Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR17. MAl 1985. Geðvernd Tilkynning um ný símanúmer og staðsetningu skrifstofu: — 25508: Skrifstofan, Hátúni 10. — 687139: Áfangastaður, Álfalandi 15. Geðverndarfélag íslands, skrifstofan Hátúni 10, 105 Reykjavík (öryrkjabandalagshús). 1 \ i PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. I I BLINDRAFÉLAGIÐ Dregið var í happdrætti Blindrafélagsins 7. maí. Vinnings- númer eru: 1.13818 2.17199 3.39938 Vinninga má vitja á skrifstofu félagsins. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17. Eigum nú aftur hinar vinsælu gólf- mottur fyrir vinnustaöi, sundstaöi og íþróttahús, stærö 120 x 60 sm. Hægt er að krækja mottunum saman á tvo vegu og mynda þannig stærri fleti. Þessar mottur hafa mikið verið notaðar á vinnustöðum þar sem standa þarf við vinnu og þá einkum þar sem um steingólf hefur verið að ræða — einnig hentugar í búningsklefa á stundstöðum og íþrótta- húsum. Hríngið og fáið frekari upplýsingar. B= Sigurðsson sf., Nýbýlavegi 8 (Dalbrekkumegín), Kópavogi — simi 4 62 16. Af bílnúm- eram og bjór —forréttindi og forgengilegheit Undirrituð fór á stúfana um daginn og keypti sér notaöan bíl. Fann hún sér ágæta tík — göða til síns brúks fyrir ekki alltof mikla peninga. Dam- an var auðvitaö hæstánægð með að vera orðin bíleigandi en áttaði sig ekki alveg fullkomlega á þvi hvað svona fyrirtæki felur í sér. Fyrsta og alvarlegasta „sjokkið” kom í formi reiknings frá einu af vá- tryggingafélögum landsins. Fjár- hæöin sem gert var skylt að greiða áður en bíllinn var umskráður slag- aði hátt upp í mánaðarkaupið og næsta útborgun í bílnum fór því að vefjast fyrir og valda áhyggjum. Síðan var að fá sér veðbókarvott- orð fyrir bílnum og reyndist það til- tölulega ódýrt eða 90 krónur. Þá var skundað til bæjarfógeta og greitt skráningargjald bifreiðarinnar á nýtt númer sem pantaö hafði verið símleiðis hjá Bifreiðaeftirlitinu. ANIMA BIRNA ALMARSDÓTTIR HÁSKÓLASTÚ DENT Kostaöi það hvorki meira né minna en 1.120 krónur og þótti minni nú mælirinn óðum að fyllast þó að þaö kæmi ekki við bensíntankinn. 1 heimsókn Heimsóknir í Bifreiðaeftirlit ríkis- ins eru mörgum Islendingum að góðu kunnar. Það er þar sem fólk skítur út fötin sin, veröur kolsvart á höndun- um og, ef ekki vill betur, rignir niður og ofkælist. Þar var hinum nýbakaða bíleiganda gert skylt að greiða 400 krónur til þess að fá nýjar númera- plötur. Hún var hins vegar ekki al- deilis tilbúin að leggja út fyrir svo ómerkilegum hlut og fékk notað númer gefins vegna einstakrar mildi viðkomandi afgreiðslustúlku. Þaö var að sjálfsögöu ekki „flott” númer enda skiptir það mig engu máli. Númerasnobb Astæðan fyrir því að ég greiddi í allt um 14.000 krónur á einni viku er hrein spegiTmynd bílamenningar okkar Islendinga. Við erum einkar iðin við að rekast utan í hvort annað og valda tjóni, því viö erum sko ekkert að gefa eftir. Tillitssemi er ekki í tísku því við erum kóngar í okkar eigin ríki (bílnum), með okkar fallegu stuttu númer. Þetta númerasnobb hefur lengi vakið furðu mína. Þetta flækir málin ótrúlega í sambandi við umskrán- ingu bifreiöa, en hvað leggja menn ekki á sig fyrir ástkæru númerin sín? Þaö er meira að segja til í dæminu að fólk sé kennt við númerin sín; t.d. talað um Nonna á C-ll eða eitthvað í þá áttina. Einnig hefur heyrst hvísl- að að „góð númer” gangi kaupum og sölum. Gjaldmiöillinn er þá oft nefndur í leiöinni sem vímugjafi sem hluti þjóðarinnar telur mesta skaö- vald aldarinnar. Fyrir bjór Vímuefni þetta hefur þann eigin- leika að fólk getur neytt þess í nokk- um tíma án þess að veruleg merki sjáist á því. Það er ólíkt öðrum vimuefnum að því leyti að flestum þykir það gott á bragðið og eykur það félagslyndi manna og al- menna kæti. Flestir, sem á annað borð vilja, geta útvegað sér það en það getur reynst nokkuð dýrt spaug. Ekki er það nú alveg ólöglegt því ekki er vitað til þess að nokkrum haf i verið kastað í Steininn ennþá fyrir það eitt að neyta þess. Ýmsar stéttir í landinu njóta þeirra forréttinda að geta keypt sér það á viðráðanlegu verði en þorri almennings sér það sjaldan. Það er því búið að skipta Is- lendingum enn einu sinni í tvennt; þá sem drekka alvörubjór og þá sem ekki eiga þess kost. Anna Birna Aimarsdöttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.