Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Genscher hættur eftir áratug í formannsstóli Hans-Dietrich Genscher, sem vék úr leiðtogasæti frjálslyndra demókrata i Vestur-Þýskalandi um helgina, hefur verið í sviðsljósi heimsmálanna í meir en áratug. Hann tók við utanrikisráðherra- stólnum í Bonn 1974 og hefur því manna lengst gegnt því embætti. Ferill hans þar er markaður af óþreytandi elju viö að bæta sambúð austurs og vesturs. Ásamt Andrei Grómýkó, starfsbróður hans sovéska, er Genscher meöal fárra sem enn eru við embætti frá tíma „detente” (þíðunnar). 30 árípólhík Genscher, sem er 57 ára að aldri, hóf afskipti af stjórnmálum fyrir þrjátíu árum og hefur getið sér orð fyrir að vera svalur viðsemjandi, en þó miðlandi í málum og samt um leið stefnufastur. En þessi áratugur hans í formanns- sæti frjálslyndra, sem eru í oddaaö- stöðu i þýskum stjórnmálum, rennur út á þeirri stundu sem flokkur hans er hinn Martin Bangemann, hinn nýi leið- togi frjálslyndra demókrata í Vestur- Þýskalandi, tekur við flokkstaum- unum þegar hvað verst gegnir fyrir flokkinn og skoðanakannanir ætla honum aðeins 3% fylgi meðal kjós- enda, en fram undan á næstunni þrennar fylkiskosningar. Lítt kunnur Hinn fimmtugi Bangemann var fulltrúi síns flokks á Evrópuþinginu, en að öðru leyti lítt kunnur utan síns heimalands, og raunar ekki áberandi maður í þýskum stjórnmálum þegar honum skaut upp á yfirborðið i júní i fyrra. Þá var hann af flokki sinum klofinn innbyrðis vegna hugmynda- ágreinings. Skinogskúrir Stærstan kosningasigur hlaut Frjáls- lyndi flokkurinn undir formennsku Genschers, eða í kosningunum í október 1980. Þá fékk flokkurinn mesta atkvæðamagn í nítján ár og kom hann 54 mönnum inn á sam- bandsþingiö. En ákvörðun Genschers i október tveim árum síðar, að henda fyrir borð þrettán ára samstarfi frjálslyndra við sósialdemókrata, þótti æði kaldranaleg, þótt þetta virtist klókt til þess að tryggja við- gang flokksins. Það varð til þess að fella stjórn Helmuts Schmidts kanslara, og margir kjósendur túlk- uðu þaö sem hrein svik. í kosning- unum i mars 1983 töpuðu frjálslyndir demókratar nítján þingsætum, og fylgið hefur síðan hrunið af flokkn- um áfram. RkHuö fyiking að baki Á tiu ára afmæli Genschers í utan- valinn eftirmaður Otto Lambsdorff fjármálaráðherra, sem neyddist til þess að segja af sér í kjölfar hneykslis varðandi skattaívilnanir fyrirtækja sem styrktu flokkssjóði. ' Staða frjálslyndra demókrata er ekki. aðeins slæm vegna minnkandi fylgis og minna trúnaðartrausts kjós- enda. Sjóðir eru rýrir og færri menn á sambandsþinginu eftir mikið tap i kosningunum 1983, og enginn full- trúi á Evrópuþinginu eftir kosning- arnar síðasta sumar. Þegar Bangemann tók við af Lambsdorff vildu margir draga í efa hæfni hans til embættisins vegna lít- illar þekkingar og þjálfunar i efna- ríkisráðherraembættinu í fyrra varð uppreisn innan flokksins og virtist farið að losna um tökin sem formað- urinn hafði alla daga haft á flokks- liðinu. Genscher hafði heitiö meðráð- herrum sinum þvi að frjálslyndir demókratar mundu fylgja tillögunni um sakaruppgjöf til handa þeim er komið höfðu sér undan skattgreiðsl- um með<þvi að ivilna í staðinn flokks- sjóðum. Þessu vildu flokksfélagar hans ekki fylgja, og urðu stjórnar- flokkarnir að falla frá þessari áætl- un. Varð málið Kohl kanslara til nokkurs álitshnekkis. — Fréttaskýr- endur kölluðu það stærsta pólitíska ósigurinn sem Genscher hefði beðið. Kosningar fram undan Mánuði síöar boöaði hann að hann mundi láta af formannsembættinu í febrúar núna, til þess að yngri mað- ur, sem leysti hann af hólmi, fengi ráðrúm til þess að búa sig og flokkinn undir kosningarnar í mars 1987. Um sama leyti töpuðu frjálslyndir öllum hagsmálum. En lögfræðiþjálfun hans virðist hafa verið honum góður skóli, því hann hefur þaggað niður í öllum efasemdarmönnum. Akstur og siglingar áhugamálin Bangemann er maður stór og stæðilegur og gefinn fyrir góðan mat og drykk. Hann og eiginkona hans, Renata, eiga fimm börn. — Hann talar frönsku og ensku reiprennandi og sagt er aö hann geti bjargað sér á ítölsku og spönsku. Kom það honum vel á þingpöllunum á Evrópuþinginu í Brussel á meðan hann var þar full- trúi. Hann er hneigður fyrir bók- menntir og einkum skáldskap. Bangemann hefur gaman af að aka góðum bifreiðum og seglbátar eru hans tómstundagaman. Það hefur sést til hans í þinginu, þegar hann undir leiöinlegri ræðu drepur timann við að pára á blað, að jafnan eru það þrímastra skútur sem hann rissar upp. Þingmaður í 15 ár Nýi formaðurinn hefur átt sæti á sambandsþinginu i Bonn síðan 1970. Hann er annars fæddur eins og fyrir- rennari hans i formannsembættinu, Hans-Dietrich Genscher, í Austur- Þýskalandi, fjölskyldan saxlensk, en hann ólst upp í Emden við landa- mæri Hollands. Sæti sitt í Evrópu- þinginu missti hann eins og aðrir flokksbræður hans í kosningunum í júní í fyrra, þegar frjálslyndir demókratar komu ekki manni að. Bangemann fjármálaráöherra er eindreginn fylgismaöur hagkerfis hins frjálsa markaðar, en jafnráðinn sætum sínum í Evrópuþingskosning- unum. Fram undan eru nú þrennar fylkis- kosningar og skoðanakannanir gefa til kynna að fylgi frjálslyndra sé aðeins um þrjú prósent. Hefur vegur þeirra sjaldan verið svo slæmur. Flick-hneyksiið örlagaríkt Genscher og Otto Lambsdorff fjár- málaráðherra hömruðu jafnan á þvi aö flokkur þeirra væri ómissandi saltpoki á vegasaltið milli hægri og vinstri aflanna, en sú ímynd hefur beðið mikinn hnekki siöasta eitt og hálfa árið. Sú var tíðin að Lambsdorff var talinn liklegasti arf- taki Genschers sem flokksformaður, en hann neyddist til þess að segja af sér í fyrra, eftir ákæru um að hafa veitt viðtöku framlögum til flokks- sjóösins frá FLICK-fyrirtækjasam- steypunni, sem fékk í staðinn gífur- legar skattaívilnanir. (Þessar skatta- ívilnanir hafa að visu verið afturkall- aðar, en Flick hefur höfðað mál sér i að hindra, að frjálslyndir demókrat- ar verði „flokkur iðnaðarins”. — „Frjálslyndur flokkur, sem ekki fylgir stefnu frjálslynds réttlætis, eða hefur ekki á stefnuskrá sinni að vernda minnihlutann og einstakling- inn, er ekki lengur frjálslyndur flokkur,” sagði hann í viðtali nýlega. Samkeppni við grœningja Aðalglíma frjálslyndra undir for- ystu Bangemanns er við græningja, hinn unga flokk náttúruverndar- sinna, sem á meðan frjálslyndir eru í öldudalnum, hefur hrifsað sæti hans til varnar, og hefur ekki verið greitt úr þeirri flækju enn.) Utanríkisstefnan með handbragði Kohls Álit Genschers sem utanríkisráð- herra skaöaðist af því að aflýst var heimsóknum a-þýskra, búlgarskra og pólskra ráðamanna til V-Þýskalands í fyrra, eins og hann hafði þó lagt sig fram um að auka viðræður til bættr- ar sambúðar milli austurs og vesturs. Þykir mörgum sem utanríkisstefnan fái æ meir á sig handbragð Kohls kanslara, en minna Genschers. Löng vinátta þessara tveggja manna og auk þess óskrifaður samstarfssáttmáli stjórnarflokkanna um að frjálslyndir demókratar skuli ráða utanrikisráð- herrastólnum ætti þó að tryggja Genscher áframhaldandi setu í utan- ríkisráðuneytinu til 1987-kosn- inganna. — Annars hefur Genscher látið á sér skilja, að hann hafi hug á því að gegna embættinu áfram eftir það ef stjórnin haldi velli. En það verður á valdi kjósenda. " sem þriðji stærsti stjórnmálaflokkur- inn — ef marka má skoðanakannan- ir. Ef 3% reynast rétt mat á fylgi flokksins, á hann á hættu að þurrkast út af þinginu, vegna kjörreglna í Vestur-Þýskalandi um lágmarksfylgi flokks í kosningum til þess að hann fái fulltrúa kjörinn á þing. Næstu kosningar til sambands- þingsins í Bonn eru ekki fyrr en eftir tvö ár. En eftir tvær vikur verða fylkisþingkosningar i Saarhéruðun- um og í Vestur-Berlín. Aðalverkefni Bangemanns til að byrja með er að sigla flokki sínum í gegnum þessar kosningar og síðan rétta hlut hans fyrir kosningarnar 1987. Martin Bangemann fjármálaráðherra tekur við formennsku hjá frjáls- lyndum þegar mjög illa árar hjá þeim. Lyftistöng Bangemanns fram á stjórnmálasviðið var þegar forveri hans i fjármálaráðuneytinu, Otto Lambsdorff, neyddist til að segja af sér, og Bangemann var valinn i hans stað. Martin Bangemann nýi leiðtogi f rjálslyndra Umsjón Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.