Alþýðublaðið - 22.06.1921, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1921, Síða 1
Aðgöngumiðar •'að aðalíundi H.f. Eimskipafélags íslands 25. þ. m., verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í tíag kl, I—5 síðd. í Báruhúsinu. £jós i myrkrunnm. Barátta franskra kommunista gegn ójofnuði Banda- manna. Alt fram á okkar daga hefir jafnan verið litið til Frakka sem hinna helstu stuðningsmanna frels- is og framfara. Framkoma þeirra eftir heimsstyrjöldiua hefir þó breytt áliti manna í þessum efnum. í flokki Bandamanna hafa þeir geagið á undan í hverskonar ó- jöfnuði og ofbeldi við hinar sigr- uðu þjóðir og þó einkum Þjóðverja. Má með sanni segja að þeir hafi einskis svifist, er um það hefir verið að ræða, að hnekkja Þýzka- landi og koma í veg fyrir að það gæti risið úr rústum. Bretar hafa nú jafnaðarlega reynt að færa sér sigra sína í nyt Iíka, en þó er nú svo komið, að þeim er farið að þykja nóg um aðfarir Frakka, en láta þó leiðast með til að féfletta Þjóðverja. Er öll pólitík Bandamanna við Þýzkaland ekki eingöngu hrópiega ranglát, heldur einnig hneykslan- lega óviturleg, því sjaldan eða aldrei hefir á svo skömmum tima verið sáð eins óspart til nýrrar styrjaldar, og sennilega hefir aldrei verið unnið eins ósleitilega að því, að særa fram illa anda í heimia- um, en einmitt hefir verið gert nú með ofbeidi Bandamanna. „Itialdsmenn*' og *framfara- menn" í Frakklandi, Englandi og Ámeríku hafa fylgst furðulega vel að i viðskiftunum við Þjoðverja. Verkamenn í Engiandi hafa öðru hvoru verið að rísa upp til mót- mæla, en ekki mátt sín mikils. Ljós í myrkrunum er því sú drengi- lega barátta, sem franskir kom- múnistar heyja nú á síðustu tímum gegn ofbeldi sigurvegaranna. í franska kommúnistafiokknum eru taldar rúmlega 120,000 manna. Gefa þeir út fjölda blaða, þar á meðal 5 dagblöð og 40 vikublöð. Mest lesið er „L’Humanité1', sem kemur út í 200,000 eintökum. f þessum blöðum berjast kom- múnistarnir af alefli gegn skaða- bótakröfum Bandamanna og allri annari ósanngirni, er þeir hafa sýnt Þjóðverjum á þessum siðustu og verstu tímum. Á móti þeim standa borgara- flokkarnir og hægri jafnaðarmenn hlið við hlið, að þvf er virðist einlæglega ásáttir um það, að láta eitt ganga yflr Þjóðverja og frönsku kommúnistana. Hversu alvarleg deilan er orðin má sjá á eftirfarandi orðum sem eitt af aðalblöðum frönsku borg- araflokkanna, „Le Temps" flytur. „Franskir kommúnistar" segir blað- ið, „vilja heldur sameinast þýzk- um kómmúnistum — „hinum þýzku bræðrum" eins og þeir nefna þá — heldur en að styðja stjórn lýð- veldisins, sem kemur fram i nafni alirar þjóðarinnar til þess að krefj- ast þeirra skaðabóta, sem nauð- synlegar eru til þess að rétta við föðurlandið. Leiguþjónar Moskva komast ekki við af þvf að sjá sár Frakklands; þeir kenna aðeins i brjósti um Þýzkaknd, þrátt fyrir alia þess glæpi og svik alt fram tií þeirra tíma að það beið ósigur," Óiajía jóhannsðóttir* talar kl. 873 i kvöld i húsi K. F. U. M. — Allir velkomnir. En kommúnistarnir láta ekki æðrast. Þeir segjsst munu berjast móti ölium tilraunum stjórnarinn ar til að hervæðast enn á ný gegn Þjóðverjum. f maíávarpi þvf, sem þeir gáfu út í Seinehéraðiau lýstu þeir yfir því, að þeir mundu gera skyldu sína við verkalýðinn. „Verkamenn í París" stóð sein ast í ávarpinu, „munu fyr hefja byltinguna en láta fórna sér enn þá einu sinni fyrir hagsmuni auð- mannannat" ^xfti jafulameu. í Englandi, Danmörku og víð- ar eriendis hafa hægri jafnaðar- menn enn sem komið er meira fylgi en kommunistar. Hverjir eru hægri jafaaðarmenn og hver pólitík þeirra? Menn þessir eru ekki á móti núveraudi þjóðfélagi, heldur þvert á móti vilja lappa upp á það á atian hátt. Kjörorð þeirra er eadurbóta- st&rfsemi. Á þingi vinna þeir sam- an með borgaralegura flokkum að eflingu auðvaldsins og ríki þess. Þeir eru föðuriandsvinir, þ. e. þeir hsia tekið höndum saman við auðvald sinnar eigin þjóðar gegn auðvaldí annara ríkja. í stríðinu hvöttu þeir verkamennina til aS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.