Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. . Áskrfftarvarð 6 ménuöi 330 kr. Varð I lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Bjórínn til bjargar? Ríkisstjórnin reynir nú að leysa vanda stjórnarstefn- unnar — með sterkum bjór. Samkvæmt síðustu fréttum er stefnt að lækkun láns- fjáráætlunar um einn milljarð. Ný hækkun á áfengi og tóbaki á að gefa ríkissjóði 150 milljónir í tekjur. Lands- virkjun hefur skorið niður fé í sínar framkvæmdir um 350 milljónir. Afganginn á að fá sem tekjur af áfengu öli, sem yrði þar með leyft. Merkilegt er, að ríkisstjórnin virðist reikna með, að öl- drykkjan kæmi sem hrein viðbót á aðra drykkju áfengis, samkvæmt þeim útreikningum, sem sést hafa í fjölmiðl- um. Þetta verður vonandi ekki rétt hjá ríkisstjórninni. Væntanlega mun tilkoma venjulegs áfengs öls minnka drykkju á öðru áfengi, meðal annars á skemmtistöðum. Að sjálfsögðu má gott um það segja, ef loks á að leyfa áfengan bjór hér á landi. Nú geta einungis ákveðnir hópar þjóðfélagsþegna notið hans. Skoðanakannanir hafa lengi sýnt, að mikill meirihluti landsmanna vill leyfa áfengt öl. Tilkoma bjórlíkis í f jölmörgum ölkrám landsins gerir það enn fráleitara að banna hinn eiginlega bjór. Það heyrir til mannréttinda, að þessi vara verði leyfð hér sem nær alls staöar annars staðar. Steingrímur Hermannsson getur hugsanlega gert ráð fyrir auknum vinsældum með framgöngu sinni í þessu máli. En hitt er misreikningur, haldi ráðherrar, að þessi að- gerð dugi. Fátt annað virðist hanga á spýtunni hjá stjórninni. Aðrar aðgerðir, sem fyrirhugaðar eru, munu mest- megnis vera framkvæmd á þáttum, sem lengi hefur verið heitið. Það leysir ekki vanda almennra húsbyggjenda, nema síður sé, að taka af nýbyggingarfé og lána í einhvers kon- ar „bjargráðasjóð” til þeirra, sem eru í mestum krögg- um. Það þýðir aðeins, að enn fleiri verða brátt í kröggum. I bjargráðasjóðnum getur myndazt endalaus halarófa af fólki, sem veifar hótunarbréfi frá fógeta. Afnám verðtryggingar launa verður væntanlega fram- lengt. Ekki hefur verið búizt við öðru. Stjórnarstefnan og baráttan við verðbólguna verður endanlega búin, ef verð- trygging launa verður aftur innleidd. Hugmyndin um að afnema verðtryggingu á lánum, komist verðbólgan niður fyrir ákveðiö mark, er vafasöm. Vextir verða að sjálfsögðu að miðast við framboð og eftir- spurn lánsfjár. Eigi ríkissjóður að „niðurgreiða” vexti, er farið inn á hættulega braut. Æskilegast er, að ríkis- sjóðurstyðji húsbyggjendur með öðrum hætti, og þá einkum með því að gefa þeim kost á lengri lánum fyrir byggingarkostnaði og íbúðarverði. Þjóðarbúið stendur illa um þessar mundir og verð- bólgan æðir fram. Búizt er við, að úr verðbólgu dragi. En þá stefnir óðum í nýjan slag á vinnumarkaði og hugsan- lega nýja öldu kauphækkana, gengisfellinga og óðaverð- bólgu. Bent hefur verið á og styrkt með skoðanakönnunum, að nú hallar undan fæti hjá ríkisstjórninni. Til þurfa að koma öflugar aðgerðir, eigi að rætast úr með stjórnar- fylgið. Sterki bjórinn mun ekki bjarga stjórnarstefnunni. Þær aögerðir, sem nú koma til, eru alltof veikar. Þær koma stjórnarskútunni ekki af strandstað og vafasamt aö þær „þétti skipið” nokkuð. Haukur Helgason. Um tímans þunga nið Kjallarinn Þaö er leiöinlegt til þess aö vita, aö ritstjórar DV eru hættir aö taka mark á skoðanakönnunum blaösins; þeir telja, aö fylgisaukning Alþýöu- flokksins sl. tvo mánuði sé ofmetin. Þetta er misskUningur hjá þeim. Fylgisaukningin er þvert á móti van- metin, svo sem ævinlega hefur veriö um skoðanakannanir DV í saman- buröi við kjörfylgi Alþýðuflokksins. Þaö er svo sem skiljanlegt, aö ýmsum blöskri fylgisaukning jafnaðarmanna og þyki hún meiri en góðu hófi gegnir. Skv. DV hefur Al- þýöuflokkurinn meir en þrefaldaö fylgi sitt á þremur mánuöum; úr 6,2% og 3 þingmönnum í 20,1% og 13 þingmenn. Minna má nú gagn gera, hugsa ýmsir, og vilja helzt ekki trúa sínumeiginaugum. 1978: Hvað er öðruvísi? Hingaö tU hefur þaö samt ekki hvarflað aö ritstjórum DV né for- ystusauðum flokkanna aö vefengja spásagnargildi skoöanakannana blaösins. Og hvaö þýða niðurstööur DV-könnunarinnar? Þær þýöa, ef kosiö yrði þessa dagana: að Alþýðuflokkurinn væri næst- stærsti stjómmálaflokkur lands- ins, aö Alþýðuflokkurinn er langstærsti stjómarandstööuflokkurinn, aö sameiginlega hafa jafnaðar- menn (Alþýöuflokkur og BJ) 26,1% atkvæöa og 16þingmenn, aö meö slíkt fylgi aö baki sér heföu jafnaðarmenn þegar nægan styrk til stjórnarforystu. Þessum tíðindum er líkt viö „stóm sveifluna” 78. Þá hættir mönnum til að gleyma því, aö nú eru þrír nýir stjómmálaflokkar komnir til sögu sem keppinautar um fylgi kjósenda. Samt nær Alþýðuflokkur- inn einn nærri því sama fylgi og 78. Það gefur til kynna enn meiri styrk Alþýðuflokksins nú en þá — því að nú er við rammari reip aö draga. Það er líka mikill misskilningur, byggður á óskhyggju hjá ritstjórum DV, öðrum forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins og raunar annarra flokka, að fylgisaukning Alþýðu- flokksins sé nú í hápunkti, og aö hún muni fjara út — reynast stundar- fyrirbæri. Þvert á móti er þessi fylgisaukning bara byrjunin á öðru og meiru. Þaö er m.a.s. ekkert ólík- legt, haldi Sjálfstæðisflokkurinn áfram i pólitískri gíslingu hjá SIS- auöhringnum og dragist kosningar á langinn, að Alþýðuflokkurinn verði stærsti flokkur þjóöarinnar, loksins þegar talið verður upp úr kjörköss- unum. Astæöan er einfaldlega sú, að úr því sem komið er, hefur enginn hinna flokkanna buröi til að stööva þessa þróun. „Enginn stöðvar tímans þunga nið... " Skoðum þetta nánar. Hvað meö stjórnarflokkana? Spumingin er ekki lengur um, hvort það tekst að klambra saman stól handa Steina. Spumingin er: Er nokkur von til þess að ráðherragengið getið náð sam- stöðu um nokkur vitiborin úrræði í efnahagsmálum? Svariðer: NEI. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Vinstra megin við miðju £ „Hvaöan kemur fylgið til Alþýöu- flokksins? Þaö kemur frá verka- lýössinnum og samvinnumönnum úti á landi, sem ofbýður hve hrapallega Framsókn og AB hafa brugðist í þremur vitlausum „vinstri stjórnum”. Albert var með 2 milljaröa gati í fyrra, sem stoppað var upp í með erlendum lánum. Nú er hann með 700 milljóna gati á fjárlögum. Hann er með 3ja milljarða gati á lánsfjárlög- um og hann er með 4—5 milljarða gati í viðskiptahalla. Hann er eigin- lega orðinn að pólitísku gatasigti. Hvaðþýðirþetta? Þaö þýöir, aö Alexander er sokk- inn með manni og mús í skuldasúpu húsnæðislánakerfisins. Þaö þýöir að skuldaklafanum verður ekki létt af útgerðinni. Þaö þýðir að BUSETA verður áframúthýst. Þaö þýöir að milli stjómarflokk- anna er engin samstaða um upp- stokkun skattakerfis, húsnæöislána- kerfis né heldur finnanlegur rekstrargrundvöllur sjávarútvegs. Og áfram munu þeir rífast um vexti og útvarpslög — og raunar flest ann- að, sem máli skiptir. Ríkisstjórnin er feig — og feigum verður ekki forðað. Ríkisstjórnin mun halda áfram að safna glóðum elds að höfði sér: Meðal launþega (út af skattsvívirð- unni); meðal ungs fólks (út af hruni húsnæðislánakerfisins); á lands- byggðinni (út af skuldasúpu og rekstrarvandræðum sjávarútvegs- ins). Og að lokum munu sjálfstæðis- menn á höfuðborgarsvæðinu forða sér þúsundum saman undan Fram- sóknarfnyknum á stjórnarheimilinu. Þeir halda þetta ekki út miklu lengur. Það byrjar í marz og verður ekki stöðvað fyrr en við útgönguvers stjómarinnar. Hvaðan kemur fylgið? Hvaðan kemur fylgið til Alþýðu- flokksins? Það kemur frá verkalýössinnum og samvinnumönnum úti á landi, sem ofbýður hve hrapaliega Fram- sókn og AB hafa brugðizt í þremur vitlausum „vinstri stjórnum”. AB er reyndar á góðri leið með að verða millistéttarhjáleiga frá Kvennalist- anum. Það kemur frá þúsundum óánægðra sjálfstæðismanna, sem hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum með Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn þrisvar sinnum á 10 árum. Það kemur frá unga fólkinu, sem er að svipast um eftir flokki með rót- tæka og framkvæmanlega stefnu í húsnæðis- og skattamálum. Þriðjungur af fyrrverandi kjós- endum BJ kjósa Alþýðuflokkinn næst; Fjórðungui kjósenda Sjálf- stæðisflokksins telja Alþýöuflokkinn eina kostinn sem til greina'kemur — fyrir utan gamla flokkinn sinn. 10% fyrri kjósenda Alþýðubandalags og Framsóknar eru sömu skoðunar. En hvers vegna ætla þúsundirnar, sem hafa orðið fyrir sárum von- brigðum með þríflokkana á „áratug hinna glötuðu tækifæra” aö kjósa Al- þýðuflokkinn? Annars vegar vegna þess, aö Alþýöuflokkurinn ber ekki ábyrgð á ófamaði þjóðarinnar á þessum tíma. Þvert á móti: Hann varaði við, en viðvörunarorðum hans var ekki sinnt. Hins vegar vegna þess, að Alþýðu- flokkurinn er eini stjómmálaflokkur- inn, sem er með skýrar, raunsæjar og framkvæmanlegar umbótatillög- ur í skattamálum og húsnæðismál- um. Þess vegna mun aðdráttarafl flokksins fara vaxandi, eftir því sem sérstaða hans verður skýrari. Framundan eru gagngerar skipu- lagsbreytingar á innra starfi flokks- ins. Nýir forystumenn úr rööirni yngri kynslóðarinnar munu brátt koma fram á sjónarsviðið undir merkjum Alþýðuflokksins. Þess vegna er fylgisaukning Alþýðu- flokksins ekkert stundarfyrirbæri — heldur þvert á móti, — bara byrjun- in. —Jón Baldvin. Niðurstöður skoðanakönnunar DV: Alþýðuflokkurinn orðinn næststærsti flokkurinn Alþýöuflokkurinn hefur meira en þrefaldaft fylgl sitt siftan I oktöber og er orftinn unriar stcrstl flokkur landsins. Þetta eru nifturstöftur skoöanakönnunar, sem DV gerfti núumhelgina. Aftrir flokkar og llstar hafa tapaft fylgi siftan í oktáber og eru fyrir neftan þaft sem þeir fengu f slftustu þingkosnlngum, nema Samtök um k vennalista, sem b*ta vift sig. Af öllu úrtakinu f*r Alþýftu- flokkur nú 10,7% en haffti 3J% i október. Framsókn fæi 7%, en haffti 8,5% i október. Bandalag Jafnaftarmanna f«r nú 3,2% en var meft 5,5% i fyrri könnun DV. SJálf- sUeftiaflokkurinn fer 19,8% 6 mftti 21,7% I október. Alþýftubandalag fa*r nú 7Í% en haffti 10,7% I október. Samtök um kvennalista fá nú 5,3% af heildinni en voru meft 4,8% i október. Flokkur mannsins cr nú eklci iengur á blaði. Oókveftnlr voru 29,2% á móti 32,2% i (dttóber og þeir sem vilja ekki svaraeru 17,7% á móti 14 í% í fyrri könnun. Til þess aft þctta verfti sam- b*rilegt viö kosnlngar er rétt aft taka aftelns þá æm tóku afstöðu. Alþýöuflokkurinn fer þá 20,1% en haföi 11,7% i siftustu kosnlngum. — Sjá nánar um niðurstöður á bls. 2 Framsókn íer 13,2% en haffti 19% i kosnlngunum. Bandaiag Jafnaftarmanna f«r nú 6% og haföi 7,3% i kosnlngunum. Sjólfstcftis- flokkurinn fær 37,3%, hafftl 39,2% i kosnlngunum. Aiþýöubandalag fer nú 13,5% en var meft 17,3% í kosn- ingunum. Samtök um kvennalista fá nú 10%. Þau höfftu 5,5% i siftustu kosningum. -HH. þessi fylgisaukning er bara byrjunin á öðru meiru."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.