Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Blaðsíða 14
■54 Fermingargjafahandbók DV. FIMMTUDAGUR 21. MARS1985. Sinclair Þetta er mest selda tölvan á landinu og alveg til- valin fyrir unglinga til að byrja að læra á. Það er þó kannski stærsti kosturinn við Sinclair Spectrum að hún er mjög ódýr. Með sex forritum kostar hún aöeins 5.450 krónur. Það eru Heimilistæki sem selja Sinclairinn. Vasaútvarp Það á kannski ekki að mæla með því aö krakkarnir fari með út- varp í skólann og hlusti á rás 2. Hins vegar væri það leikur einn með þetta litla vasaút- varp frá Philips sem fæst í Heimilistækjum í Sætúni og Hafnar- stræti. Vasaútvarpið er eins og vasadiskó með heyrnartólum þannig að krakkarnir geta hlustað út af fyrir sig. Það kostar aöeins 1.973 krónur. Philips ferðastereotæki Þetta ferðastereotæki frá Philips er ákjósanlegt fyrir unglingana og uppfyllir alveg kröfur þeirra. Tækið er ekki bara glæsilegt í útliti heldur hefur flest þaö til að bera sem slík tæki eiga að hafa og kostar þó aðeins 7.054 krónur. Philips ferða- stereotækið fæst í Heimilistækjum í Sætúni og Hafnarstræti. Tónkvíil-**V- LAUFÁSVEGI 17 • REYKJAVlK - TEL. 25336 Gítarpokar fyrir allar tegundir gítara. Verö 590—1.200 krónur. Marina nælonstrengja-kassagítar. Verð 3.300—6.500 krónur. Ermahnappar og bindisnælur Nú vilja allir herrar aftur eignast ermahnappa og bindisnælur og vafalaust óska margir fermingar- strákar sér þess konar gjafa. Hjá versluninni Úr og skart, Bankastræti 6, er mjög mikið úrval af fallegum ermahnöppum sem kosta frá 400 kr. Ermahnapparnir á myndinni eru gullhúðaðir með handgröfnu munstri og ætlaðir til ágraftar. Þeir kosta 1.190 kr. og bindisnælan 250 krónur. Skartgripaskrín Flestar ungar stúlkur fá í fyrsta skipti skartgripa- skrín á fermingardaginn. í versluninni Úr og skart, Bankastræti 6, er mikið úrval af íallegum skartgripaskrínum sem kosta frá 396 krónum. Skríniö á myndinni, sem er hvítt að lit, kostar 1.496 krónur. Einnig fæst úrval af demantshringum, eins og t.d. þessi á myndinni, sem kostar 9.450 kr., og hálsmen í stíl á 8.000 krónur. Demantshringar kosta frá 4.000 krónum. Dæmi um verð: Rúm, 90 x 195 cm, kr. 4.500 án dýnu, náttborð, kr. 2.500, fataskápur, 2ja dyra, kr. 6.950, skrifborð m. hillu, kr. 8.100, og hilla fyrir ofan rúm m. Ijósi, kr. 1700.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.