Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Síða 21
DV. FIMMTUDAGUR 21. MARS1985. Fermingargjafahandbók 61 Gjöfin fæst í KOSTAIIBODA Bankastræti 10 (á horni Ingólfsstrætis) — Simi 13122 Handmálaðir platfar Þessir plattar eru listaverk frá Gustavsberg, handmálaöir plattar úr steinleir sem fást í Kosta Boda og kosta 1.350 krónur. Af þessum plöttum eru til átta mismunandi útfærslur, t.d. meö vík- ingaskipi, fí), fuglum, kisu, riddurum og sólinni, svo eitthvaö sé nefnt. Þetta eru ekki bara plattar heldur listaverk sem gaman er aö eiga. Boda Line kertalampar Þeir eru sérlega glæsilegir, Boda Line kerta- stjakarnir og olíulamparnir frá Kosta Boda. Boda Line er líka búin að ná miklum vinsældum sökum fallegs útlits. Boda Line kertalamparnir kosta þó aðeins frá 395 krónum. Nýr kertastjaki Hér á myndinni gefur aö Ifta nýjasta kerta- stjakann frá Kosta Boda sem nýkominn er á markaðinn. Hann nefnist Soiitaire og er mjög ólíkur öðrum kertastjökum frá Kosta Boda. Solitaire kosta þó aöeins 370 krónur. Nimbus frá Orrefors er ekki alveg nýr en þó alltaf vinsæll. Hann kostar einnig 370 krónur. Þaö er auðvelt aö finna ódýrar en þó vandaöar og fallegar ferming- argjafir í Kosta Boda. Fermingargjiafir t (Kosta)(Boda) ms Villa Rosa plattar Þessir fallegu plattar eru alveg glænýir á mark- aðnum, enda handmálaöir meö daufum litum eins og svo mjög er aö komast í tísku víöa um heim. Þeir kallast Villa Rosa og eru unnir af lista- manninum Pia Rönndahl. Plattarnir eru 12X12 cm og eru til í tólf útfærslum. Litirnir eru hreinir og fallegir. í raun eru plattarnir í seríum, fjórir í hverri, og eru þeir því tilvaldir til aö safna. Platt- inn kostar 588 krónur í Kosta Boda. Logandi snjóboltar Þeir eru alltaf vinsælir, snjóboltarnir frá Kosta Boda, enda sóma þeir sér hvar sem er. Þaö má segja að snjóboltarnir séu sígildir kjörgripir. Þeir eru til í þremur stærðum og kosta frá 295 krónum. Hér er um ekta kristal aö ræöa á ótrúlega góöu verði eins og gildir um svo margt frá Kosta Boda. Gluggahengi Þessir fallegu kristals- óróar fást í Kosta Boda, Bankastræti, og eru sérlega vel til þess fallnir aö hanga í glugga. Auk þess má hengja þá hvar sem er eftir smekk hvers og eins. Gluggahengin frá Kosta Boda kosta frá 475krónum. Kristalskubbar Þeir eru ekki bara svolítið sérstakir, þessir kerta- stjakar frá Kosta Boda, heldur, einnig fallegir. Þeir kallast kristalskubbar og eru til f nokkrum út- færslum og í þremur stæröum. Veröiö er frá 1.360 krónum. Kristalskubbarnir hafa vakið mikla athygli og þeir eru níöþungir. Nýtt frá Kaiser Hér kemur ákaflega falleg fermingargjöf: hvítir vasar frá Kaiser úr ekta postulíni sem á er mynd af ungri stúlku. Vasarnir kosta 454—660 krónur eftir stærö og kertastjaki í stíl kostar 388 krónur. Börn heimsins Þessar sérstæðu styttur, sem kallast Börn heimsins, þar sem þær sýna börn frá hinum ýmsu þjóðlöndum, hafa vakiö mikla athygli. Þær eru handmálaðar og handunnar af Lisu Larson, þekktri, sænskri listakonu sem vakti meöal annars mikla athygli fyrir þessar stytt- ur. Hvert barn kostar 875 krónur og þetta er tilvalin gjöf sem er hægt aö halda áfram aö safna. Börn heimsins fást öll hjá Kosta Boda í Bankastræti. Sveppalampar Þeir hafa á undanförnum árum vakiö mikla athygli, sveppalamparnir frá Kosta Boda, enda eru þeir frábrugönir öörum lömpum. Sveppa- lamparnir kosta 1.995—2.950 krónur en einnig er hægt að fá sveppi án Ijóss á veröi frá 680 krónum. Sveppalamparnir eru til í mörgum litum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.