Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1985, Page 44
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greifl- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotifl i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Vifl tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Íslendingurí flugvélsem flugræningi hertókí Beirút: Islenskur verkfræöingur varö fyrir þeirri óvenjulegu reynslu þann 23. febrúar síðastliðinn aö vera í flugvél sem var rænt. Þetta gerðist á flug- vellinum í Beirút í Líbanon. Gestur Stefánsson, sem starfar hjá dönsku fyrirtæki, sat í fremstu sæta- röö þegar arabi, vopnaöur Flugleiðir kaupa þotu Ný þota Flugleiða kemur til landsins í fyrsta sinn á morgun, sunnudag. Þaö er vél af gerðinni DC-8-G3. Hún hefur hlotið heitiö Noröurfari og einkennis- stafina TF1—FLT. Þotan er keypt frá hollenska flug- félaginu KLM fyrir 3,7 milljónir Bandaríkjadala eða um 152 milijónir króna. Samningar um kaupin voru undirritaðir fyrir nokkrum vikum. FlugvéUn verður aðaUega notuð á flugleiðum miUi Islands og Evrópu en minna í Ameríkuflugi. Einnig veröur hún í leiguverkefnum fyrir íslenskar feröaskrifstofur. I henni verða 240 far- þegasæti eða níu sætum færra en í öðrum samskonar þotum Flugleiða. Stafar það af því aö farrýmum verður skiptíþessariþotu. -KMU. 0K0N BLOMAABURÐUR FRÁ HOLLENSKU BLÓMAÞJÓÐINNI HUÓP ÚT Á VÆNG 0G H0PPAÐINKHJR — eftir að f lugræninginn hóf skothríð inni í vélinni skammbyssu og 24 handsprengjum, ruddist um borð í Boeing 707 þotu líbansks flugfélags. Gestur sat í aðeins fimm metra fjarlægð frá ræningjanum. Öryggisverðir komu og reyndu að tala við ræningjann. Þeir stóðu við hliðina á Gesti þegar ræninginn hóf skothríð. Gestur henti sér niður í gólfið. Gesti tókst að forða sér út úr flug- vélinni áður en hún hóf sig til flugs. Hann hljóp aftur eftir ganginum, fór út um neyðarútgang, ásamt öðrum far- þegum, út á væng og stökk þaðan niður á flugbrautina. Við þaö hælbrotnaði hann. Margir farþega slösuðust er þeir flúðu úr flugvélinni. Einn þeirra lést eftir að loftstraumur hreyflanna hafði feykt honum harkalega í malbikið. Flugvélin flaug til Kýpur með dyr opnar og neyðarrennur flaksandi utan á skrokknum. Ræninginn skipaði flug- stjóranum að snúa aftur til Beirút. Hann krafðist þess meðal annars aö kjör flugvallarstarfsmanna yrðu bætt. Ræningjanum tókst að sleppa eftir að vélin hafði lent í Beirút. Á blaðsíðu 2 er viðtal við Gest Stefónsson, sem er 61 órs gamall, um þennanatburð: -KMU. Helena hætti við framboð Helena Albertsdóttir lýsti því yfir í gær, á landsfundi sjálfstæðismanna, að hún hefði ákveðið að hætta viö að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins þrátt fyrir að hópar hefðu fariö þess á leit við hana. I ræðu, sem Helena hélt á lands- fundinum, gagnrýndi hún flokks- forystuna. Hún sagði að flokks- forystan hefði svikið ráðherrana í BSRB verkfallinu þegar þeir voru hjálparvana og fjölmiðlalausir. Einnig sagði hún að flokksforystan hefði ekki sinnt hinum almenna flokksmanni. Það væri kominn einhver óþarfa doði í flokksstarfið. Nú væru hættutímar og nauðsynlegt að gæta að sér. Alþýðuflokkurinn gerði nú opinberlega út á atkvæði Sjálfstæðis- flokksins. Efla þyrfti flokksstarfið og nú þegar yrði að fara aö huga að sveitar- ogbæjarstjórnarkosningum. Því hefði ekki veriö sinnt enn. Helena lýsti yfir stuðningi sínum við formann og varaformann flokksins og sagðist vera tilbúin að leggja hönd á plóginn ef þess yrði óskaö. -APH. „Frlkki, þú verður að lofa að segja ekki hulduhernum fró þessu, en mig langar ekkert að verða varafor- maður,” gæti Helena Albertsdóttir verið að hvísla í eyra Friðriks Sophussonar ó landsfundinum i gær. DV-mynd GVA. Bankastjóramálið: SETTIR í SKATTRANNSÓKN? Ríkisskattstjóri, Sigurbjörn Þor- björnsson, fullyrti í samtali viö DV í gær aö allar starfstengdar tekjur væru framtalsskyldar. Þegar lagt var fyrir hann dæmi um greiðslu upp í bílakaup starfsmanns, sagði hann slíka greiðslu ótvírætt koma til skatts. Aftur á móti kæmi til að mynda sá hluti reksturskostnaðar, sem fyrir- tæki greiddi og félli til í þágu þess, í frádrátt. Söluhagnaöur af bílnum kæmi aldrei til skatts, samkvæmt gildandi Iögum, nema sannaðist að liann hefði verið keyptur í hagnaðar- skyni. „Og ekki get ég lesiö hugsanir manna um það,” sagði ríkisskatt- stjóri. DV haföi fyrst samband við Garð- ar Valdimarsson skattrannsóknar- stjóra. Hann var spurður hvort bíla- kaupastyrkir ríkisbankastjóra yröu skoðaðir aftur í tímann. En upplýst hefur verið að bankastjórarnir hafi ekki greitt skatt af styrkjunum. ,,Við höfum ákveðið að ríkisskattstjóri svari spumingum um þetta mál,” sagðiGaröar. Af þessu varð strax ljóst, aö málið er til umræðu hjá embættinu. Sigur- björn Þorbjömsson sagðist aldrei gefa upplýsingar um einstaka aðila. DV varð því að búa til dæmi og spyrja undir rós. Þar með fékkst svar sem útilokað er að túlka öðm- vísi en greiðslur ríkisbankanna upp í bílakaup bankastjóra hafi átt að komatilskatts. Bankarnir greiddu aðflutnings- gjöld af nýjum bíl hvers bankastjóra á þriggja ára fresti. Upplýst er að meðalverö bankastjórabQanna hefur verið 1,1 milljón. Aðflutningsgjöld eru um 37% eða 407 þúsund. Ef greiddir hefðu verið skattar af þeirri upphæð, hefði það numið um 225 þús- undum af hverjum bílakaupastyrk. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.