Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 1
Vaxandi efasemdir íþingflokki sjálfstæðis- manna: „Eftir fund okkar með Sigurði Helgasyni fisksjúkdómafræöingi á miðvikudaginn hefur aukist efi þeirra sem efuðust og sumir aðrir eru einnig teknir að efast um að leyfa eigi inn- flutning á glerálum,” sagði Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálf- stæðismanna, í morgun. Þar með virð- ist állinn lentur á rauðu ljósi. Landbúnaðarráðherra lagði fyrir þingflokka stjórnarliöa i siöustu viku frumvarp til breytinga á lögum, sem þýddi heimild til innflutnings á glerál- um eöa álaseiðum. Framsóknarmenn samþykktu en sjálfstæðismenn ekki. .í’rumvarpinu fylgdi engin greinar- gerð um málsástæður,” segir Olafur G. Einarsson. „Þess vegna kölluðum við á Sigurð Heigason. Eftir að hafa fengið svör við ýmsum spurningum er ljóst aö engin trygging er fyrir því að nýir sjúkdóm- ar berist ekki hingað í fiskstofnana með glerálunum, sama hversu varlega verður farið. Og þrátt fyrir mikmn áhuga okkar á framgangi góðra mála er útilokað að afgreiða svona mál blindandi. Þar að auki sýnist mér að menn greini mjög á um markaðinn og sumir telja hann ekki fyrir hendi. Það eykur auðvitað ekki líkurnar á því að menn taki áhættu varðandi nýja fisksjúk- dóma,” sagði formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Eins og DV hefur áöur greint frá mælti fisksjúkdómanefnd ekki gegn innflutningi glerála aö vissum skilyrð- um uppfylltum. Nefndin hafði þá rann- sakað aðstæður mánuðum saman. Nokkrir aöilar hafa mikinn áhuga á álaeldi og einn þeirra var tilbúinn i til- raunaeldi á þessu vori. Það er nú úr sögunni. HERB Komnir heim úr fyrstu hnattsiglingunni Gunnlaugur Haraldsson, safnvörður Byggöasafnsins í Görðum, tekur vlð skipsfánanum úr hondi Jóns Magnús- sonar, skipstjóra á ms. Akranesi, við athöfnina i gœrdag. DV-mynd Haraldur. Flutningaskipið ms. Akranes kom i gær úr 120 daga siglingu krlngum hnöttinn. Sigldi skipið með kisiljám frá Islenska jámblendifélaginu til Osaka i Japan og áfram til Islands. Hélt skipið úr höfn á Grundartanga þann 16. janúar sl. og kom til Osaka Auðuseðlamir | íatkvæða- greiðslu I kennara — sjábls.2 þann 1. mars. Ms. Akranes er fyrsta íslenska skipiö sem fer hringinn i kringum hnöttinn og einnig fyrsta íslenska skipið sem kemur i japanska höfn. Frá Osaka lá leiðln yfir Kyrrahafið og fékk skipið stöðugan mótvind. Útvarpslaga- fmmvarpið hangir ábláþræði — sjábls.5 Komst Akranesið loks til Los Angeles þann 7. april til að taka olíu og vistir. Siðan var haldið suður með vestur- strönd Ameríku til Balboa og siglt i gegnum Panamaskurðinn og þaðan að Atlantshafi. Við komuna til Grundartanga i gær Strætóskýli semnáðhús — sjá bls. 16 Bíltækninnl fleygirfram | — sjábls. 10 var f jölmennl samankomið til að fagna áhöfninni. Færði Nesskip (sem gerir út ms. Akranes) byggðasafninu i Görðum sjókort af leiöinni krlngum hnöttinn og fánann sem blakti vlð hún á skipinu í reisunni. •EH IVerðkðnnun I fHlíðæ og Holtahverfum — sjábls.6 Islendingar sólarmegin ítilverunni — sjá bls.45 Hvaðanáað takainnlenda fjármagnið ívegafram- kvæmdimar? - sjá bls. 16 • Hvaðeráseyði umhelgina -sjábls. 19-30 Framvann Keflavík — sjá íþróttir bls. 18og31 Bæjarstjóminá Seltjamamesi rffstum Valhúsahæð — sjábls.3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.