Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1985, Page 36
Fermingargjafahandbók
DV. FIMMTUDAGUR 21. MARS1985.
76
Sitt lítifl af hverju
í versluninni Ljós og raftæki, Strandgötu 39,
Hafnarfirði, sími 52566, er geysilega mikið úrval
af margs konar gjafavöru: borðlampar, skrif-
borðslampar og lampar af öllum geröum. Lamp-
inn á myndinni er t.d. mjög vinsæll en hann kostar
782 krónur, krullubursti kostar 990 krónur og tölva
frá Casio f leöurmöppu kostar 1.760 krónur. Það
má ýmislegt finna til gjafa í Ljósum og raftækj-
um.
Sérstæflar dúkkur
Þessar fallegu dúkkur fást eingöngu í versluninni
Líbra, Reykjavíkurvegi 62, sími 54110. Þær eru
japanskar og til í margs konar búningum. Þetta
eru einmitt þær dúkkur sem stelpurnar vilja
punta herbergin sfn með og hengja þær gjarn-
an á vegginn. Minni dúkkan kostar 595 krónur og
sú stærri 995 krónur. Einnig eru fáanlegar til
fermingargjafa bómullarmottur, 140X70 cm, í
mörgum litum á aðeins 475 krónur.
Adec og Seiko
Tryggvi Ólafsson úr-
smiður í Hafnarfirði er
nú fluttur f nýja og
glæsilega verslun aö
Strandgötu 7, sími
53530, og býður jjar
með upp á fjölbreytt
úrval af vönduðum úr-
um til fermingargjafa.
Á myndinni er Adec
gullúr fyrir dömuna á
4.980 krónur og Seiko
herragullúr á 6.450
krónur. Einnig býöur
Tryggvi vekjaraklukk-
ur og fallega skart-
gripi.
Fyrir fermingarstúlkuna
Snyrtivöruverslunin Dfsella, Miðvangi 41, sími
51664, er ekki í vandræðum með að útvega stúlk-
unni þaö sem hana vantar fyrir ferminguna. Hvít-
ar slæöur fást á 110 krónur, hvftar silkislaufur á
300 krónur, blúndusokkabuxur á 481 krónu, en
þær eru til frá 205 kr.,hvítir nethanskar á 290 kr. og
Ijósbleikir blúnduhanskar á 390 kr. auk margs
annars. Einnig fást snyrtivörur og margs konar
gjafavara f mjög miklu úrvali, til dæmis body
lotion frá Nina Ricci á 927 krónur í glæsilegum
gjafaumbúðum.
Þá eru þafl f iskibolludósirnar
Þær vöktu óskipta athygli fyrir jólin, þessar fiski-
bolludósir sem svo haganlega hefur verið breytt í
skemmtilega lampa f öllum litum. Nú eru þær
komnar aftur í Rafbúðina, Auðbrekku 49, Kópa-
vogi, og kosta aöeins 460 krónur. Fiskibolludósirn-
ar, ef svo má kalla þessa sérstæðu lampa, eru til
svartar, rauðar, bláar, gular og brúnar. Píramít-
inn er Ifka alveg „spes" og hann kostar 566 krónur.
ORIENT QUARTZ
Gluggateppi
Þetta gluggateppi á
myndinni kemur alla
leið frá Perú þar sem
það er handunnið. Það
er sérlega skemmtilegt
í stórum sem litlum
gluggum eða bara sem
veggteppi. Hægt er að
velja um misjafnar
myndir en teppið kost-
ar 2.200 krónur. Það
fæst í Ossu, Glæsibæ,
sem sérhæfir sig í sér-
stæðum listmunum frá
fjarlægum löndum.
Hvítar steinleirstyttur
í versluninni Ossu, Glæsibæ, er mjög mikið úrval
af fallegum fermingarstyttum, til dæmis þessi á
myndinni sem kostar 1.630 krónur. Einnig fást
handunnir keramiklampar í öllum litum á 750
krónur. í Ossu er einnig hægt að fá sérstæðar
bókastoðir og fallegar leðurskreytingar á vegg.
Þægilegur
afl sofa í
Þessi fallegi, hvíti nátt-
kjóll, sem fæst í versl-
uninni Madam, Glæsi-
bæ og Laugavegi 66, er
úr 100% bómull. Hann
er til fyrir fermingar-
stelpur, jafnt stórar
sem litlar. Slíkur nátt-
kjóll sem þessi er mjög
vinsæll enda eru stuttir
náttkjólar nú mjög í
tísku. Ekki sakar að
hann er með
japönskum stöfum sem
enginn veit, nema þær í
Madam, hvað þýðir.
Kannski þær láti það
uppi. Náttkjóllinn er á
mjög góði verði, aðeins
795 krónur.
Bómullar-
frottó-
sloppur
Sloppar eru alltaf góð
gjöf, sérstaklega passa
þeir vel til fermingar-
gjafa því þá eru ungu
stúlkurnar búnar að
slfta barnasloppunum.
Þessi hvfti sloppur á
myndinni er mjög létt-
ur og þægilegur og fæst
bæði stuttur og síður.
Hann kostar 1.590 krón-
ur. Auk hans eru marg-
ir aðrar fallegir sloppar
í Madam, Glæsibæ og
á Laugavegi 66.
Fæsthjá úrsmiðnum
Góðan daginn, frú. Hvar vorum við þegor ég lokaði í gœrkvöldi?
Sannið þér til. Þór verðið áreiðanlega orðinn vanur þeim
eftir svona tvo daga.