Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Page 25
DV. FIMMTUDAGUR 21. MARS1985.
Fermingargjafahan'dbók
65
Rúm með stillanlegum
höfðagafli
Það er ekki amalegt að geta sofiö í slíku rúmi.
Það er einkar þægilegt að liggja í og algjör óþarfi
að stafla koddum upp þegar lesið er því rúmið er
með stillanlegum höfðagafli. Hægt að hækka og
lækka hann eftir vild. Þetta er nýtísku rúm með
rúmfatageymslu og kostar aðeins 9.820 krónur.
Rúmið fæst í Línunni í Hamraborg, Kópavogi.
Joker skrifborð
Þetta þægilega og ekki síður fallega skrifborð er
mjög þægilegt sem vinnuborð enda með stillan-
legri borðplötu. Borðiö er á einstöku verði, aðeins
2.915 krónur. Stúdfó stóll kostar 1.750 krónur. í Lín-
unni, Hamraborg í Kópavogi, er hægt að velja um
margar gerðir húsgagna fyrir unglingana á mjög
hagstæðu verði.
Rörastóll
Það sem unglingarnir vilja í dag eru þessi röra-
húsgögn í margvíslegum gerðum. Hér er t.d. stóll
sem er ákaflega þægilegur og kostar þó aðeins
2.970 krónur. Borðið í stíl kostar 1.350 krónur. Hér
er komin alveg tilvalin fermingargjöf á mjög góðu
verði sem fæst í Línunni, Hamraborg í Kópavogi.
Reyrstóll og reyrhilla
Það er alltaf vinsælt að gefa reyrhúsgögn í ferm-
ingargjöf enda eru unglingarnir alltaf hrifnir af
slfkum húsgögnum og þau henta vel í unglinga-
herbergin. í Línunni, Hamraborg í Kópavogi, er
mjög fjölbreytt úrval af reyrhúsgögnum fyrir
unglinga, t.d. stóllinn á myndinni, sem kostar 3.370
krónur, og hilla á 4.200 krónur.
Hamraborg 3, Kóp.Sími 42011
Tilvalið í minni herbergi
Ef vandamálið á heimilinu er Iftið herbergi þá
Ikemur lausnin hér: rúm, sem er 85X198 cm, fata-
skápur, hillur, skrifborð, skúffur og korkfafla, allt
saman á aðeins 18.700 krónur. Hér eru margir
Ihlutir á litlu plássi og gólfflöturinn f herberginu
inýtist betur. Skrifborðsstóllinn kostar 2.480 krónur.
iRúmsamstæðan er úr furu og með bláum hurðum
ieða rauðum.
Svefnpokar
í versluninni Sport, Laugavegi 13, er mikiö úrval
af góðum og hlýjum ffbersvefnpokum, sem kosta
frá 1.234 krónum, auk margra annarra gerða, til
dæmis dúnpoka á 4.901 krónu. Svefnpoki er góð
fermingargjöf og um leið nytsöm gjöf sem ferm-
ingarbarnið getur átt alla sína ævi.
Lotto
jogginggalli
Hann er mjög
skemmtilegur, þessi
Lotto jogginggalli sem
hægt er að fá á allan
aldur, jafnt stráka sem
stelpur, í versluninni
Sporti, Laugavegi 13.
Lotto er ftalskt merki
og býður upp á mjög
vandaðan fatnað. Gall-
inn á myndinni, sem er
dökkblár að lit, kostar
2.640 krónur.
ódýrt skrifborð
Þetta skrifborð, sem er mjög góð hirsla, meö hill-
um, fjórum skúffum og skáp, kostar aðeins 4.290
krónur í Línunni, Hamraborg í Kópavogi. Þetta
skrifborð hentar mjög vel fyrir unglingana og er
ekki fyrirferðarmikiö. Stóllinn við kostar 930
krónur.
íslenskir spaðahnakkar
Lotto útiverugalli
Þessi galli þykir að mörgu leyti mjög hentugur.
Hann er hlýr, léttur og þægilegur að vera í. Gall-
inn er úr bómull og næloni og kostar hann 4.178
krónur. Jakkanum er hægt að breyta f vesti með
því aö renna ermunum af.
LAUGAVEGl 13
SlMI 13508
Þessi spaðahnakkur á myndinni er sérstaklega
hannaður fyrir verslunina Sport, Laugavegi 13,
sem sérhæfir sig með vandaða vöru. Hnakkarnir
eru úr völdu leðri og handsaumaðir af kunnáttu-
mönnum. Slíkur hnakkur sem þessi á myndinni
kostar 5.985 krónur, stígvélin kosta 1.171 krónu og
reiðhjálmur 1.239 krónur. Það má með sanni
segja að hægt sé að finna góðar gjafir fyrir hesta-
manninn í Sporti.
Frá Elan
Vissulega er merkið Elan löngu orðið heimsfrægt
enda afburða merki í skíðavörum. Verslunin
Sport, Laugavegi 13, sími 13508, býður upp á Elan
gönguskíði frá 1.980 krónum, gönguskíðaskó frá
1.490 krónum, Elan svigskfði frá 2.594 krónum,
Alpine svigskó frá 1.590 krónum og lúffur fyrir
skfðamanninn á 318 krónur. Það kemur engum á
óvart að hinn frábæri skfðamaður, Ingmar Sten-
mark, skuli velja sér Elan skíöi.