Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR17. MAl 1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. . Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 68W11. Auglýsingar: SÍÐUMULA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 330 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað35 kr. Sólarlagog-upprás Vonlitlar tilraunir viöskiptaráðherra til aö fá felldan niður portúgalska saltfisktollinn, sem koma á til fram- kvæmda við inngöngu Portúgals í Efnahagsbandalag Evrópu, eru dæmi um varnarstríð, sem víða um heim er háð gegn vaxandi afli innilokunar- og verndarstefnu. Bandaríkjastjórn tók forustu í vörninni fyrir fríverzlun á fundi æðstu manna helztu iðnríkja hins vestræna heims, sem haldinn var í Bonn á dögunum. En Reagan forseti komst því miður ekkert áfram með málið vegna harðr- ar andstöðu Mitterrand Frakklandsforseta. Ráðamenn Japan, Vestur-Þýzkalands, Bretlands, Italíu og Kanada hölluðust að hinni bandarísku tillögu um vestræna ráðstefnu um verzlunarfrelsi á næsta ári, eins konar nýja Bretton Woods. Mitterrand heimtaði hins vegar, að fyrst yrði fest gengi gjaldmiðla. Frakkland hefur öldum saman verið land skriffinnsku og miðstýringar. Þar eru ráðamenn dauðhræddir við allt, sem ekki er skipulagt að ofan. Og þeir eru dauðhræddir við, að ódýr vöruinnflutningur, til dæmis frá Japan, drepi í dróma hliðstæða framleiðslu í Frakklandi. Þessi ótti blundar einnig undir niðri í öðrum löndum. Verst er, að tregðan við að koma á nýrri ráðstefnu um aukið verzlunarfrelsi mun nú gefa innilokunar- og vernd- aröflum í Bandaríkjunum byr undir báða vængi. Þar veina nú þrýstihópar í hverju horni. Vítahringurinn er sá, að í einu ríki reiðast menn verndaraðgerðum annars ríkis. Settar eru upp hindranir í götu innflutnings. Það leiðir svo aftur til gagnaðgerða hins ríkisins. Áður en menn vita af, er skollið á viðskipta- stríð, sem allir aðilar tapa. I flestum ríkjum eru hagsmunir hefðbundinna atvinnu- greina vel skipulagðir. Ef Japanir eða aðrir ógna þessum greinum með framboði á betri og ódýrari vöru, rísa þrýstihópar hinna hefðbundnu sólarlagsgreina upp á afturfæturna og knýja stjórnvöld til gagnaðgerða. Hagsmunir notenda eru hins vegar illa skipulagðir. Ráðamenn taka ekki eftir, að hinn ódýri innflutningur bætir kjör notenda. Hann lækkar útgjöld þeirra og heldur niðri verðbólgu í landinu. Þar aö auki geta margir fram- leiðendur lækkað verð með notkun innfluttra vöruþátta. Ekki stangast aðeins á hagsmunir notenda og sólar- lagsgreina. Verndarstefnan veldur því einnig, að hags- munir sólarupprásargreina verða að víkja fyrir hinum hefðbundnu greinum, sem hafa gróinn þrýstimátt. Fjár- magn og vinnuafl haldast í úreltum atvinnugreinum. Dæmin um þetta eru mörg á Vesturlöndum, stálið á meginlandi Evrópu og kolin í Bretlandi. Otbreiddasta dæmið er þó hinn hefðbundni landbúnaður. Þrýstihópum hans í Efnahagsbandalagi Evrópu hefur tekizt að veita meirihluta f jármagns þess í farveg verndarstefnu. Þetta kemur niður á okkur, þegar við erum að reyna að selja saltfisk til Portúgal. Þetta kemur ahnennt niður á okkur, af því að helmingur þjóðarframleiðslu okkar er notaður til utanríkisviðskipta. Við ættum því að vera fremstir í flokki frelsisstefnu í viðskiptum milli ríkja. Því meira sem tollum og öðrum hömlum er eytt, þeim mun ódýrara verður fyrir fólk aö lifa. Og þeim mun fljót- ar taka atvinnugreinar sólarupprásar við af greinum sólarlags. Þeim mun líklegra er, að unga fólkið vilji lifa í þessu landi í framtíðinni. Veigamest er að leggja niður höft og tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum. Jónas Kristjánsson. „öll rök mæla með bjór." BJÓRFASISMI Gr ekki alveg ótrúlegt aö á ofan- veríri 20. öld skuli vera til fólk á Islandi sem telur sjáifsagt að meina meirihluta þjóðarinnar aðgang að áfengum bjór? Sannleikurinn er sá að þótt aðeins örlftiU minnlhlutl krefðist þessa veikasta forms af áfengi teldist það liklega mannréttindabrot að meina bonum um það. Sú staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill bjórinn gerir siíkar hugmyndir ekki aðeins fráleitar.... þær eru óráðshjai! Kjallarinn neyslunni sé haldið i skefjum með verðstýrlngu og að reynt sé að beina neyslunni frá sterkum drykkjum á þá veikari. Engum sem kynnir sér áfengis- neyslu siðustu áratuga á tslandj blandast hugur um að léttu vínin hafa þegar bætt vínmenninguna án þessa auka heildarneyslu að ráðl. Enginn sem fylgst hefur með skrif- um um bjórmálið á síðustu misser- um getur mótmælt því að bannistar hafa engin rök þegar á hóimlnn er komið. Öfgar Sá boðskapur nokkurra húmor- lausra klerka að það sé háskalegt að leyfa bjórinn á „ári æskunnar” sýnir jafnframt vel hvilikt ofstæki býr hér undir nlðri. Staðreyndin er sú að allir Islend- ingar sem láta sér annt um velferð unglinga verða aö vona aö noti þeir vímugjafa á annað borð haldi þeir sig a.m.k. við bjórinn. Sá boðskapur nokkurra lækna að það sé barnaleg bjartsýnl að bjórinn muni bæta áfengisvenjumar ættu að bera saman íslenska krá og hefð- bundinn brennivínsbar. Ennþá er ástandiö auðvitaö ekki nærri nógu gott, og mun taka langan tíma aö laga, en þaö hefur skánað jafnt og þétt með minnkandi neyslu sterkra drykkja. Ef þaö er eitthvert áfengi sem ætti að banna eru það sterku drykkimir, en í þeirra faðm hefur smásmyglis- stefna Áfengisvama ráðs einmitt kastaðþjóðinnl Eröl böl? • Að áfengissýki er böl blandast vist fáum hugur um. Og að það er böl sem sífellt verður að vinna gegn og vara við fer ekki heldur á milli mála. Almenningur ætlast auövitað ekki til þess að bindindismenn samþykki að þeim tegundum áfengis sem boðið er upp á markaðnum sé fjölgað eins og ástatt er. Almenningur ætlast ekki heldur til þess að fyrrverandi alkóhóiistar og samtök þeirra beiti sér fyrir þvi að áfengur bjór verði leyfður í landinu. Né heldur ætlast almenningur til þess að læknar og klerkar og aðrir JÓN ÓTTAR RAGNARSSON DÓSENT FRJALSLYNDI I FRAMKVÆMD Þeirra vopnið er ofstækið eitt sem reis hæst með þeirri hótun sr. Heimis Steinssonar aö minnihlutinn gæti (með fógetavaldi?) látið loka öllum bjórkrám landsins. Þessi hugmynd svo og mútubrigsl og fleira í þeim dúr sýnir hve grunnt er á ofstækiö og öfgarnar í vissum þjóðfélagshópum á okkar erfiðu tim- um. a „Þjóðfélag sem ekki virðir mann- ^ leg rök er þjóðfélag komið að fótum fram. Og staðreyndin er sú að öll rök mæla með bjór sé vissum skil- yrðumfullnægt.” sem hvað mest glíma við afleiðingar áfengisvandans berjist fyrir áfeng- umbjór. En almenningur ætlast tU þess að allt þetta mæta fólk hindri ekki með öfgum sínum að þjóðln fái í hendur vímugjafa sem hægt er að nota í hófi. Og almenningur ætiast tU þess að þingmenn og aðrir þeir sem um bjór- inn fjaUa séu ekkl að brigsla and- stæðingum sínum um mútur og jafn- vel svik. , Látum rökin tala Þjóðfélag sem ekki vlrðir mannleg rök er þjóðfélag komlð að fótum fram. Og staðreyndin er sú að öU rök mæla með bjór sé vlssum skUyrðum fuUnægt. Þessi skUyrði eru þau að heUdar- Lokaorð ÖU rök mæla með bjór. Ekki einasta er hann veikasta áfengið heldur jafnframt hið eina sem gæti stuðlað að raunverulegri hófdrykkju. Jafnvel léttvinin eru það sterk að eftir tvö glös eða þrjú eru ýmsir farn- ir að finna á sér og hættir að hafa fuUt vald á orðum sinum og gjörðum. Sú hugmynd nokkurra barnalegra klerka að bjórinn elgi ekki að leyfa á „ári æskunnar” er ísköld kaldhæðni miðað vlð þann veruleika sem vlð blaslr. Því ef unglingar taka sig til og nota elnhvern vímugjafa á annað borð vonar maður einmitt tU Guðs að það verðl bjórinn sem þeir kjósa... ekki eitthvað annað og sterkara. Jón Óttar Ragnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.