Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Page 24
Fermingargjafahandbók DV. FIMMTUDAGUR 21. MARS1985. - 64 « I í HÆNCO í SUÐURGÖTUNNI FINNA UNGLINGARNIR SITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI Ei&Hj HeinGericke MARGAR GERÐIR AF ÞÝSKUM LEÐUR- JÖKKUM VIÐ ERUM MEÐ MERKIIM SEM KRAKKARNIR VILJA HÆNCO h.f. Suðurgötu 3A. Rvik Simi (91)12052 Gullgripir sem varið er í í Klukkunni, Harma- borg í Kópavogi, er víst nægilegt úrval af fall- egu skarti. Hér á myndinni er því aðeins örlítiö sýnishorn. Gull- festar, 14 kt. kosta frá 600 kr. og 9 kt. frá 790 kr. Armböndin í stíl kosta frá 595 kr., 14 kt., og frá 400, 9 kt. Þá eru 14 kt., fermingarhring- arnir t.d. íslenskir, handsmíðaöir með steini, á 1.960 kr. og handsmíðaðir silfur- hringar á 980 krónur. Einnig fást margir fleiri, eins og demants- hringar og aðrir, í hærri verðflokkum. Hvítir fermingarskór Hvítir skór ætla aðslá öll met nú fyrir fermingarn- ar eins og hann veit, eigandinn í Skóverslun Kópa- vogs. Til vinstri á myndinni eru hvítir skór með lágum hæl og ristarbandi og kosta þeir 1.190 krón- ur, reimaöir skór í miðið fást hvítir og bláir og kosta 1.295 krónur og til hægri eru sléttir skór sem fást hvítir og svartir og kosta 1.194 krónur. Hér er aöeins smásýnishorn af geysimiklu úrvali f nýrri og endurbættri verslun. Vekjaraklukkur í Klukkunni Það ætti engum að koma á óvart að Klukkan í Hamraborg, Kópavogi, selur öndvegis vekjara- klukkur og þær af öllum stærðum og gerðum. Þessi á myndinni er einstök í sinni röð því hring- ingin í henni hækkar sig eftir því hve lengi viökom- andi er að vakna. Auk þess getur hún staöið upp- rétt eða legiö eftir því sem hentar betur. Klukkan er til hvít, brún og svört og kostar 1.095 krónur. Aðrar klukkur með rafhlöðum eru til frá 750 krón- um. Ekta fermingarúr Það má með sanni segja aö vel sé hugsað fyrir fermingarstúlkunum ef úr sem þessi eru keypt handa þeim. í miðið eru gullúr frá Adec sem kosta 4.870 og 4.820 krónur og sitt hvorum megin við þau eru hin gömlu góðu Pierpont úr sem nú eru aftur komin í samkeppnina. Þau úr, sem eru með leðuról og annaðhvort venjulegum eða róm- verskum tölum, kosta 3.995 krónur hvort. Þau fást í Klukkunni, Hamraborg í Kópavogi, þessi úr og mörg fleiri. öðruvísi lampar Raftækjaverslun Kópavogs f Hamraborginni er þekkt fyrir að bjóða upp á öðruvísi lampa, enda heldur hún sig við það nú fyrir fermingarnar. Þar má nefna hendur með kúlu, skel með kúlu og trúð- inn Pierrot. Þetta eru nýtísku lampar sem eru að koma inn í verslunina og eru á mjög góðu verði. Skór í Kópavogi í Skóverslun Kópavogs, þar sem nú nýveriö hafa farið fram allmiklar breytingar, er gífurlegt úrval af fallegum fermingarskóm á allar stelpur og mömmurnar líka. Þessir á myndinni eru mjög í tísku og kosta þeir, frá vinstri, 1.465 krónur, en þeir eru reimaðir með mjóum hæl, rauðir á lit. Einnig eru til svartir með breiöari hæl á sama verði. Reimaðir ökklaskór kosta 1.695 krónur og ökklaskór með bandi yfir kosta 1.990 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.