Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Blaðsíða 27
DV. FIMMTUDAGUR 21. MARS1985.
Fermingargjafahandbók
67
Tensai Compo 5
Þeir segja að hún sé í takt við tímann, þessi hljóm-
tækjasamstæða. Þaö er plötuspilari (2 hraðar),
magnari, útvarp, FM stereo — LW-MW, tvöfalt
kassettutæki (til aö taka upp á milli), tveir
tvígeisla hátalarar, skápur á hjólum með glerhurð
fyrir plötugeymslu og þetta allt saman er á sér-
stöku fermingarveröi, aðeins 22.150 krónur.
Tensai Compo 20
Þessi samstæða er sambyggö, plötuspilari,
magnari, útvarp og kassettutæki með tveimur há-
tölurum. Þetta er mjög gott tæki sem Sjónvarps-
miðstöðin, Síðumúla 2, býður á sérstöku ferming-
arveröi, eöa aðeins 11.205 krónur. Þetta er tæki
sem sómir sér vel hjá unglingunum.
Tensai CRE 112
Hér kemur fislétt og skemmtilegt vasadiskó frá
Tensai sem fæst í Sjónvarpsmiöstöðinni í Síðu-
múla. Vasadiskó gerir foreldrunum lífið léttara
heima fyrir því þá er unglingurinn einn með sinn
hávaða. Tæki sem þetta kostar 1.850 krónur.
Sencor S4560
Feröastereotækin eru alltaf vinsæl fermingargjöf
og svo verður áreiðanlega einnig nú. Sjónvarps-
miðstöðin í Síðumúla býður upp á þetta glæsilega
ferðatæki meö kassettu á alveg ótrúlegu ferm-
ingarverði, aöeins 8.465 krónur. Auk þessa tækis
eru mörg fleiri á boðstólum, bæði dýrari og ódýr-
ari.
Tölvuveski
Tölvuveskin í Drangey eru alltaf jafnvinsæl, enda
þægileg. Tölvuveski kosta 1.195—1.395 kr. og
venjuleg seðlaveski kosta 350—695 krónur. Tölvu-
veski er hægt aö fá í mörgum gerðum og mismun-
andi útfærslum. Mörg þeirra henta einmitt mjög
vel fyrir unglingana, með minnisbók og þess hátt-
ar sem þeir vilja. Er ekki rétt að slá tvær flugur í
einu höggi og kaupa bæði tölvu og veski í einum
pakka?
Glæsileg handsnyrtisett
Það er í tfsku að vera naglalakkaöur og vel til
hafður. Sem betur fer, segir kannski einhver, en
tískan er misjöfn eftir árum. Handsnyrtisett eru
þvi tilvalin fermingargjöf fyrir ungu stúlkurnar.
Þessi sett eru mjög vönduð og því framtíöareign
stúlkunnar. Slík sett er hægt að fá á 195—295 og 895
krónur. Einnig eru til dýrari veski úr ekta leöri.
Ðranðev
Leðurtöskur og bakpoki
Ungu stúlkurnar eru mjög hrifnar af dönsku
leðurtöskunum sem fást í Drangey, enda hafa þær
gengið ár.eftir ár. Þær eru nú fáanlegar í tveimur
stæröum og kosta 2.250 og 2.395 krónur. Þessi
þýski bakpoki, sem skreytir myndina einnig, er
mjög vinsæll hjá unga fólkinu en hann kostar 1.995
krónur.
Leðurlíkismöppur
Þessar skemmtilegu möppur, sem fást í Drangey,
eru einstaklega vandaðar og kjörnar til ferming-
argjafa. Mappa meö skrifblokk (A4) og tölvu
kostar 1.095 krónur, mappa með blokk (A5) kostar
360 krónur og mappa með minnisblaðsíðum í staf-
rófsröð kostar 375 krónur. Mjög margar aörar
gerðir eru líka til og einnig úr ekta leöri.
Umslagstöskur
Allar ungar stúlkur vilja eiga sitt eigið ballveski
og eru þá umslagstöskurnar vinsælastar. Það er
nógu mikið úrval af umslagstöskum í Drangey,
bæöi fyrir fermingarstúlkurnar og svo aftur fyrir
mömmurnar. Þær kosta 995—1.250 krónur. Á
myndinni er aðeins lítið brot af öllu úrvalinu.
Sjónvarpsmiðstöðin h/f
Síðumúla 2 — Sími 39090
Schneider
„Team 24"
Hér kemur gullfalleg
hljómtækjasamstæða f
skáp; plötuspilari,
magnari, útvarp og
kassettutæki. Þessi
samstæða hefur alla þá
kosti sem góð tæki eiga |
að hafa en þó geta þeir S>
hjá Sjónvarpsmiöstöö-
inni boðið hana á sér-
stöku fermingarverði,
aðeins 19.130 krónur.
Lady F
Hér eru splunkunýjar töskur í Drangey sem
sannarlega bíða í hillunum eftir að mömmur og
ömmur kíki á þær. Það er nefnilega ekki hægt að
láta sjá sig með gamian töskugarm í fermingar-
veislu. Lady F töskurnar hafa fyrir löngu sannað
ágæti sitt og þær eru líka á einstöku verði. Taskan
til vinstri kostar 2.295 kr., næsta 1.950 kr. og sú
þriðja 1.395 kr. Hanskar kosta 795 krónur.
Tensai
Cre 113
Þetta vandaða
kassettutæki er alveg
kjörið fyrir tölvur.
Tækið er með teljara
og það fer iítið fyrir því.
Nú eiga flestir ungling-
ar tölvur og með þeim
er nauðsynlegt aö eiga
slíkt kassettutæki sem
þetta. Það fæst á sér-
stöku fermingarverði í
Sjónvarpsmiðstöðinni
og kostar aðeins
2.810 krónur.