Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 32
DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS1985.
32
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubanklnn: Stjomureikningar eru
r fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri.
Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar til
þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað
innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning-
arnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörau reiknlngar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 9% vöxtum.
Líf eyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf-
eyrissjóðum eða almannatryggingum.
Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Vextir eru 31% og á'rsávöxtun 31%.
Sérbók fær strax 30% nafnvexti 2% bætast
síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem
innstæða er óhreyfð, upp í 36% eftir níu
mánuði. Ársávöxtun getur orðið 37.31%
Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum
er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs-
ávöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru
færðir um áramót og þá bornir saman við
vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn-
ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun
bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókbi skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga í
bankanum fæst IB-bónus. Overötryggðan 6
mánaða reikning sem ber þannig 36%
nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og
verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber
3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir
saman mánaðarlega og sú ávöxtun vaiin sem
reynist betri. Vextir eru færðir misserislega,
30. júní og 31. desember.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
35% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára-
mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins
vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða
verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri
gildir hún umræddan ársfjórðung.
Af hverri úttekt dragast 2.1% i svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta-
relkning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2
mánuðina, 3. mánuðinn 25.5%, 4. mánuðinn
27%, 5. mánuöinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%.
Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði
32.5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils
það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er
35.14%.
Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6
mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé
ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há-
vaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með
Ábót er annaðhvort 2,75% og full verðtrygg-
ing, eins og á 3ja mánaða verðtryggðum
sparireikningi, eöa ná 34,6% ársávöxtun, án
verðtryggingar. Samanburður er gerður
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuð.
Verslunarbtakinn: Kaskó-reikningurinn er
óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil
á ári, janúar—mars, apríl—júní, júlf—
september, október—desember. I lok hvers
þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta-
uppbót sem miðast við mánaðarlegan út-
reikning á vaxtakjörum bankans og hag-
stæðasta ávöxtun látin gild^. Hún er nú ýmist
:á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með
30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eöa á
verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 2%
vöxtum.
Sé lagt inn á miðju tímabUi og inn stxða
látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknást
uppbót allan sparnaðartímann. Við úttekt
fellur vaxtauppbót niður þaö tímabil og vextir
, reiknast þá 24%, án verðtryggingar.
íbúðalánareUmingur er óbundinn og með
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
Spamaður er 2—5 ár, lánshlutfaU 150—200%
miðað við spamað með vöxtum og
veröbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár.
Utlán eru með hæstu vöxtum bankans á
hverjum tíma. Spamaður er ekki bundinn við
fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður
hámarkslán eftir hvert sparnaðartimabU. Sú
ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári.
Sparisjóðir: Vextir á Trompreikningi em
stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4.—
6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12
mánuði 32.5%. Arsávöxtun 35.1%. Sé tekið út
af reikningi á einhverju vaxtatímabUinu,
standa vextir þess næsta tímabU. Sé
innstæða óhreyfð í 6 mánuði frá innleggsdegi
er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6
mánaöa verðtryggðs reiknings. Sú gUdir sem
betri reynist.
Rikissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A
1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau
em verðtryggð og með 7% vöxtum,
óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og
100.000 krónur.
Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau eru verðtryggð og með 6.71 vöxtum.
Vextir greiðast misserislegá á tímabUinu,
fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðir erú 5,
10 og 100 þúsund krónur.
Spariskírteini með hreyfanlegum vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru bundin til
10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru
hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða
verðtryggðum reikningum banka með 50%
álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú.
Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkur SDR
1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru
5.000,10.000 og 100.000 krónur.
Spariskírteini rUiissjóðs fást í Seðla-
bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari-
sjóðum og verðbréfasölum.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 hfeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána-
upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir
bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og
áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000
eftir sjóðum, starfstima og stigum. Lánin eru
verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími
er 15—35 ár eftir sjóöum og lánsrétti.
Biðtími eftir lánum er mjög misjafn,
breytilegur miUi sjóða og hjá hverium sióði
eftiraðstæðum.
Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi
skiptir um hfeyrissjóð eða safna lánsrétti frá
fyrri sjóðum.
IMafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða tU vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1.000 krónur Uggja inni í 12 mánuði á
24,0% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í
þvítUviki.
Liggi 1.000 krónur inni í 6+ 6 mánuði á 24,0%
vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex
mánuðina. Þá er innstæðan komin í 1.120
krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir
seinni sex mánuðina. Lokatalan verður
þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%.
Dráttarvextir
Dráttarvaxtir
I mars eru dráttarvextir 4%. Dráttarvextir
á ári reiknast 48%, dagvextir eru því 0.1333%.
Vísitölur
Lánskjaravísitalan
fyrir mars 1985 er 1077 stig, en var 1.050 stig í
febrúar. Miðað er við 100 í júní 1979.
Byggingarvisitalan
fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins er 185 stig.
Hún var 168 stig síðustu þrjá mánuði ársins
1984. Miðað er við 100 í janúar 1983.
VEXTIR BAWKA 0G SPARISJðÐA 1%)
innlAn með sérkjörum sjA sérlista ifífi ii II11 iili iiii ú
innlAn överotrvggð
SPARtSJðOSBÆXOR ðfauntfin nntaéa 244) 244) 244) 244) 245 245 245 245 245 245
SPARIREIKNINGAR 3f« miraða uppsqp 274) m 274) 274) 275 275 275 275 275 275
SnUnNl.wðgn 384) 39.2 304) 31,5 365 315 315 305 315
12 minaða uppsögn 324) m 324) 315 325
18 mimða uppsögn 374) «4 375
SPARMAÐUR - LANSRÉTTUR Sparað 3 5 mánuúi 274) 275 275 275 275 275 275
Sparað 6 mén. og maira 31,5 305 275 275 315 305 305
inrlAhsskIrteiw Ti 6 mánaóa 324) 34,6 304) 314> 315 315 325 315
TÉKKAREIKWNCAfl Avfunaraðmmgar 224) 224) 184) 115 195 195 195 195 185
Hk^anfluáwi 194) 164) 184) 115 195 125 195 195 185
INNUN verðtryggð
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaóa uppaógn 44) 44) 24> 05 25 15 2.75 15 15
6 mánaóa uppaógi 6Í 84> 35 35 35 35 35 25 35
innUn gengistryggo
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadolarar 9.5 9,5 •4) 85 75 75 75 75 85
Slarfingapund 104) 94> 104) 115 105 185 105 105 85
Vwturþýjkmört 44) 44) 44) 55 45 75 45 45 45
Darakar krónur 10,0 94i 104) 15 105 165 105 105 85
íitUn úverðtryggð
ALMENNIR VlXLAR (forvaxta) 314) 314) 314) 315 315 315 315 315 315
VIOSKIPTAVtXLAR (forvartx) 324) 324) 324) 325 325 325 325 325 325
ALMENN SKULDABRÉE 344) 344) 344) 345 345 345 345 345 345
VIOSKIPTASKULDABRÉF 354) 354) 355 355 365 365
KLAUPAREIKNINGAR Vfvckáttur 324) 324) 324) 325 325 325 325 325 325
útiAn verðtryggð
SKULDABRÉF Aó 2 1/2 árí 44) 44) 44) 45 45 45 45 45 45
Langrí an 21/2 ár 54) 54) 54) 55 55 55 55 55 55
útUntil framleiðslu
VEGNAINNANLANDSSÚLU 244) 244) 244) 245 245 245 245 245 245
VEGNA 0TFUITNMO3 SDR raiuHRiynt IpS U 15 15 M 95 15 95 95
í gærkvöldi í gærkvöldi
Sigurður Lárusson knattspyrnumaður:
Sjónvarp á fimmtudögum
I sjónvarpi þá horfi ég yfirleitt
alltaf á íþróttimar og er aö
mörgu leyti ánægöur meö þær. Svo
eru það fréttir og ýmsir fræðsluþætt-
ir sem vekja áhuga minn. Mér finnst
þeir þarna á sjónvarpinu geta hins
vegar sleppt þessum bíómyndum
sem þeir hafa verið aö sýna. Þær eru
yfirleitt svo lélegar að þaö er ekki
horfandi á þær. Það kom aö vísu ein
góö mynd um daginn, það er Deer
Hunter. Ef ég mætti ráöa mundi ég
hafa sjónvarp á fimmtudögum líka
og hef ja þá dagskrána á fréttum og
sýna svo góða bíómynd. Svo mætti
gera meira af innlendu efni þama á
sjónvarpinu, skemmtiþætti og þætti
eins og Stiklur, sem eru mjög góöir.
Það fer nú lítið fyrir útvarps-
hlustun hjá mér. Eg hlusta á fréttir á
rás 1, annars heyrir það til undan-
tekninga ef ég legg eyrun eftir öðm
efni þar. Frekar kýs ég rás 2 eða
Kanaútvarpið.
Bragi Hinriksson framkvæmdastjóri
lést 25. febrúar sl. Hann var fæddur 29.
maí 1931. Foreldrar hans vom hjónin
Elísabet M. Júlíusdóttir og Hinrik
Jónsson. Eftirlifandi eiginkona Braga
er Ingibjörg V. Jóhannsson. Þau hjón-
in eignuöust fjögur böm. Bragi lauk
námi í prentmyndun. Arið 1972 stofn-
aði hann sitt eigið fyrirtæki, Gier og
postuiín, og rak hann þaö til síðasta
dags. Síðustu tvö árin var Bragi bú-
settur í Noregi. Utför hans verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag ki. 13.30.
Sveinn Hjálmarsson, Vesturbergi 48
Reykjavík, frá Svarfhóli, Svínadal,
verður jarðsunginn frá Hallgríms-
kirkju í Saurbæ laugardaginn 9. mars
kl. 14.
Guðmundur G. Hagaiin rithöfundur
verður jarösunginn frá Reykholts-
kirkju, Borgarfirði, laugardaginn 9.
mars kl. 14. Rútuferð frá Umferöar-
miðstöðinni í Reykjavík kl. 11. f.h.
Guðni Þorsteinsson múrarameistari,
Selfossi, verður jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju laugardaginn 9. mars kl.
13.30.
Jón Skúlason, Þykkvabæ, Landbroti,
veröur jarösunginn frá Prestbakka-
kirkju laugardaginn 9. mars ki. 14.
Guðrún H. Sæmundsdóttir, Reykjavik-
urvegi 29 Skerjafirði, sem lést í Hafn-
arbúðum 1. mars, veröur jarðsungin
frá Fossvogskapellu föstudaginn 8.
mars kl. 10.30.
Rannveig Svanhvít Benediktsdóttir,
Langholtsvegi 4, lést á Sólvangi,
Hafnarfirði, 5. mars.
Kristin E. Einarsdóttir frá Norðfirði,
Norðurbrún 1 Reykjavík, lést í Hátúni
10 B 5. mars.
Olöf Halldórsdóttir, Steinagerði 14,
verður jarðsungin frá Bústaöakirkju
föstudaginn8. marskl. 15.
Guðlaug Guðmundsdóttir veröur jarð-
sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 8. mars kl. 13.30.
Sturla Steindór Steinsson, Suðurgötu 4,
verður jarösunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 8. mars kl. 15.
Einar Þór Agnarsson, Smyriishrauni
29, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 8. mars kl. 15.
Tilkynningar
Kvenfélag
Hallgrímskirkju
Fundur veröur í félagsheimili kirkjunnar
funmtudaginn 7. mars kl. 20.30. Dagskrá
veröur fjölbreytt, einsöngur Kolbrún á
Heygum syngur viö undirleik Ölafs Vignis
Albertssonar. Upplestur Olga Sigurðardóttir,
kaffi og aö lokum hugvekja sem sr. Ragnar
Fjalar Lárusson flytur. Félagskonur eru
vinsamlega minntar á að baka fyrir kaffisölu
félagsins sem veröur í Domus Medica sunnu-
daginn 24. mars.
„Sjö stelpur"
Leikfélag fjölbrautar Kvennaskólans frum-
sýndi á dögunum leikritið „Sjö stelpur” undir
leikstjórn Ásdísar Skúladóttur. Höfundur
leikritsins dvaldi sjálfur sem gæslumaður á
upptökuheimili fyrir stúlkur. Eftir veru sína
þar, gaf hann út dagbók frá þessu tímabili
með nafninu „Jag skiter í varenda javla
pundhure” (Eg gef skít í hvern einasta imba-
hala). Er efni leikritsins aö verulegu leyti
byggt á henhi. Til að forðast óþarfa hnýsni tók
hann sér höfundamafnið Erik Torstensson, og
einnig eru nöfn stúlknanna dulnefni.
Sýningar eru að Fríkirkjuvegi 11 (kjaU-
ara), í húsi Æskulýðsráös, kl. 20.30. Næstu
sýningar verða í dag, 7.3., 12.3. og 14.3. Miða-
verð kr. 150.
Kvenfélag
Frfkirkjunnar
í Reykjavík
heldur fund aö HaUveigarstöðum fimmtudag-
inn 7. mars nk. kl. 20.30. Gestir fundarins
verða félagar úr kvenfélagi Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði.
Tónleikar í
Safari
Þann 7. mars nk. heldur hljómsveitin Tic Tac
tónleika í veitingahúsinu Safari. Þetta veröa
fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar í höfuð-
borginni á þessu ári. Nokkurt hlé hefur verið
á starfsemi Tic Tac frá því plata hljóm-
sveitarinnar, Poseidon sefur, kom út. Efnis-
skrá tónleikanna samanstendur að mestu af
nýju efni. Isiendingar eru hvattir til að mæta.
P.S. Húsið opnað kl. 10, hljómsveitin
byrjaraðspilaumkl. 11.30.
Kirkjufélag
Digranesprestakalls
heldur fund fimmtudaginn 7. mars ki. 20.30 í
safnaðarheimUinu við Bjarnhólastíg. Dr.
Einar Sigurbjörnsson flytur erindi og sýndar
verða litskyggnur frá Egyptalandi.
IMeskirkja
Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 20.
Sr. Guðmundur Óskar Oiafsson.
Kvenfélagið
Hrönn
Fundur í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 að
Borgartúni 18. Helga Agústsdóttir kemur á
fundinn.
Almanakshappdrætti
Landssamtaka
Þroskahjálpar
Dregið hefur verið í almanakshappdrætti
Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir febrú-
ar. Upp kom númerið 5795. Vinningurinn í
janúar er 2340.
Vinningar á árinu 1984, frá mars til des.:
31232 - 47949 - 53846 - 67209 - 81526 - 88273
-105262 -111140 -124295 -132865.
Félagsvist Húnvetninga-
félagsins -
SpUum félagsvist næsta sunnudag 10. mars
kl. 16.00 e.h. að Skeifunni 17, Fordhúsinu.
Góð verðlaun. Stjómandi Ingi Tryggvason.
Skemmtinefndin.
Árshátíð Breiðfirðinga-
félagsins í Reykjavík
verður haldin í Domus Medica laugardaginn
9. mars kl. 19. Upplýsingar í símum 16689,
685771 og 33088.
Spormörkuð
í norrænni
samvinnu
Ein yfirgripsmesta áætlun sem
lögö hefur veriö fyrir þing Noröur-
landaráös hefur veriö til umræöu síð-
an á mánudag. I gær var hún sam-
þykkt. Áætlunin um efnahags- og at-
vinnuþróun á Norðuriöndum var
samþykkt meö 59 atkvæðum, tveir
greiddu atkvæði gegn henni. Þetta er
’áætlun upp á 2,5 milljaröa króna og
hún nær til margra þátta í samskipt-
um Norðurlandanna. Samþykkt
þessarar áætiunar markar spor í
norrænni samvinnu.
-ÞG
Til skíðaráða og
skíðafélaga
Vegna snjóleysis er Lambagöngunni, sem
fram átti að fara á Akureyri hinn 9. mars nk.,
frestað. Gangan fer fram laugardaginn 20.
apríl ef aðstæður leyfa. Nánari upplýsingar í
síma 22722 og 22930.
Afmæli
Ágúst
50 ára
Ágúst Matthíasson, eða „lamaði íþróttamað-
urinn,” eins og Ágúst hefur oft verið kallaður,
er 50 ára í dag, 7. mars. Ágúst, sem var mlkill
íþróttamaður ú sínum yngri árum, lamaðist
ungur. Hann er þekktur fyrir iþróttaáhuga
sinn og er mikill stuðningsmaður ÍBK. Hefur
aldrel látið sig vanta á leikl liðsins f knatt-
spyrau f gegnum árin. Þá er hann einnig mik-
ill stuðningsmaður Víðis úr Garði enda fædd-
ur og uppalinn i Garðinum.
Ágúst tekur á móti gestum í Samkvæmis-
húsinu í Garði kl. 20—22 i kvöld.
ÁLBARKAR
þvermál 80-250 mm
Leitið upplýsinga:
BREIÐFJÖRÐ
BUKKSMKUA-STEYPUMÚT-VHOtRmiAR
SICTUNI 7 - 121 REYKJAVIK-SlMI 29022
Eigum ávallt
fyrirliggjandi
Aveling Barford
jarðvegs-
þjöppur.
Aveling Barford
JARÐVEGSÞJÖPPUR
Leitið upplýsinga.
Sundaborg 7.
Sími 91-82530.