo sem í fiskvinnu, viö
afgreiðslu og þjónustu, á spítölum, í
skólum og við stjórnsýslu ef við
höfum ekki örugga góða gæslu fyrir
börnin okkar? Dagheimilispláss eru
forsenda þess að viö getum farið út ó
vinnumarkaöinn. Ekki skiljum við
börnin ein eftir í reiðileysi (og ekki
geta feður þeirra gætt þeirra því þeir
eru að vinna!). Það þarf að gæta
bamanna og því þarf að byggja upp
gæslustaði þar sem þau fá umönnun,
eftirtekt og félagsskap jafnaldra
sinna; með öðrum orðum — það þarf
að f jölga dagheimilum.
Ómöguleg lausn
Einhverjum kann að finnast að við
konur eigum að vera heima hjá
bömum okkar og losa þannig sam-
félagið við óþarfa umstang. En þó
svo að fólki Qnnist sú lausn best
kemur hún ekki til greina, hvernig
svo sem einstaklingar lita á máliö;
þjóöfélag okkar hefur séð fyrir því.
Allt fullorðið fólk, konur jafnt sem
karlar, verður að vinna höröum
höndum til að hafa i sig og á. Báðir
foreldrar (þar sem um það er að
ræða) verða því að vinna utan
heimilis.
Síðastliðið haust birtu bæði
grímur í blaðaviðtali í haust. Björn
var spurður hvort hann teldi mögu-
legt að lifa af 14.000 króna mánaðar-
launum. Hann svaraði því hiklaust
neitandi en bætti síöan við: ,,Aftur á
móti vitum við að oftast nær eru tvær
fyrirvinnur fyrir hverju heimili og
þær geta i sameiningu látið endana
ná saman auk þess sem lágtekjufólk
verður að leggja á sig mikla vinnu tii
aö ná því marki.” (Þjóöviljinn, 25.
nóv. 1984).
„Oftast nær tvær fyrirvinnur,”
segir Bjöm og samkvæmt oröum
hans eru litlar likur til að breyting
verði þar á í náinni framtíð. Það er
sem sagt ekki gert róð fýrir því að
ein fyrirvinna sé nóg en samt eru
engar ráðstafanir gerðar til að fjölga
dagheimilisplássum, leikskólapláss-
um eða skóladagheimilum fyrir börn
frá þeim heimilum sem em svo
„heppin” að hafa tvær fyrirvinnur.
Foreldrar sem aðrir eiga og verða að
fara út að vinna — en ekkert virðist
hugsað um þaö hvað þeir gera við
börn sín á meðan.
Börn einstæðra mæðra (og feðra)
hafa forgang að bamaheimiium
þannig að skortur á dagheimilum
kemur kannski sist niður á þeim
(enda þótt þau eins og önnur böm
„Það þarf að gæta barnanna og því þarf að byggja upp gæslustaði þar sem þau fá umönnun, eftirtekt og
félagsskap jafnaldra sinna, með öðrum orðum — það þarf að fjölga dagheimilum."
það er mikilvægt fyrir samfélag
okkar að sjónarmið begg ja kyn ja séu
fyrir hendi i atvinnulífinu. Nei,
kjörin þarf aö bæta þannig aö fólk
geti lifað góðu lífi og ráöið einhverju
um hvemig það ver tima sínum.
Konur hafa haft (og hafa enn) lítil
völd um uppbyggingu samfélags
okkar svo sem aö ókveða f jölda dag-
heimila eöa hversu miklu fé skuli
varið til dagvistarmála. Ein ástæða
fyrir valdaleysi kvenna er að þær
hafa ekki komist að heiman frá
bömum og búi; þær hafa verið
hlekkjaðar við heimili sín. Sjálfsfor-
ræði kvenna hefur verið lítilsvirt og
óætlun borgarinnar yrði lögö fram
og skoöa bæri hana og önnur mál
m.t.t. f járhagsáætlunar í heild.
Já, það er vissara að hafa röð og
reglu ó tillögum borgarstjórnar —
Daviö heföi betur haft þaö i huga
þegar hann geröi samninginn við
Isfilm! Eða á skipulag og formfesta
bara við um sum mál en ekki önnur?
Sýnir þessi afstaða meirihlutans í
borgarstjórn ekki í hnotskum verð-
mætamat róðamanna? Böm og
umönnun þeirra er ekki gróðavæn-
legt mólefni og þess vegna á það að
vera einkamál heimilanna (eða
kannski einkamál kvenna) hvernig
börnunum famast.
Þann 17. janúar var fyrsta umræða
um fjárhagsáætlun borgarínnar.
Verum vakandi og fylgjumst með
umræðu um fjárveitingu til dag-
vistarmála, réttindamóla okkar og
bama okkar. Við konur viljum geta
gengið aö öraggu barnaheimilis-
plássi, og eigum reyndar helmtingu
á þvi, þannig að við vitum af börnum
okkar í góðum höndum á meðan viö
nýtum krafta okkar í þágu sam-
félagsins úti á hinum almenna vinnu-
markaði.
Sigurrós Erllngsdóttir.