Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 14
14
DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS1985.
Menning Menning Menning Menning Me
Hægt að breyta
öllu i heiminum
— líka á íslandi, segír Magnús Kjartansson myndlistarmaður
I Listmunahúsinu við Lækjargötu
sýnir Magnús Kjartansscn myndiistar-
maður nú verk sín. Þetta er sjöunda
einkasýning hans. Magnús er óragur
viö aö reyna nýjungar í listinni. Sjón-
varpsáhorfendur hafa ef til vill veitt
því athygli að hann auglýsir sýningu
sína þar. Magnús var spurður hverju
það sætti að hann gengi feti framar en
kollegar hans í kynningu á verkum sín-
um.
„Já, þaö er rétt, ég tók upp á því að
auglýsa í sjónvarpinu, enda er ég orð-
inn hetja í augum litlu dóttur minnar.
Hún horfir á auglýsingar og trúir
þeim. 1 raun og veru er þetta spurning
um hvort listin eigi að víkja fyrir
baunadósum og kóka kóla. Eða eru
listamenn ef til vill of fínir fyrir sjón-
varpið?”
Finnst þér jarðvegurinn vera góður
fy rir myndlist hér á landi?
„Jarðvegurinn er sjálfsagt góður en
það þarf að rækta hann. Myndmennt er
homreka í skólakerfinu. Islendingar
hafa enga stefnu í þeim málum. Þeir
hafa enga menningarpólitík og hug-
leiða lítið, held ég, gildi myndlistar.
Við veröum að gæta okkar á því að
gera pólitíkina ekki hundleiöinlega og
flata. Maöurinn lifir ekki á brauði einu
saman. A Alþingi er enginn sérlega
áhugasamur um málefni myndlistar.
Þar eru nokkrir velviljaðir en engir
baráttumenn. Ég vilmeina aðvið þurf-
um að kjósa um fleira en brauðið.
Vandinn stafar ef til vill mest af því að
myndmenntun er ekki nógu góð. Sér-
greinar eru það ríkar þegar ofar kem-
ur í skólakerfið aö h ver og einn er mjög
illa aö sér f yrir utan sitt svið.
Það gleymist oft að myndlist getur
haft mjög hagnýtt gildi. Það er segin
saga að þjóðir sem hafa spjarað sig við
framleiðslu eiga ríka myndhefð. Við
„Ég tefli saman ólíkum hlutum," segir Magnús, „tilveran er þannig."
þurfum aö standa okkur betur á sviöi
hönnunar. Hvað ætlum við að fram-
leiða ef við vitum ekki hvemig það á að
líta út? Eina sviðið þar sem við erum
verulega góðir er að skrifa enda hefðin
gömuL”
Hvers vegna er háð óyfir-
lýst styrjöld í Afganistan?
Mikið er skrifað um Afganistan í
islenskum blöðum. Það er oft talað
um að árásir á afganskt landsvæði
séu gerðar frá landamærahéruðum
Pakistan.
En það er aftur á móti ekkert talaö
um skipulagöar hemaöarárásir á
Afgana sem era að byggja upp frið-
samlegt líf undir stjórn lögmætrar
rikisstjómar lands síns.
Apríl-byltingin
Apríl-byltingin, sem gerð var í
Afganistan árið 1978, breytti þróun í
landinu frá rótum. Þjóð Afganistan
hvarf yfir á braut umbreytingar í
lýðræðisátt, burt frá lénsskipulagi,
sem hafði auðvitaö í för með sér
veraleg umskipti í innan- og utanrík-
isstefnu Afganistan. Einmitt þessi
umskipti vora ekki að skapi vissum
hópum á Vesturlöndum. Hver var
ástæðan? Hvers vegna fer áhuginn á
Vesturlöndum til svokallaðs „Afgan-
istan-vandamáls” vaxandi ár frá
ári?
I Sovétríkjunum telja menn að
áhuginn á þessu hafi ekki orðið til af
sjálfu sér: Hann endurspeglar að-
eins það sem gerist á bak við tjöldin í
þessu máli. En í því taka þátt
nokkrir áhrifaríkir aöilar í Banda-
rikjunum og nokkrum öðrum lönd-
um.
Dagblaðið „Washington Post”
skrifaði nýlega að „leynileg aöstoð
af hálfu CIA við uppreisnaröflin í
Afganistan hafi orðið aö mestu leyni-
aögerð Bandaríkjanna eftir stríðið í
Víetnam”. Á yfirstandandi f járhags-
ári, segir blaðið, hefur þingið aukið
veralega fjárveitingar til þessara
mála og veitt til þeirra u.þ.b. 250
milljónum dollara. Þrjú önnur
ónefnd lönd í Miöausturlöndum og
Así” hafa í hyggju að veita 200 doll-
ara aðstoð í peningum, vopnum og
skotfærum. Samkvæmt upplýsingum
„Washington Post” er möguleiki á
því að uppreisnaröflin fái 600
milljónir dollara. Breska tímaritið
„Jane’s Defence Weekly” skýrði frá
því um hvaða lönd væri að ræða:
Saudi Arabíu, Israel og Kína. En
þetta era síöur en svo allar leiðir til
hjálpar. Svissneska blaðið „Tribune
de Geneve” skýrði frá því í janúar-
lok að Bandaríkin hefðu pantað níu
loftvarnarbyssur frá svissneska
fyrirtækinu „Oerlikon-Buehrle”
handa afgönsku uppreisnarmönnun-
um.
Áróður
Vestrænn málgögn, nokkrir opin-
„Vestræn málgögn, nokkrir opinberir aflilar, hvetja til „frelsis” og „sjálfstæðis" Afgana þegar um er afl
ræfla Afganistan. Þá er ekkert talað um þær þjáningar og hörmungar sem aðgerðir uppreisnarmanna
hafa í för mefl sór."
berir aöilar, hvetja til „frelsis” og
„sjálfstæðis” Afgana þegar um er að
ræða Afganistan. Þá er ekkert tal-
að um þær þjáningar og hörmungar
sem aðgerðir uppreisnarmanna hafa
í för meö sér. Nú hafa veriö eyðilagð-
ar 1814 skólabyggingar i landinu, 31
sjúkrahús, 906 samyritjubú, 14.000
kOómetrar af jámbrautarlögnum,
margar brýr o.fl. Beinn skaði nemur
35 milljörðum afganí (um 800
milljónum dollara). Glæpamennirnir
hlífa hvorki bömum, konum né gam-
almennum þegar þeir ráöast á þorp
og borgir. Þeir hafa mengað branna
og drepið búfé.
Einhver islenskra lesenda getur
komið með þá mótbáru að hér sé ekki
um glæpamenn að ræða. Þetta séu
öfl sem séu að berjast fyrir „frelsi
afgönsku þjóðarinnar”. Hér eiga orð
bandaríska tímaristins „Political
affairs” best við þess efnis að fólk,
sem myndar nokkra tugi afganskra
hópa, sem gefa sig út fyrir pólitíska
flokka og eru staðsettir utan Afgan-
istan, líkist helst hreinum glæpa-
mönnum. Einmitt þessir hópar
kynna sig sem „baráttumenn fýrir
frelsi” i nokkrum höfuðborgum
Evrópu. Og þeir fá æ meira fé með
hver ju árinu sem líður.
Þrátefíi
I hvaða markmiði? Til þess að
verja afgönsku þjóðina? Nei, hér er
um annað að ræöa. Ef tækist aö
koma í veg fyrir byltinguna í Afgan-
istan, kollvarpa þjóðarstjóminni í
Kabúl, þá gætu Bandaríkin þegar í
staö ráðist inn í Afganistan og komiö
þar upp herstöðvum og þar með
þeim njósnastöðvum sem Washing-
ton missti í Iran. Bandarískir aðilar
hafa ástæðu til þessa: Landamæri
E. BARBUKHO
YFIRMAÐUR SOVÉSKU
FRÉTTASTOFUNIMAR
APN Á ÍSLANDI
Sovétríkjanna og Afganistan eru
næstum 2.400 km löng.
■ „Pravda” skrifaði nýlega að
„hægt væri að halda því fram og
færa rök þar að að einmitt hemaðar-
legar og strategiskar hugleiðingar
lægju til grundvallar aðgerðum Was-
hington en ekki umhyggja fyrir afg-
önskum uppreisnarmönnum”.
Lesandinn hefur rétt til að spyrja
hvar lausn vandamálsins sé að finna.
Sovétríkin hafa fyrir löngu lagt til
að vandi þessi verði leystur á eftir-
farandi hátt: Sovéskt herlið verði
flutt á brott úr landinu samkvæmt
samþykki rikisstjórnar Afganistan
ef bannaö verður að senda andbylt-
ingarflokka inn í Afganistan og slíkt
verður að banna með samkomulagi
milli Afganistan og nágranna þeirra.
Það er fyllilega eðlilegt: Það er þörf
á góðri tryggingu til þess að ekki
verði umnýja innrás að ræða.
E; Barbukho.
ám „Þjóð Afganistan hvarf yfir á
“ braut umbreytingar í lýðræðisátt,
lburt frá lénsskipulagi, sem hafði |
auðvitað í för með sér veruleg umskipti
í innan- og utanríkisstefnu Afganist-
an.”