Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985.
3
Jón Baldvin Hannibalsson á fundiá Dalvík:
„Mð ætium að skattieggja stór-
fyrirtæki og stóreignamenn"
Hann kom tíu mínútum of seint á
laugardaginn var en þaö þótti Dalvík-
ingum ekki mikið. Um daginn þegar
Jón Baldvin Hannibalsson ætlaöi aö
halda fund á Dalvík sátu þeir og biöu í
klukkutíma en ekki lét hann sjá sig.
Ástæðan fyrir seinkuninni var sú að
Olafsfirðingar vildu ekki sleppa Jóni
Baldvin af fundinum í Ólafsfirði fyrr
en rétt fyrir klukkan 17.00 sem var
auglýstur fundartími á Dalvík.
Formaðurinn byrjaði á að afsaka
þessa seinkun og sagði frá því að í
Olafsfirði kallaðist hann nú „Góöi dát-
inn Sveik”. Hann mætti nefnilega ekki
heldur á auglýstan fund þar um
daginn.
Kratar hafa aldrei sterkir verið á
Dalvík en eiga þó mann í bæjarstjórn. 1
síðustu alþingiskosningum var sögð sú
gamansaga aö þeir hefðu haldið stjórn-
málafund í símaklefanum fyrir
framan kaupfélagið og verið ve) mætt.
í Víkurröst voru 50—60 manns núna,
líklega úr flestum stjórnmálaflokkum
eðautanþeirra.
Peningapáfinn IMordal
Jón Baldvin Hannibalsson er
þekktur fyrir allt annaö eri að tala
óljóst um hlutina eða undir rós. Kjaft-
for er hann eins og hann.á kyn til. Þaö
sagöi Jón Baldvin sjálfur á fundinum. I
klukkutímalangri ræðu fossaði af
vörum hans greining á ógnarástandi
sem í þjóöfélaginu væri, hverjum væri
um aö kenna og hvers mætti vænta ef
stefna Alþýðuflokksins yröi farin.
Islenska þjóðin væri að drukkna í
erlendum skuldum, 2 af hverjum 4
fiskum úr sjó færu í að borga þær.
Seðlabankaveldið væri allt að drepa.
„Hans heilagleiki Jóhannes peninga-
páfi Nordal,” eins og Jón Baldvin
orðaði það, héldi ársfund Seðla-
bankans á útmánuðum með ráð-
herrum, ráðuneytisstjórum og kommi-
sörum. Þar flytti „páfinn” ræðu og
lýsti vandanum fram undan og
peningaleysinu. Stj órnmálamennirnir
töluðu svo eins og Nordal þegar þeir
kæmu af fundinum. Urræðin væru
engin.
Jón Baldvin sagði aö frændi hans
væri járnbindingamaður í Seðla-
bankahöllinni. Hann segði að þetta
væri járnbentasta bygging á Islandi.
Væri merkilegt að slíkt kjarnorku-
byrgi þyrfti utan um peninga sem
væru ekki til. I framhaldi af því
svaraði hann þeirri spurningu hverjir
ættu Island og taldi þaö vera erlenda
fjármagnseigendur.
Skattleggja stóreignamenn
I málflutningi sínum kom formaður
Alþýðuflokksins aftur og aftur að því
að verkamaðurinn hefði veriö rúinn
launum sínum undanfarin ár og fjár-
magn flutt á fárra hendur. 1 ræðu-
púltinu veifaði hann í hægri hendi ljós-
riti sem hann fékk frá manni í Vest-
mannaeyjum af launaseðli hans.
Vikum saman í haust haföi sá fengið
útborgaðar innan við 1000 krónur.
„Þetta þjóöfélag er aö gliöna í
sundur,” sagði Jón Baldvin.
I framhaldi af þessu kom ítarleg um-
fjöllun um húsnæðismálin og píslar-
göngu fólks í þeirri baráttu að koma
þaki yfir höfuöið. Stefna krata væri að
taka peninga af ríka fólkinu og endur-
reisa húsnæðislánakerfiö, sagði Jón
Baldvin. „Við ætlum að skattleggja
stórfyrirtæki og stóreignamenn.” Vísi-
töluna varöi hann en sagði þaö hafa
verið brjálæöi af ríkisstjórninni að
stöðva ekki lánskjaravísitöluna um
leið og kaupið var fryst. Hann sagðist
ekki fylgjandi ránskjaravísitölu
Jóhannesar Nordal en áður en pen-
ingar voru verðtryggðir hefði hins
vegar verið framið bankarán á gömlu
fólki á hverjum einasta degi.
Kjarninn í húsnæðismálaboðskap
Jóns Baldvins var þessi: Afnema láns-
kjaravísitöluna vegna þess að hún væri
vitlaus. 2. Leggja peningana sem kæmu
inn með eignaskattsauka í húsnæðis-
lánakerfið og lengja lánstímann í ekki
skemmri tíma en 40 ár. Breyta úthlut-
unarpólitikinni á þann hátt að hús-
Ummæli fundargesta
Sigurður Jónsson framkvæmda-
stjóri:„Mér þótti þetta fint. Ég er að
hugsa um að kjósa hann í fyrsta
skipti. Maðurinn hefur mikinn per-
sónuleika, hann er það heilbrigður að
vera tilbúinn aö breyta eftir sannfær-
ingu sinni. Eg hef einhvem veginn
trú á honum, ætli það sé ekki mest
vegna þess að hann lætúr skoðanir
sínar óhindrað i ijós. Eins og málin
standa í dag þá ætla ég að kjósa
hann.
Jón Tryggvason forstjóri: „Mér
fannst fundurinn ágætur. Hann var
óvenju vel sóttur miðað viö stjórn-
málafundi hér á Dalvík, að minnsta
kosti þar sem er bara einn maður.
Mér list bara vel á Jón Baldvin en
ekki þori ég að lofa því að ég kjósí
hann. Viö skulum sjá til hvernig
hann stendur sig með framhaldið. ”
Jón Baldvinsson, bæjarfulltrúi
Alþýðuflokksins: „Mér finnst hann
tala skemmtilega og tæpitungulaust.
Aö mörgu leyti er ég sammála
honum, til dæmis um vaxta-
pólitíkina. Manni hefur fundist
barátta manna gegn raunvöxtum
furðuleg. Eins held ég að rétt^é aö
það þurfi að stokka upp þetta sjóða-
og fyrirgreiðslukerfi. — Ef kosið
verður i sumar?! Alþýöuflokkurinn
verður með um 20%, mér finnst það
ekkert óraunhæft ef Jón Baldvin
heldur sama dampi.
JBH.
næðislán verði miöuð viö 90—110m2
íbúðir. Þeir sem byggi stærra geri það
á eigin kostnað.
Bjóða olíusöluna út
Áfram geystist Jón Baldvin og tók
hvern málaflokkinn fyrir af öðrum.
Byggöastefnuna sem hefði verið rekin
á undanförnum árum kallaði hann
„mannlega niðurlægjandi og hagfræði-
lega heimsku”. Framsókn mætti eiga
hana fyrir sér. Héruöin væru peninga-
lega máttvana, til að framkvæma eitt-
hvað þyrftu menn að knékrjúpa „fyrir
alvitlausustu nefnd Alþingis sem heitir
fjárveitinganefnd”. Það ætti að taka
upp fjórðungaskipulag á Islandi.
Fjórðungarnir fengju vald í eigin
málum, þar með talið peningavald. I
hverjum fjórðungi yrði einn ríkis-
banki.
I sjávarútvegi yröi að leggja stór-
aukna áherslu á markaðsleit. Fyrst
olíufélögin gætu ekki boöið olíuna á við-
unandi verði ætti að bjóða olíusöluna út
á erlendum markaði. Það væri þó
líklega eins og að skera hjartað úr
ýmsum sjálfstæðismönnum og fram-
sóknarmönnum að koma fram með
slika tillögu.
Undir lok ræðu sinnar ræddi Jón
Baldvin um stjórnmálaflokkana.
Framsóknarflokkurinn væri íhalds-
samasti kerfisflokkur landsins sem
stæði vörð um SlS og spillt milliliða-
kerfi í landbúnaði. Það væri öllum
fyrir bestu aö hann fengi hvíld enda
þyrfti hann á andlegri endurhæfingu
aö halda. Sjálfstæðisflokkurinn væri
sundurleitur og forystulaus. Þarna
væru samankomnir fulltrúar stórfyrir-
tækja, „frjálshyggjufríkin” og „fram-
sóknarmennirnir” úr landbúnaðinum.
Alþýðubandalagið væri stalínískur og
það sem Svavar segði væri oft „róttækt
kjaftæði, stimdum rótarlegt kjaftæði.”
Svavar væri ansi reffilegur foringi en
það þyrfti að skipta um forrit í honum.
Kvennalistinn væri lengst til vinstri og
gerði ekki ráð fyrir að konur væru líka
menn sem gætu haft mismunandi
skoðanir. Hann sagði lítið um Banda-
lag jafnaðarmanna.
1 nýlegri skoðanakönnun DV um
fylgi stjórnmálaflokka kom fram að
Alþýðuflokkurinn hefur þrisvar til
fjórum sinnum meira fylgi en í könnun
blaðsins í haust. Þessu hampaði for-
maður kratanna líka kampakátur og
sagði: „Þetta er bara byrjunin; trúið
mér.”
Fyrirspurnir
Fyrirspurnir voru á eftir en þær voru
í daufara lagi enda komiö fram að mat
og menn farnir að tínast í burtu. Spurn-
ingu um hvort Alþýðuflokkurinn væri
tilbúinn til viðræðna við Alþýðubanda-
lag um samstarf vinstri flokka svaraði
Jón Baldvin: „Mín skoöun er sú að við
eigum aö vera tilbúnir að ræða við
Alþýðubandalagið. Ég tel mig ekki yfir
það hafinn að ræða við fólk.”
Spurt var um hvernig ætti að halda
áfram atvinnuuppbyggingu án þess að
taka erlend lán. Jón Baldvin vitnaði þá
í ýmiskonar fjáraustur hins opinbera,
til dæmis í niðurgreiðslur landbúnaðar-
vara og útflutningsbætur. Búið væri
líka að henda 400 milljónum í Saltverk-
smiðjuna og nú væri verið aö koma upp
stálbræðslu sem Svíar hældu sér af að
hafa prangað inn á okkur. Nú hafi ver-
ið lokað 80 slíkum stálbræðslum i
Evrópu vegna þess að þær séu úreltar.
I þessari umræðu kom Jón Baldvin inn
á hugmyndirnar um stofnun þriggja
þróunarsjóða atvinnuveganna. Hann
sagðist á móti þeirri hugmynd og vilja
frekar einn f járfestingarbanka.
Kvótakerfi sagðist Jón Baldvin ekki
hafa trú á til langframa, hvorki í land-
búnaði né sjávarútvegi. Það leiddi til
stöðnunar og gerði vörur dýrari þegar
til lengdar léti. I landbúnaðarmálum
vildi hann láta bændur sjálfa fá í reynd
stjórn á vinnslu og dreifingarkerfi.
Verðið fyrir afurðir yrði miðað við full-
unnar vörur og því beinn hagur
bændanna að lækka allan kostnað við
framleiðsluna.
JBH
Hlýtt af athygli á boðskap formanns Alþýðuflokksins.
snmvlHHH
SOLUBOÐ.
...vöruverÖ í lágmarki