Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 28
28
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR1985.
★
Tatum O’Neal hefur nú flutt í
nágrenni viö föður sfnn, Ryan, og
vinkonu hans, Farrah Fawcett,
ef Farrah skyldl þarfnast hennar
á meðgöngutimanum, en eins og
Sophia Loren er farin í mál við
timarit eitt. Er ástæðan birting
timaritslns á nektarmyndum af
henni sjáifri, teknar þegar lelk-
konan var aðeins 18 ára gömul.
Ted Kennedy er nú kominn á
fast. Heltir daman Cynthia Pease
og er sögð af göfugum amerísk-
um ættum.
Marie Osmond er nú skilin við
eigfnmann sinn, Steve Craig. Er
ástæðan drykkjuskapur kauða.
★
Joan Collins, sú fræga, sem
lelkið hefur í Dynasty að undan-
förnu, er orðin leið á hlutverki
sinu og hefur ákveðið að hætta
Christian Baraard, hjarta-
skurðlæknirinn frægi, mun nú
vera á leiðlnni i enn eitt hjóna-
bandlð. Eiginkonan tilvonandi
gæti verið baraabara hans, slíkur
er aldursmunurlnn. Hún er 21
árs, hann 62. Annars heftir bún
Karen Setzkorn og er ljósmynda-
fyrirsæta að atvlnnu.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
ERFINGIGUINNESS-AUÐÆFANNA
Veit ekki um
milljónimar
sem bíða hennar
Hún er bara sex ára og býr í sárri
fátækt með atvinnulausum föður sín-
um og afa og ömmu í fátækrahverfi á
Italiu. Hún heitir Sara Marinori og hef-
ur enga hugmynd um að þegar hún
verður 21 árs erfir hún milljónir og
aftur milljónir.
Móðir þeirrar stuttu hét Lady
Henrietta Guinness og var erfingi
auðæfa Guinness-ölgerðarinnar. Hún
flúði ljúfa lífið í Englandi til aö giftast
ítalska vöruflutningabílstjóranum
Luigi Marinori.
Móðirin fyrirfór sér
Árið 1978, skömmu eftir aöHenriettu
og Luigi fæddist dóttirin Sara, fyrirfór
hún sér. Lífsleiði haföi þá hrjáö hana
um skeið og hún vildi ekki lifa lengur.
Sara hefur síðan veriö alin upp hjá
föður sínum og foreldrum hans.
Þótt breskir ættingjar Söru hafi
itrekaö reynt aö fá hána til sín til Bret-
lands hefur það ekki borið árangur.
„Eg gæti aldrei látiö Söru frá mér.
Jafnvel þótt 'ættingjar hennar muni
fara í mál til að ná' henni til sín mun ég
berjast meö oddi.og egg. Ég verð að
hafa hana hjá mér,” segir Luigi, faðir
hennar.
„Sara á heima hjá okkur,” segir
ítaiska amma hennar, Christina
Marinori. , Jlún er ítölsk, enda fædd
hér og uppalin fram til þessa. Hún
talar ekki einu sinni ensku. Þaö er af-
skaplega náiö samband milli
feðginanna, svo það færi með Luigi i
gröfina, ef Sara væri tekin af honum. ”
Þegar Henrietta lést kom móðir
hennar til Italiu til aö taka það sem
hún skildi eftir sig. Hún ætlaðist til að
Sara litla væri innifalin I því, en Luigi
kom með kröftugar mótbárur og þar
við sat.
,,Síöan hefur hún heimsótt okkur
tvisvar á ári,” segir ítalska amman.
„Hún býður Söru alltaf að koma og
heimsækja sig, en viö höfum aldrei
leyft það af ótta við aö Sara komi ekki
aftur.
Við kærum okkur ekki um peninga
þessa fólks, viö erum hamingjusöm
fjölskylda.”
Sara gengur i ósköp venjulegan
skóla í Spoleto, bænum sem þau búa í.
Peningar eru naumir á heimilinu, enda
faðirinn aö heita má atvinnulaus. Eina
atvinnan sem hann hefur er íhlaupa-
vinna á veitingahúsi i nágrenni viö
heimili þeirra.
Veit að hún er sérstök
Sara veit ekki sjálf að þegar þar að
kemur muni hún erfa öll Guinness-
auðæfin. Það eina sem hún veit er að
hún á rika fjölskyldu í Englandi. En
ýmsir aðrir vita um auðæfin
væntanlegu. I þeim hópi eru óprúttnir
menn sem hafa hótað því að ræna
telpunni. Þess vegna gætir faðir
hennar og afinn og amman hennar vel.
Þau vilja helst ekki aö hún leiki sér úti
á götu meö krökkunum i nágrenninu,
þess vegna er hún inni í garðinum við
hús þeirra og kíkir í gegnum grind-
verkið á hina krakkana aðleik. Hún fer
ekki heldur í skólaferðalög með skóla-
systkinum sínum af sömu ástæöu.
„Sara veit að hún er eitthvaö sér-
stök,” segir nágranni Marinori-fjöl-
skyldunnar. ,,En á hvern hátt hefur
hún ekki hugmynd um. Hvað um það
þá er hún indælt barn og vonandi á líf
hennar eftir að verða skemmtilegt.”
Erfingi Guinness-auflœfanna, Sara, er aðeins sex ára gömul. Hér er hún
mefl Augusto afa sinum á götu i Spoleto.
Luigi Marinori. Hann segist
láta Söru frá sér.
aldrei
fyrirfór sér
var i heiminn
Henrietta Guinness
skömmu eftir afl Sara
borin.
Ljósmyndafælna söngkonan
Barbra og Baskin hafa ekki enn orflifl Ijósmyndarans vör.
Barbra Streisand hefur alla tíð forðast ljósmyndara eins og heitan eldinn.
Fyrir skömmu var hún á ferð í Lundúnum með núverandi fylgdarsveini
sínum, Richard Baskin. Þau dvöldu á Savoy-hótelinu þar í borg. Eitt kvöldið
hugöust þau fara og lyfta sér eilítið upp og það var þá sem ljósmyndari einn
náði myndum af þeim þar sem þau voru að fara inn í leigubíl.
Barbra reyndi hvað hún gat að fela sig fyrir ljósmyndaranum og Baskin
hjálpaði henni eins og hann gat, eins og myndimar sýna.
AA endingu leggst hun í fang hans.
Barbra reynir afl fela andlit sitt
þegar hún sár myndavélina.
Hún nýtur aðstoðar Baskins sem
virðist hafa gaman af þessu öllu.