Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS1985.
Spurningin
Hvað ætlar þú að gera
í sumarleyfinu?
Sigriöur Þorvarðsdóttir húsmóðir: Eg
er ekki búin að ákveða það en verð
örugglega hér á landi.
Svanhildur Árnadóttir sölumaður: Eg
er ekkert búin aö ákveða.
Július Þorbergsson ellilíleyrisþegi: Eg
býst ekki við aðgera neitt í sumar.
Guðrún Hreinsdóttir B.H.: Eg ætla
ekki að gera neitt í sumar.
Einar Bergsson bílstjóri: Ekkert búinn að
ákveðaennþá.
Björk Svendsen nemi: Ég ætla út til
Spánar í sumar og hafa það gott.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Kettimir MÖrgUlll tíl
við Réttar. ... y
l,<"tsskAla: | mikillar anægju
Svanlaug Löve hringdi:
Fimmtudaginn 28. febrúar fæddist
í DV undrafrétt og er Hjörtur nokkur
Jónsson sagður faöirinn. Þar segir
Hjörtur að 10 til 15 villtir kettir hafi
ráðist á sig, en sem betur fer var
hann vel vopnum búinn, meö plast-
poka í hendi sér. Brá hann pokanum
yfir höfuðið og hlaut ekki svo mikið
sem rispu. Hjörtur segir að kettirnir
hafi rifið pokann í tætlur. Hvernig
gátu kettir, sem eru mjög smávaxin
dýr, rifið poka á höfði manns án þess
að snerta þá líkamshluta sem fyrir
neðan eru? Hvar í ósköpunum er
höfuðið á manninum? Köttum þeim
sem halda sig í hitaveitustokk við
Réttarholtsskóla er gefið af góðu
fólki og eru þeir mörgum til mikllar
ánægju. Þeim er færður matur í
plastpokum. Er ekki trúlegast aö
ekkert illt hafi búið í köttunum en
þeir haldið að matur væri í
pokanum? Mig furðar á að næstum
fulltíöa maður skuli lýsa þvi yfir í
víðlesnu dagblaði að hann sé
hræddur viöketti.
Bréfritara svíður allt það fjármagn sem geymt er á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.
TÍMABÆRT AÐ GIRÐA
REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ AF?
Garðar Björgvinsson skrifar:
Tónlistarhöll er næsta tómstunda-
gaman Reykvíkinga. Seðlabankinn er
að verða langt kominn og Flugstöðin
flýgur upp. Stórmarkaðir hoppa upp úr
jörðinni næstum fullgerðir með allar
hillur kúfaðar af vamingi. Skemmti-
staðir, bjórkrár og matsölustaðir eru
komnir á næstum hvert horn. Stór raf-
orkuver risa til framleiðslu á niöur-
greiddri orku til útlendinga og áætlanir
um nýjar virkjanir eru gerðar 40 ár
framítímann.
Allt er þetta fjármagnað með útgáfu
ávísana á ósjálfbjarga barnið í vöggu
sinni. Ekki þarf nú mikla stjórnspek-
inga til útgáfu slikra ávísana en það er
í lagi, því ef þreytumerki sjást á við-
komandi stjórn er hún færð aftur í
stjórnarandstöðu í stað þess að láta
hana fá spark í endann eins og aðra þá
er óhæfir reynast til verka.
Ef peninga vantar til gjaldeyrisafl-
andi atvinnutækja úti á landsbyggð-
inni við sjávarsíðuna þarf aö sækja þá
til Reykjavíkur, því þeir eru geymdir
þar. Þangað renna þeir sjálfkrafa því
sveitarfélögin eru gerð algjörlega háð
ríkinu. Er ekki tímabært að girða
Reykjavíkursvæðiö af og snúa þessari
öfugþróun við?
Hraðamælingar:
Lögreglu-
menn eins
og
gammar
Hörður Guðmundsson hringdl:
Eg var að aka niður Breiðholtsbraut-
ina í góðu, björtu veðri í vikunni og þá
var lögreglan að taka ökumenn fyrir of
hraðan akstur niður við Elliðaárnar.
Þeir kipptu mér út af á 70 km hraöa en
ekki bílunum fyrir framan mig né aft-
an sem þó voru á svipuðum hraða að
dóla þarna niður eftir. Þaö er auðsætt
að þessir menn eru sendir út af örkinni
bara til að ná í sektir. Þeir sjást aldrei
við hraðamælingar við slæm skilyrði, í
hálku eða rigningu, en um leið og sól
fer aö skína og léttir til þá eru þeir eins
og gammar á stöðum þar sem engin
raunveruleg hætta stafar af því þó bíl-
stjórar aki nokkrum kílómetrum hrað-
ar en leyft er. Eg get ekki séð að þetta
bæti umferðarmenninguna að neinu
marki. Bílstjórar verða argir yfir
þessu, það er allt og sumt. Lögreglunni
væri nær að fylgjast meö þar sem
hætta stafar af glannalegum akstri.
Hörður getur ekki séð að hraðamælingar, eins og þeim er beitt, bæti um
ferðarmenninguna að neinu marki.
Hissaá
útvarpinu
Ástahringdi:
Eg er mjög hissa á útvarpinu að hafa
þátt Einars Karls Haraldssonar um
Sturlungu á sunnudögum á undan guðs-
þjónustunni. Mér finnst nóg af drápum
í dagskránni þótt þaö sé ekki verið að
tíunda þau rétt áður en messan hefst
og eyðileggja þannig fyrir okkur helgi-
daginn. Það má flytja þennan þátt eitt-
hvað annað.
Svo verð ég nú að segja að afskap-
lega finnst mér hann Ingvi Hrafn
leiðinlegur spyrill. Hann er bæði of æst-
ur og óðamála.
Að lokum langar mig að biðja um að
þættirnir hans Gunnlaugs Þórðarsonar
verði endurteknir í útvarpið. Gunn-
laugur er einn skemmtilegasti maöur
sem kveður sér hljóðs í þessum ágæta
fjölmiðli. Eg hef fundið það vel hve
gott útvarpiö er í veikindum þegar
maður hefur u ið annað til skemmtun-
ar.
Ömurlegt
óréttlæti
Berglind Þorsteinsdóttir skrifar:
Eg las í DV fyrir skömmu um pUtinn
sem dvelur í fangelsisvistaverunni á
Spáni. Það fékk virkilega á mig að lesa
um aðbúnaðinn þarna og mér finnst
það óhugguleg tilhugsun aö vita af
drengnum á þessum hörmulega stað,
innan um morðingja og aðra misindis-
menn. Hans „glæpur” var smáþjófn-
aður á hóteli. Lagalegur réttur pUtsins
er algerlega sniðgenginn. Hann hefur
verið látinn dúsa þarna, peningalaus
og hjálparlaus, án þess að dæmt sé
endanlega í málinu.
Mig langar mjög mikið til að vita
hvað á að gera í þessu máU. Ætla réttir
aöilar ekki aö huga að því að bæta
þetta ömurlega óréttlæti? Hverjir eru
það sem eiga að hjálpa í svona tilfeU-
um?
ÞAKKIR
Tvær á Birkigrund hringdu:
Okkur langar tU að koma á framfæri
þökkum til Traffic fyrir Whami-hátíö-
ina sunnudaginn 23. febrúar. Vonandi
verða haldnar fleiri sUkar hátíðir.
IhringiðI
ÍSÍMA
68-66-11
kl. 13 til 15
eða
SKRIFIÐ