Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR17. MAI1985. Spurningin Tekur þú íslenskar iðnaðarvörur fram yfir erlendar? Steinunn Guðmundsdóttir húsmóðir: Það fer eftir verði og gæðum. Yfirleitt finnast mér íslensku vörurnar standa sig í samkeppni við þær erlendu. Auður Tryggvadóttir fóstra: Ekkert frekar. Eg ber gæðin saman og ef ís- lensku vörurnar eru ekki síðri þeim er- lendu þá tek ég þær fram yfir. Andrés Ólafsson bifvélavirki: Nei, það geri ég ekki. Mér finnst þær standa sig mjög misjafnlega í samkeppni viö er- lendar vörur. Anna Olafsdóttir húsmóðir: Yfirleitt geri ég það. Mér finnast þær tvímæla- laust sambæi Jegar viö aðrar vörur. 'f- Sigurgeir Snæbjörnsson heildsali: Það er ýmist. Yfirleitt standa þær sig vel gagnvart erlendum vörum, eru fylli- lega sambærilegar. Hlif Bjömsdóttlr verslunarmær: Eg pæli ekkert sérstaklega í því, ég læt verðiðráða. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvaöa innlent fjármagn í vegaframkvæmdir? Vegmöður skrifar: Enn einu sinni eru uppi vangavelt- ur um vegaframkvæmdir í landinu og nú vegna tilboös Hagvirkis um að flýta vegalagningu með bundnu slit- lagi norður í land. Fljótt á litið virðist sem slíku til- boði beri að taka og er ríkisvaldið enn og aftur átalið fyrir að ganga ekki að tilboði fyrirtækisins og nýta þar meö vélakost þess, úr því önnur verkefni, sem það hefur verið að vinna að með tækjum sínum, liggja í láginni. Og vissulega er þaö illt að bægja burt svo stóru fyrirtæki, jafnvel úr landi, með tæki sín og þekkingu. Allt tal um aö smærri aðilar og fleiri séu heppdegri til verksins er auðvitað út í bláinn. Og umsagnir al- þingismanna um að „kjördæmin öll eigi að fá að sitja að slíkum fram- kvæmdum eru auövitaö óráðshjal sem ekki er mark á takandi. Það er heldur ekki þetta sem um er deilt, hvort einhverjir aörir eigi að fá verkefnið og þá margir, smærri aðil- ar, bara til að „spreyta sig”, eins og þingmönnum dettur kannski í hug. Enda eru þeir þingmenn engir fjár- málamenn og allra síst þegar þjóðar- búiö á í hlut. Þaö er fjármagniö sem deilt er um, það vantar. Og það sem ekki má tala um, nema í hálfum hljóðum, er að hér er ekki hægt að afla neinna fjár- muna á innlendum markaði fyrir slíka stórframkvæmd sem vegagerð til Akureyrar er. Ef farið væri að ráði Hagvirkis um að afla fjár meö innlendu skulda- bréfaútboði, væri það í beinni sam- keppni við ríkið sjálft. — Hvað yrði um sölu ríkisskuldabréfanna, hvaö yrði um greiðslubyrði ríkisins? Þar sem enga umframf jármuni er í,að gangahjá almenningi, myndi þessi vegaframkvæmd hvort eð er að öllu leyti lenda á ríkiskassanum. Þetta er mergur málsins. A inn- lendum „samskotum”, sem svo má kalla þessa ímynduðu fjármögnun, er ekkert að byggja, nákvæmlega ekkert. Því yrði að taka erlent lán til slíkra framkvæmda, sem hér um ræðir, hvernig sem á málið er litið. Myndir af Íslandsmeisturum i vaxtarrækt sem vaxtarræktaráhugamaður saknaði: Sigurður Gestsson sigurvegari f — 80 kg flokki karla og Ása Kristín Árnadóttir —52 kg flokki kvenna. Þvi miður voru ekki til betri myndir af þeim. Vaxtarræktarmót: Vaxtarræktaráhugamaður hringdi: Fyrir stuttu birti DV myndir frá Is- landsmeistaramótinu í vaxtarrækt. Birtar voru myndir af nokkrum Is- landsmeistaranna en ekki af öllum. Eg er mjög óhress með þetta og kysi að það væri ekki gert svona upp á milli fólks. VANTAÐIMYNDIR Brófritari er óhress yfir beinni útsendingu sjónvarps sem fyrirhuguð er frá Vatikaninu í Róm innan skamms. Segjum nei við „páfaútsendingu’’ Questor skrifar: Hvers vegna í ósköpunum ætlar sjón- varpið að sýna beint frá einhverri at- höfn páfans í Róm? Af því að útsend- ingin fæst ókeypis? Hún ríður ekki við einteyming smekkleysa forráðamann Ríkisútvarpsins. Ut á við er framkoma þessarar stofnunar eins og vesællar betlikellingar. Brátt munu hinir ýmsu áhrifavaldar falbjóða áróður sinn án endurgjalds, ráðstjómarríki, fram- leiðendur neysluvöru og hugmynda- sölumenn. Þjóðin er á góðri leið með að verða leiksoppur auglýsinga fari svo sem horfir. Sjónvarpið er þjónustufyr- irtæki. Þvi er ætlað að mæta kröfum áhorfenda. Þó svo að framboð sé á ein- hverju sjónvarpsefni er ekki þar með sagt aö eftirspum sé fýrir hendi, en þaö er hún og ekkert annaö sem á aö ráða dagskrá íslenska einokunarsjón- varpsins. Segjum því „nei” við „páfa- útsendingu”. Strætóskýli semnáðhús tbúi Vatnsendahverfis hringdi: Við sem búum í Vatnsendahverfi þurfum að senda krakkana okkar langa leið í skóla og sér skólabíll um aö koma þeim til og frá skólanum. Hér standa fjögur til fimm biðskýli þar sem krakkarnir eiga að geta leitað skjóis þegar þeir bíða eftir vagninum. Staðreyndin er hins vegar sú að enginn hættir sér inn í skýlin lengur. Hesta- menn sem eru á ferð um þetta svæði svo til allan sólarhringinn nota skýlin sem náöhús fyrir skepnur sinar þannig aö það er ólíft inni í þeim. Við höfum kvartað yfir þessu við heUbrigðisyfir- völd og lögreglu en ekkert breytist. Hestamenn ættu að vera vandari aö virðingu sinni en þaö aö hrekja börnin úr strætóskýlunum með þessum hætti. Daglega fara þúsundir bréfa um hendur starfsmanna póstþjónustunnar. Skjót og góð þjónusta Herdis hringdi: Fyrir nokkru týndist orlofsávísun sem orlofsdeild Pósts og síma átti að sjá um að senda til min. Eg ákvað því að fara á skrifstofu orlofsdeildarinnar í Armúlanum og bjó mig undir rifrildi eins og iðulega þegar maður stendur í stappi við rikisstarfsmenn. Það kom mér því mjög á óvart að stelpurnar sem vinna þarna voru duglegar og hressar og kipptu málum mínum í lag á skömmum tíma. Mig langar til að þakka þeim fyrir skjóta og góða þjón- ustu í öllu því annríki sem þær starfa vafalaust í. Að lokum vil ég senda sér- staka kveðju til Alfhildar á pósthúsinu við Hlemm vegna þessa máls. Malagafanginn: Móttöku fjárframlaga lokið DV hefur um skeið tekið við bréfum og fjárframlögum sem þeim hafa fylgt til styrktar fang- anum í Malaga. Eins og DV hefur áður skýrt frá var móttöku slíkra fjárframlaga hætt 15. maí. Það fé sem borist hefur verður sent til íslenska konsúlsins í Malaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.