Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Page 27
DV. LAUGARDAGUR13. APRlL 1985. 27 „HETJAN SEM HVARF’ ENN ÁLÍFIÍ SOVÉTRÍKJUNUM? Bhumibol konungur með Sirikit drottningu sinni. HNEYKSU I THAILANDI I Sirikit drottning og Bhumibol kóngur af Thailandi eru skelfingu lostin yfir aö sonur þeirra, krón- prinsinn Vahjiralongkom, hefur yfir- gefið eiginkonu sína, Soam Savali, og fimm ára gamla dóttur þeirra, Kittili- ybha. Ekki nóg með þaö, heldur flutti hann inn til vinkonu sinnar, sem hann svo reyndist eiga þrjá syni með, og kannski fjórða barniö á leiðinni. Sambandið haföi augljóslega staðið yfir frá því áður en hann gifti sig. Krónprinsinn, sem verður einhvem tímann Rama X konungur, mætir nú alls staðar með eldri sonum sínum utan hjónabands, Than-on og Than-en, þar sem hann gegnir opinberum skyldum. Vinkonan, sem heitir Yewathida Suratsawadi, hafði hér áöur fyrr komiö fram í miður siðsömum kvik- myndum. Eftir að hún tók upp sam- band við krónprinsinn lagði hún kvik- myndaleik á hilluna. Elsti sonur hennar fæddist um sama leyti og krónprinsessan eignaðist dóttur sína. Þriðji sonur krónprinsins heitir Than-lek og er árs gamall. Nú býr krónprinsinn hjá vinkonu sinni í Ratchawikigötu i Bangkok. Eigin- konan er jafnniðurbrotin og foreldrar hans. „Ég bíð eftir að hann komi heim aftur, ég elska hann, og þrátt fyrir allt er ég þó eiginkona hans,” segir hún. Krónprinsessan er bróðurdóttir Sirikitar drottningar. AÐ ÖLLU LEYTI NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN BÍLL EN BYGGÐURÁ LANGRI REYNSLU. Ný vél með reimdrifnum, yfirliggjandi knastásum, sparneytnari, þýöari og krattmeiri en gamla velin. Nú fimm gíra í stað fjögurra áður og auðvitað með háu og lágu drifi að auki. Eiginlega er SUBARU með tíu gíra áfram og tvo gíra afturábak. Slaglöng, sjálfstæð gormafjöðrun að aftan í stað flexitora áður. Endurbætt fjöðrun að framan. Stærri að ytra og innra máli en áður, óneitanlega fallegri. Nýtt og fjölbreytt litaúrval. Hlaðinn alls konar þægindaaukum, svo sem aflstýri, „central" hurðalæsingar, skuthurð og bensínlok eru opnanleg innanfrá, mjög rúmgóð, lokuð geymsluhóf í skut, hill holder, hljóðeinangraður, hæðarstilling á bílstjórasæti, rafknúin fjarstýring útispergla, stillanleg stýrishæð, snúninghraðamælir, tölvuklukka og margt fleira. AKIÐ EKKI ÚT í ÓVISSUNA - AKIÐ Á SUBARU. MUNIÐ BÍLASÝNINGAR OKKAR ALLAR HELGAR KL. 14-17. Richard Chamberiain íhlutverki sænska sendifulltníans Wallenbergs Richard Chamberlain lék sig inn í hjörtu okkar allra í hlutverki prestsins í sjónvarpsþáttunum Þyrnifuglarnir. Nú heillar hann landsmenn á miðviku- dagskvöldum með leik sínum í hinni stórkostlegu framhaldsmynd Shogun. Og viö bíðum eftir því að fá að sjá hann í þáttunum Hetjan sem hvarf, sem gerðir eru eftir ævisögu Svíans Raoul Wallenbergs. „Það hrærði hjarta mitt að fá tæki- færi til þess aö hitta Susan Taboud. sem Raoul Wallenberg bjargaði á síð- ustu stundu úr lestinni sem átti að flytja hana til fangabúðanna. Þaö hjálpaði mér líka til að setja mig betur inn í hlutverk sænska sendi- fulltrúans,” segir Richard Chamber- lain í viðtali viöerlenttímarit. I fjögurra klukkustunda löngum sjónvarpsþætti, Hetjan sem hvarf, leikur hann Raoul Wallenberg. Wallenberg bjargaði hundruðum fanga frá því að lenda í fangabúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Þættirnir fjalla um líf og starf Svíans á styrjaldarárunum. Enga lausn er að finna í myndinni, hver urðu örlög eða endalok. Er hann kannski enn á lífi í Sovétríkjunum? Gerald Green skrifar söguna fyrir sjónvarpið. Hann var ekki ókunnugur fangabúðum og stríðshörmungum, því að það var einmitt hann sem skrifaði Holocaust. Sænski sendifuiltrúinn Raoul Wallenberg bjargafli hundruflum fanga fró Hetjan sem hvarf er enn átakan- útrýmingarbúflum nasista. Richard Chamberlain í hlutverki Wallenbergs. legri en Holocaust, segir Richard Chamberlain. „Það var erfitt hlutverk að túlka Wallenberg. Vona bara að mér hafi tekist aðskapa rétta mynd af honum. Hann var framúrskarandi maður. Áttaði sig strax á kringumstæöum og þoldi ekki að sjá fólk þjást. Það er mikill munur á næstu mynd sem ég leik í, Námur Salómons konungs. Sú mynd er tekin í Afríku. Eg kem ekki aftur heim til Bandaríkjanna fyrr en í vor. I Kalifomíu á ég mitt eigiö kvik- myndaver. Mér gefst þó áreiöanlega ekki tími til að framleiða margar myndir sjálfur, ég er alltaf svo bók- aðurhjá öðrumframleiðendum,” segir þessi viökunnanlegileikari. DBþýddi Richard Chamberlain i hlutverki Blackthorns i Shogun. Leið- rétting vegna greinar um Gaimard I grein um Islandsför Paul Gaimards, sem birtist í blaðinu fyrir hálfum mánuði, var villa ein sem Pétur Pétursson þulur hefur nú bent okkur á. Þar var getið um Guðmund Sívertsen, skólapilt, sem Gaimard tók upp á sína arma, og komst til nokkurra metorða í Frakklandi. Sagt var aö Guðmundur hefði verið sonur Bjarna Sivertsen en hið rétta er að hanh var sonarsonur „riddarans”. Faðir Guðmundar var Sigurður, sonur Bjarna. Okkur til afsökunar má taka fram að þessa villu er að finna í Dægradvöl Benedikts Gröndal og hefur ekki verið hirt um að leiðrétta hana í síöari útgáfum. -U.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.