Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Síða 11
DV. FIMMTUDAGUR 21. MARS1985.
Fermingargjafahandbók
51
-i
. , ^ j 1 1 - -.íf
Skrifborð með hillum
Skrifborð eru alltaf góð fermingargjöf. í Vöru-
markaðnum fæst þetta skrifborð eins og er á
myndinni, bæði með og án hillnanna. Einnig er
hægt að fá borðið í tveimur stærðum. Skrifborð,
sem er 150X 55 cm, með hiilum, skúffum, skáp og
Ijósalampa kostar 6.374 kr. en án allra aukahluta
3.999 kr. Skrifborð, sem er 120X55 cm, með öllum
hlutum, kostar 4.731 kr. og eitt sér 2.938 krónur.
Skrifborð með
hillum og
korktöflu
Þetta skrifborð á
myndinni kostar 6.076
krónur stgr. en 6.395
miðað við afborgunar-
kjör. Skrifborðið, sem
fæst í Vörumarkaðnum
Ármúla, er 120X55 cm
og 188 cm á hæð. Skrif-
borðsstóllinn, sem er
rauðbólstraður og
mjög léttur og fyrir-
ferðarlítill, er einmitt
hentugur fyrir unglinga
og kostar 2.789 krónur.
■llilíSa#* *
Töskur fyrir unglingana
Það er fleira en húsgögn og matur í Vörumark-
aðnum. Þar er.gífurlegt úrval af margvíslegri
smávöru til gjafa. Auk þess fást í Vörumark-
aðnum þessar skemmtilegu og léttu íþróttatöskur
fyrir unglinga. Pokinn, sem er til hægri á mynd-
inni, kostar aðeins 170 kr., röndótta bómullar-
taskan kostar 476 kr., taska úr vatnsheldu efni,
sem er uppi hægra megin á myndinni, kostar 939
kr., og svört íþróttataska kostar 1.206 kr.
Bambushillur
Nú er mjög vinsælt að
hafa bambushillur í
unglingaherbergjun-
um. Sérstaklega eru
ungu stúlkurnar
hrifnar af þessum
hillum en þær eru
fáanlegar í þremur
stærðum hjá Vöru-
markaðnum í Ármúla.
Stærsta hillan er 130
cm á hæð og 66 á
breidd og kostar hún
4.862 kr. Miðhillan er
104 cm á hæð og 58 á
breidd og kostar hún
3.483 krónur. Minnsta
hillan, sem er vegg-
hilla, er 60 cm á hæð og
47 á breidd og kostar
831 krónu.
ARMULA t A • REVKJAVlK
Club 8 húsgögnin
Hin vinsælu Club 8 húsgögn, sem fást í Vörumark-
aðnum Ármúla, sími 686111, er bæði hægt aö fá
hvít og úr furulíki. Club 8 er byggt upp í eininga-
kerfi og er alltaf hægt að bæta inn í nýjum eining-
um. Club 8 eru ódýr húsgögn og fyrir þá sem vilja
sendir Vörumarkaðurinn myndalista hvert á land
sem er.
Gjafavara
Það er alveg ótrúlegt allt úrvalið af gjafavöru í
Vörumarkaðnum, enda þekur það mörg hundruö
fermetra. Hér á myndmni er örlítiö sýnishorn:
Fallegir olíulampar sem kosta 383—658 krónur og
passa mjög vel í nýju unglingasamstæðuna, þá
speglar með satínrömmum sem kosta 389—1268
krónur, satínóróar á 350 krónur og bókastoðir á 168
krónur stykkið. Það er alveg upplagt að Ifta betur
á gjafavöruna í Vörumarkaönum.
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT3
Remington rakvélar
Ungu fermingarstrákarnir yrðu heldur betur
montnir ef þeir eignuðust slíka rakvél á sjálfan
fermingardaginn. Þessar vélar eru af geröinni
Remington og þykja einstaklega góðar. Önnur
vélin, „Micro Screen", kostar í tösku 2.859 krónur
og hin, sem er hleðsluvél, kostar 4.467 krónur.
Báðar þessar vélar fást í raftækjadeild Fálkans,
Suðurlandsbraut 8.
Kenwood ferðastereotæki
Þetta glæsilega ferðatæki, sem er af gerðinni
Kenwood RX5, er með tveimur lausum hátölur-
um, tónjafnara, tveimur fínstillanlegum stutt-
bylgjum, kassettutæki með hálfsnertitökkum og
fyrir metal, crown og normal kassettur. Slíkt tæki
fæst í hljómdeild Fálkans, Suðurlandsbraut 8, og
kostar 12.100 krónur. Einnig eru fáanleg önnur
stereotæki frá 5.900 krónum.
Krumpujárn
Flestar ungar stúlkur vilja frekar eiga krumpu-
járn en önnur hárliöunartæki enda gefur slíkt járn
rnikla möguleika í hárgreiðslunni. Þaö væri ekki
amalegt að lífga upp á hárið á sjálfan fermingar-
daginn. Slíkt krumpujárn kostar 1.465 krónur og
fæst í Fálkanum, Suðurlandsbraut 8.
Kenwood hljómtækjasamstæða
Þessi glæsilega hljómtækjasamstæða af Ken-
wood gerð, sem fæst í hljómtækjadeild Fálkans,
Suöurlandsbraut 8, er ekki bara glæsileg heldur
hefur til að bera öll þau gæði sem góð hljómtæki
þurfa að hafa. Plötuspilarinn er reimdrifinn, út-
varpið er með LW-MW-FM-bylgjum, kassettu-
tækið er fyrir crown, metal og normal kassettur,
með dolby suöhreinsi og lagaleitara, magnarinn
er 2X45 sínusvött og tveir AR hátalarar fylgja og
mögulegt er að tengja tvo aukahátalara. Slík sam-
stæða í skáp er á tilboðsverði nú fyrir fermingarn-
ar, aðeins 34.800 krónur.
RX-5