Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 12
12
DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS1985.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. .
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI ,
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsíngar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda- og plótugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverd 6 mánuflf 330 kr. Verð I lausasölu 30 kr. Helgarblað 36 kr.
Verkfall sjómanna
Sjómenn hafa kolfellt samningana, sem fulltrúar
þeirra gerðu við útvegsmenn. Verkfall heldur áfram á há-
bjargræðistíma á vertíð. Atvinnuleysi heldur innreið
sína. Bátasjómenn eru einkum áhyggjufullir og óvíst að
hafist upp í kvótann.
Samningarnir, sem sjómenn felldu, voru hliðstæðir
samningum, sem yfirmenn höfðu samþykkt. Samstaða
yfirmanna og sjómanna stóð ekki lengi. Þetta var í fyrsta
skipti, sem yfirmenn tóku þátt í verkfalli með sjómönn-
um.
Svigrúmið til kjarabóta er þröngt eins og allir vita.
Enginn láir sjómönnum, þótt þeir vilji fá þokkalega
umbun fyrir erfitt starf sitt. Kjarasamningarnir nú voru
um margt hagstæðir sjómönnum, miðað við aðstæður.
Kostnaðarhlutdeild sjómanna lækkar um tvö prósent.
Forystumenn sjómanna sögðu, að með því hefði loks tek-
izt að snúa þróuninni viö. Verulegur árangur náðist um
kauptryggingu, sem hækkar í 27 þúsund krónur. Lífeyris-
sjóðurinn verður burðugur, líklega einn hinn traustasti í
landinu. Góð útkoma fékkst um slysa- og dánarbætur. Út-
vegsmenn taka þátt í kostnaði af hlífðarfötum. Hér er
aðeins nokkuð nefnt af því, sem sjómenn gátu fengið
fram.
Vegna framlaga ríkisins til að greiða fyrir samningum
hefði ekki átt að koma til verulegra aukinna nettóút-
gjalda útgerðarinnar þeirra vegna. Þetta er mjög mikil-
vægt. Ekki þarf að tíunda slæma stöðu útgerðarinnar.
Hækkun kauptryggingar er að vísu meiri en launahækk-
unin á almennum markaði. En vegna hlutaskiptakerfis-
ins hefðu útgjöld ekki þurft að vaxa mikið. Sjómenn sóttu
hart að fá þessa lágmarkstryggingu aukna.
Svo vel tókst til um samningana, að þeir hefðu ekki
kallað á hækkun fiskverðs. Fiskverðshækkun mundi óhjá-
kvæmilega leiða til gengisfellingar. Fiskvinnslan þolir
ekki slíka hækkun. Falli gengið, hlýzt af því ný verðbólgu-
skriða eins og alkunna er. Ríkisstjórnin kom inn í samn-
ingana með fyrirheitum um niðurfellingu opinberra
gjalda af olíu og lagt verður í lífeyrissjóðinn af uppsöfn-
uðum söluskatti aflatryggingarsjóðs.
Ekki er unnt að ætlast til meiri framlaga af hálfu hins
opinbera.
Þannig voru þetta hagstæðir samningar fyrir sjó-
menn, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna. Sjálfsagt var
af fulltrúum þeirra að samþykkja þetta, einkum eftir að
yfirmenn höfðu samið hliðstætt.
Samningurinn átti að gilda til áramóta 1986—’87.
1 hinni sameiginlegu atkvæðagreiðslu voru bátasamn-
ingarnir felldir með 655 atkvæðum gegn 348. Sjómenn á
stóru togurunum felldu samningana með 50 atkvæðum
gegn 15. Þarna munaði því miklu. Meirihluti sjómanna
virðist reiðubúinn að halda slagnum áfram, komi hvað
koma vill.
Hættan er því sú, að hið fyrsta verði mikið atvinnuleysi
víða um land og tekjutap alþýðuheimila og útgerðar.
Kvótakerfið veitir útgerðinni þó víða tækifæri til að vinna
þetta upp síðar á árinu. Fyrir þjóðarbúið er annar háski
ekki síðri. Verði samningar keyrðir öllu hærra stefnir í,
að útgerðin þurfi hækkun fiskverðs til að mæta botnlausu
tapi. Það stefnir með öðrum orðum í nýja kollsteypu í
efnahagsmálum.
Gengisfelling mun koma allri þjóðinni illa. Hún mun
eyða vonum um, að aftur réttist úr í efnahagsmálum.
Ríkisstjómin hlýtur að íhuga, hvort lagasetning í vinnu-
deilunni sé ekki illskárri kostur. Haukur Helgason.
Kjallarinn
Hnefaréttur—
bolabrögð
fjárkúgun
Fyrirsögn þessa greinarkorns er
sótt í oröaval leiöarahöfundar DV
síðastliðinn laugardag. Aö þessu
sinni var leiöarinn tileinkaöur upp-
sögnum og kjaramálum kennara.
Þaö er dapurlegt til þess að vita að
atvinnuskríbent eins og leiöarahöf-
undur DV skuli rita heila grein um
þetta efni án þess aö drepa nokkru
sinni á kjarna málsins, nefnilega lág
laun kennara og flótta þeirra úr
störfum sínum undanfarin misseri.
Auk þess sýnist mér leiöarinn höfða
fyrst og fremst til vanþekkingar og
skammsýni lesandans. Lítum á fáein
atriöi.
Villandi skrif
„Ætlunin er að setja skólastarf úr
skorðum svo mjög aö stjómvöld láti
undan vegna hagsmuna nemenda”
„Landsmenn hafa áöur kýnnst
slíkri fjárkúgun, til dæmis af lækn-
um og flugmönnum”
Ég held að þessi samlíking sé í
hæstan máta villandi þar eð ýjaö er
að því að kjör kennara séu sambæri-
leg viö kjör þessara stétta, sem er
öldungis fráleitt. Forsendur fyrir
kröfugerð háskólamenntaöra ríkis-
starfsmanna em laun annarra
háskólamanna. Aöeins er verið aö
fara fram á aö ríkið greiöi markaös-
verö fyrir menntun. Leiöarahöfund-
ar DV hafa á stundum fjallað um
mikilvægi þess aö markaöur ráöi
verðlagningu.
„Tilitssemi við nemendur víkur
fyrir þeim einkahagsmunum ”
Þama gætir nokkurrar vandlæt-
ingar. Hverjir skyldu svo vera þessir
einkahagsmunir? Viö skulum átta
£ „Samfélagið getur vart ætlast til
þess að þjónslund kennara gagn-
vart ungviði landsins gangi fyrir þeirri
manneskjulegu skyldu að sjá eigin
börnum f arborða. ’ ’
Hér er lætt að þeirri skoðun aö
skólastarf varði einungis þá einstakl-
inga sem í skólunum sitji hverju
sinni. Auðvitað varöar okkur öll um
það skólastarf og þá menntastefnu
sem samfélagið rekur. Ég hygg að
flestir séu sammála um aö árangurs-
ríkt skóiastarf og metnaðarfull
menntastefna nær ekki fram aö
ganga nema skólunum haldist á vel
menntuðu fólki sem hefur efni á aö
vinna óskipt í þágu skólanna. Á
þessu sjónarmiði byggist til að
mynda stuðningur framhaldsskóla-
nemenda viö kröfur kennara sinna.
okkur á því aö manninum er eölis-
lægt aö bera umhyggju fyrir
afkvæmum sínum. Samfélagið getur
vart ætlast til þess aö þjónslund
kennara gagnvart ungviöi landsins
gangi fyrir þeirri manneskjulegu
skyldu að sjá eigin börnum farboröa.
Hver er hin eðlilega leið?
„Þeir heföu átt aöfara eölilega leið”
Stundum er sagt aö læra eigi af
reynslunni. Þaö vill nefnilega svo til
aö hin „eðlilega” leiö hefur ætíö ver-
ið farin til þessa. Þrátt fyrir það
LARUSH.
BJARNASON
FYRRV. KENNARI VID
MENNTASKÓLANN
VIÐ HAMRAHLÍÐ
hefur fjármálaráöuneytinu meö
dyggilegri aöstoö kjaradóms ævin-
lega tekist aö hunsa kröfur háskóla-
menntaöra ríkisstarfsmanna um
leiöréttingu á kjörum sínum til jafns
við aöra háskólamenn. Þegar þetta
er ritaö (3. mars) eru engin teikn á
lofti um stefnubreytingu hjá fjár-
málaráðuneytinu. Loforð þess um aö
taka tillit til álits svokallaörar
endurmatsnefndar eru óljós. Því er
erfitt aö ætla kennurum aö reiöa sig
á þau ein, enda hafa flest gögn nefnd-
arinnar veriö lögö fram viö fyrri
samningsgeröir án þess aö mark
væriáþeim tekiö.
Hvernig skólar?
Aðlokumþetta: Framhaldsskóla-
kennarar eru vissulega ekki yfir
gagnrýni hafnir. Hins vegar hvet ég
fólk til þess að vera á varöbergi
gagnvart áróöri af þvi tagi sem birt-
ist i umræddum leiðara. Hér er um
miklu alvarlegri mál að tefla en svo
að viö höfum efni á að drekkja um-
ræðunni í gífuryrðum um annarlegar
hvatir kennara. Lyktir þessarar
kjaradeilu kunna aö ráöa úrslitum
um það hverskonar skólum veröur
haldiö uppi á Islandi um næstu fram-
tíð. Þetta mættu stjórnmáiamenn-
imir gjaman íhuga, sem á hátíða-
stundum tala um gildi menntunar og
um menntun og hugvit sem auðlind.
Þjóöin veit að mistök við virkjanir
emdýrkeypt. . . .
Lárus H. Bjamason.
,,Ég hygg að flestir séu sammála um að árangursríkt skólastarf og metnaðarfull menntastefna nær ekki
fram að ganga nema skólunum haldist á vel menntuðu fólki sem hefur efni á að vinna óskipt i þágu skól-
anna."