Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Page 17
DV. LAUGARDAGUR13. APRIL1985. 17 Hugsanlega geta spenna og ótök einhvers staflar i þriðja heiminum, sórstaklega í Miðausturlöndum, haft í för mefl sér stigmagnandi átök og jafnvel kjarnorkustyrjöld. úr spennu í samskiptum risaveld- anna og minnka hættuna á ger- eyðingarstyrjöld? Þeir Chomsky, Steele og Gittings leggja áherslu á þaö í þessu sambandi að þau ríki heims sem nákomin séu risaveld- unum reyni að taka sjálfstæðari afstöðu gagnvart þeim en gert hafi verið hingað til. Brýnt sé að brjóta upp þær öflugu hemaöarblokkir, Atlantshafsbandalagiö og Varsjár- bandalagið, sem Bandaríkin og Sovétríkin noti til að viðhalda áhrif um sínum og yfirdrottnun. Bret- arnir Jonathan Steele og John Gittings beina sjónum sinum einkum að föðurlandinu og hvetja til þess að bresk stjórnvöld hverfi frá þeim undirlægjuhætti sem einkennt hafi samskipti þeirra við Bandaríkja- menn. Þeir félagar segja að aðild Bretlands aö Atlantshafsbandalag- inu sé engin heilög kýr; sífellt eigi að vega og meta kosti og galla hemaðarsamvinnunnar við Banda- ríkin og taka afstöðu í samræmi við þaö. Bresk stjómvöld eigi til dæmis að beita sér gegn þeirri þarflausu út- þenslu Atlantshafsbandalagsins sem Bandaríkjamenn beiti sér nú fyrir og styðja dyggilega hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæði Norður- Evrópu, í stað þess aö láta sífellt stjómast af ótta við að styggja Bandaríkjamenn. Hlutverk friöarhreyfingar Jafnframt er lögð áhersla á gildi fjöldahreyfinga í friðarbaráttunni; slíkar hreyfingar hafi aldrei verið mikilvægari en nú þegar hættan á árekstrum stórveldanna fari sífellt vaxandi. Mikilvægt sé að almenn- ingur í hinum ýmsu löndum láti ekki blekkjast af kaldastríðsáróðri stjórnvalda heldur reyni að sjá í gegnum þá blekkingarvefi sem spunnir séu til að réttlæta vitfirrings- legan vígbúnað. „Það sem risaveldin segja hvert um annað er að mestu leyti hreinn þvættingur og við eigum ekki aö hika við að kalla það þvætt- ing,” segir John Gittings. Einungis upplýst almenningsálit geti haldið risaveldunum við efnið og látið þau svara fyrir ógnir vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Super Powers in Collision er verk þriggja manna sem hafa greinar- góða þekkingu á því sem þeir fjalla um. Vitanlega kunna ýmsar skýr- ingar þeirra þremenninga og sjónar- mið að orka tvímælis eins og gengur og gerist með rit af þessu tagi. Til dæmis fetta vafalaust margir fingur út í frásögn þeirra af orsökum kalda stríðsins, telja að þar sé um of borið blak af Sovétmönnum. Hvað sem því líður er bók þessi athyglis- vert framlag til þeirrar umræðu sem sífellt er nauðsynleg til að auka skilning á eöli þess kalda stríðs sem stórveldin heyja og ógnar nú allri heimsbyggð. Valdimar Unnar Valdimarsson mönnum sár vonbrigði og knúið þá til að leggja áherslu á aukinn vigbún- að í því skyni að fá haldið hemaöar- legu jafnvægi gagnvart Bandaríkj- unum. Steele bendir á að hinar nýju viðsjár með risaveldunum hafi bæst ofan ó ýmislegt annaö andstreymi sem Sovétmenn hafi mótt þola ó alþjóöavettvangi ó undanfömum árum. Nefiiir hann sem dæmi sjálf- helduna í samskiptum við Kínverja og misheppnaðar tilraunir Sovét- manna til að ná itökum i þriöja heiminum. Segir Steele að allt muni þetta líklega stuðla að því aö viðhorf Sovétmanna til umheimsins einkenn- ist á næstu árum af varkámi; Sovét- menn muni leggja meiri áherslu en áöur á aö rækta sinn eigin garð. Meiri hœtta Þeir Noam Chomsky, Jonathan Steele og John Gittings eru sammála um að þær viðsjór sem nú ríkja milli austurs og vesturs séu hættulegri en þau köldu stríð sem óöur hafa geisað. Þetta markist ekki aðeins af því að kjamorkuvopn stórveldanna séu nú viöameiri og fullkomnari en áður heldur séu sérfræðingar i báðum herbúðum komnir á þá skoðun að kjarnorkustríð sé unnt að heyja með sigur í huga. Þá megi ekki vanmeta hættuna á því að styrjöld brjótist út vegna mistaka eða bilana í tækjabúnaöi, sem sífellt verður flóknari að allri gerð. Noam Chomsky telur að meginhættan á styrjöld felist í vaxandi líkum á því að spenna og átök einhvers staðar í þriðja heiminum, sérstaklega í Mið- austurlöndum, geti haft í för meö sér stigmagnandi ótök og jafnvel kjarn- orkustyrjöld. Segir Chomsky að í raun megi það kallast kraftaverk hversu mannkynið hafi lengi lifað af kjarnorkuöld og kalt stríð en erfitt sé að vera bjartsýnn á að slíkt krafta- verk geti varað öllu lengur. Leiðir til friðar Hvaða leiðir em færar til að draga I.B.R. _____________________ K.R.R. REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR ANNAÐ KVÖLD KL. 20.30 (SUNNUDAGSKVðLD) K.R. - FRAM Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Yfirfærið filmurnar á myndband 8 mm. Sup. 8 16 mm. Slides Myndband NTSC. Secam PAL Texti og tónlist, ef óskað er. N ánari upplýsingar í síma 46349 BÍLDSHÖFOA 16. SÍMAR 81530 OG 83104 3 CD A •4 Seljum í dag Saab 99 GLI árg. 1981, 4ra dyra, Ijósblár, beinskiptur, 4ra gira, mjög fallegur bill, skipti á ódýrari Saab. opifl kL TÖGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ Saab 99 GL firg. 1982, 4ra dyra, silver, beinskiptur, 5 gira, bíll á mjög góöu verði. Saab 900 GLE firg. 1982, 4ra dyra, silver, sjálfsk. + vökva- stýri, topplúga, litað gler, ekinn aöeins 40 þús. km, skipti á ódýrari Saab. Saab 99 GL firg. 1983, 4ra dyra, Ijósblár, beinskiptur, 5 gíra, ekinn aðeins 19 þús. km.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.