Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Page 8
48 Fermingargjafahandbók DV. FIMMTUDAGUR 21. MARS1985. Standlampar í versluninni Ljósi og orku, Suðurlandsbraut 12, er geysimikið úrval af fallegum standlömp- um, til dæmis þessi á myndinni sem er meö tveimur stillanlegum Ijósum og kostar 1.900 krónur. Aðrar geröir eru til frá 1.450 krónum og upp í 2.100 krónur. Þessir lampar eru til hvítir, brúnir, rauðir og úr messing. Hægt er að fá þá með einu eða fleiri Ijósum. Eini sanni Luxo í gegnum árin hefur Luxo lampinn verið í forystu og hafa þó margir reynt að líkja eftir honum. Luxo lampinn er vandaður eins og allir vita og getur dugað fermingarbarninu árum saman. Luxo er til rauður, brúnn, beis og grár og kostar hann 1.145 krónur. Hann fæst f Ljósi og orku, Suð- urlandsbrautl2. Tube unglingarúmið Þetta sérstæða ungl- ingarúm, sem fæst í Habitat, er dálítiö öðru- vísi en önnur rúm. Það fer ekki mikið fyrir því og gaflarnir eru eins og rör. Rúmiö er rautt aö lit og kostar með springdýnu 6.430 krónur. Án dýnu kostar rúmið 3.980 krónur. Rúmið er einnig hægt að fá hvftt aö lit. Tölvuborð — stereoborð í versluninni Habitat fást þessi þægilegu borð sem eru á hjólum. Annað borðið er sérlega hannað sem tölvuborð með útdreginni hillu en hitt borðiö er sérhannaö fyrir stereotæki, plötur og þess háttar. Tölvuboröið er 108X 73 cm og 69 cm á dýpt og kostar 3.695 kr. Stereoborðið er 92X52 cm og 40 cm á dýpt og kostar það 2.850 krónur. Bæði borðin eru svört að lit. Fyrir hestamanninn í versluninni Hesta- maðurinn, Ármúla 38, sími 81146, er nánast allt þaö til sem hesta- maöurinn þarf á að halda. Margir ungling- ar eru miklir hesta- menn og því er tilvalið að gefa þeim eitthvað tengt áhugamálinu f fermingargjöf. Hnakk- ar kosta 4.900—19.400 krónur og beisli frá 1.250 krónum. Einnig er til f jölbreytt úrval af hvers konar hestavör- um og reiöfatnaöi á alla f jölskylduna. Guli demanturinn Já, það er aldeilis ekki amalegt að fá slíkt ilm- vatn í fermingargjöf. Hér er á ferðinni guli demanturinn sem kem- ur alla leiö frá París. Þaö er Citrine ilmvatn- iö sem hefur hlotið þetta viröulega nafn og það sem er kannski sérstæðast við þennan demant er hversu ódýr hann er: 50 ml glas kostar 450 kr. og 100 ml glas kostar 550 kr. Guli demanturinn fæst hjá snyrtivöruversluninni Andreu, Laugavegi 82, sími 27310. Litlar leðurtöskur Þessar litlu leðurtöskur eru eins og þær sem stelp- urnar vilja. Þær eru með axlarólum og eru úr mjúku skinni. Hægt er að velja um nokkrar stærð- ir og liti. Töskur þessar fást í Tösku- og hanska- búðinni, Skólavörðustíg 7, sími 15814, og kosta þær frá 690 krónum og upp í 1.350 krónur. Nýtt fyrir ferminguna í Stjörnuskóbúöinni, Laugavegi 96, sími 23795, er mikið úrval af fallegum skóm fyrir fermingar- stúlkurnar. Ljósbleikir og hvítir skór eru mjög vinsælir á þessu vori. Mokkasínurnar á myndinni eru fáanlegar bleikar, hvítar, rauðar, gráar, bláar og svartar og kosta 1.235 krónur. Hvítu skórnir eru með lágum hæl og kosta |jeir 1.153 krónur. Þeir fást eingöngu fhvftum lit. Leðurseðlaveski í Tösku- og hanskabúðinni, Skólavörðustfg 7, sími 15814, er gífurlega mikiö úrval af öllum gerðum seölaveskja. Þau eru fáanleg í mörgum stærðum og litum og kosta 325—703 krónur. Seðlaveskin eru jafnt fyrir stráka sem stelpur og íslensku veskjun- um fylgir nafngylling. Fyrir mömmu og ömmu Oft er þaö svo að fleiri en fermingarbarniö sjálft þurfa aö fá nýja skó fyrir fermingarnar. Stjörnu- skóbúðin, Laugavegi 96, sími 23795, býður þess vegna upp á mikið úrval af fallegum kvenskóm. Skórnir á myndinni með ristarbandinu kosta 1.635 krónur og eru fáanlegir svartir, gráir og hvítir. Hinir spariskórnir eru belgískir og kosta 1.650 krónur. Cavalet ferðatöskur Þaö er framtíöareign að fá góða feröatösku í fermingargjöf. í Tösku- og hanskabúðinni, Skóla- vörðustíg 7, er mjög mikið úrval af hinum vönd- uöu og góöu Cavalet ferðatöskum. Þær eru til frá 1.350 krónum og upp í mjög dýrar og íburöarmikl- ar töskur. Hægt er að fá þær með hjólum eða án þeirra og meö mismunandi fóðri. Einnig fást í Tösku- og hanskabúöinni hinir sígildu léttu feröa- lagspokar úr nælonefni sem kosta, eins og þessi á myndinni, 850 krónur. Myndaalbum með stæl Unglingarnir vilja engin venjuleg myndaalbúm undir fermingarmyndirnar. Þetta þurfa aö vera sérstaklega skreytt albúm meö myndum við þeirra hæfi. Verslunin Amatör, Laugavegi 82, sími 12630, selur einmitt slík albúm af öllum möguleg- um stærðum og geröum og það frá aðeins 145 krónum og upp í 495 krónur. Til eru einnig hefðbundin en dýrari albúm sem kosta upp í 860 krónur. Þá fást myndarammar einnig í þúsunda- tali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.