Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 30
DV. FÖSTUDAGUR10. MAI1985. TEARS FOR FEARS - SONGS FROM THE BIG CHAIR: - Skref aftur á bak Breska tölvupopphljómsveitin Tears For Fears sendi ekki alls fyrir löngu frá sér aöra breiöskífu sína. Heitir platan Songs From The Big Chair og hefur hlotiö ágætis viötökur. Aðallega eru þaö tvö lög á þessari plötu sem hafa vakið athygli, lögin Shout og Everybody Wants To Rule TheWorld. Þær breytingar hafa átt sér staö á Tears For Fears, frá því fyrsta platan kom út fyrir tveimur árum, aö hljóm- sveitin hefur stækkaö um helming. Upphaflega var hljómsveitin dúett en er nú kvartett. Stofnendur hljóm- sveitarinnar voru þeir Roland Orzabal og Curt Smith en viö hafa bæst þeir Ian Stanley og Manny Elias. Þær breytingar hafa ennfremur orö- ið á að Roland Orzabal, sem á fyrri plötunni sá einn um allar tónsmíöar, hefur nú gefiö hinum nýju meölimum tækifæri á aö spreyta sig en þó ekki einum því alls staöar hefur hann hönd meðíbagga. Hvort það er þessum nýliðatónsmíö- um um aö kenna eður ei er þaömitt áiit aö þessi plata sé skref aftur á bak f yrir TearsForFears. Fyrri platan einkenndist af frekar einföldu melódísku tölvupoppi, stund- um nokkuö þunglamalegu. Nú hefur einfaldieikinn aftur á móti veriö látinn víkja fyrir öUu flóknari og íburöar- meiri útsetningum sem aö mínu mati gera tónUst hljómsveitarinnar meira ógagn engagn. Ennfremur, og þaö sem Uklega gerir útslagið, eru lögin á þessari plötu aUs ekki eins sterk og á fyrstu plötunni. Vissulega er lagiö Everybody Wants To Rule The World gott lag en það gef- ur bara alranga mynd af öörum lögum plötunnar. Ekki bætir úr skák þegar hljómsveit á borö við Tears For Fears fer aö ÚÞ setja lög sín eftir uppskriftum ann- arra hljómsveita og þaö jafnvel svo að sándinu og öUu er stoUö. Þarna á ég við útsetningar og sánd sem Frankie Goes To HoUywood innleiddi í breska poppiö á síðasta ári og viröist nú fara eins og eldur í sinu um aUan breska poppheim- inn. -SþS- SMÆLKI GEORGEBENSON-20/20 GÓÐUR BENSON Hinn ágæti gítarleikari og söngvari George Benson hefur svo sannarlega átt fjöiskrúöugan feril. Fyrir um þaö bil fimmtán árum var hann af flestum taUnn efnUegasti jassgítarleikarinn vestanhafs. Þótti Uklegur arftaki Wes Montgomery, sem þá var látinn nokkru áöur. George Benson var samt ekki á því aö láta gítarinn nægja. Hann tók upp á því að fara aö raula með gítamum. Fyrst var þetta mest í grini. Fljótlega KENNARAR - KENNARAR Við grunnskóla Eyrarsveitar eru lausar almennar kennara- stöður. Leitað er eftir kennurum sem geta tekið að sér: Kennslu yngri barna, kennslu í líffræði, eðlisfræði, tón- mennt, handmennt (hannyrðum). Húsnæði í boði, leik- skóli á staðnum. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 93-8637 eða 93-8802. HjúkrunaFfræðingar, takið eftir Sjúkrahúsið í Húsavík óskar að ráða hjúkrunarfræðinga í tvær deildarstjórastöður og hjúkrunarfræöing, sem hefur reynslu í svæfingu og skuröstofuhjúkrun, sem fyrst eöa eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333, heimasími 96-41774. Sjúkrahúsið f Húsavík. TIL SÖLU ru -m OLDSMOBILE CUTLASS CIERA BROUGHAM dísil árg. 1982. Glæsileg bifreið með öllum aukabúnaði. Litur: hvítur. Allar upplýsingar gefur BíLVANGURsf Höfðabakka 9. Símar 687300 og 39810. fór aö færast alvara í þetta hjá honum og um leið og söngurinn jókst, minnkaöi jassinn á plötum hans. Á In Your Eyes, sem kom út í fyrra, steig hann svo skrefið til fulls frá jassinum yfir í poppið. Sú plata var misheppnuö tónlistarlega séö. Lögin með eindæmum venjuleg og flutningur Bensons bragðdaufur. Þaö var því meö nokkrum kvíöa sem 20/20 var sett undir nálina. En sá kvíði reyndist ástæðulaus. George Benson hefur greinilega tekiö sér tak. Ekki það aö hann hafi aftur farið út í jass- inn. Nei, jassinn er lítill, en í staöinn er komin pottþétt skemmtiplata. Lögin hafa veriö valin af mikilli vandvirkni og er lítið um feilnótur á plötunni. Tíu lög prýða 20/20 og eru þau öll ný af nálinni aö einu undanskildu, klass- ísku lagi, Beyond The Sea (La Mer), sem Benson gerir sérstaklega góð skil. Má segja aö Beyond The Sea og eina eingöngu leikna lagið á plötunni, Stand Up, séu þau lög sem nálgast þaö aö geta talist jasslög. önnur lög eru gæða- popp með smá improviseringum inn á milli. Erfitt er aö gera upp á milli lag- anna. Rólegu lögin eru minnisstæð. I Just Wanna Hang Around You og Nothing’s Gonna Change My Love For You á fyrri hlið plötunnar eru bæöi úr- valslög sem seint gleymast og You Are The Love Of My Life á seinni hlið plöt- unnar, þar sem George Benson syngur dúett meö Robertu Flack, er einnig ágætt. Hraðari lög eins og 20/20 og No One Emotion eru einnig virkilega góð. Þótt George Benson hafi horfið frá jassinum um stundarsakir, þá þarf ekki aö líta daufum augum til hans meöan hann sendir frá sér gæðaplötur eins og 20/20. -HK. Sælnú! Kvikmynd hefur vetið getð um eina frægustu hljómsveit Bandarikjanna, baóstrandarstrák- ana The Beach Boys, sem á sfn um tíma voru taldir svar Banda- ríkjamanna við Bltlunum. Höfund- ur myndarinnar er Malcolm Leo sem gerði um árið kvikmyndina um Prella, This Is Elvis. Nýja myndin heitir hins vegar stutt og laggott einsog Gísli Sveinn segir: The Beach Boys An American Band... Innan tíðar er væntanleg skífa frá 0MD aó nafni Crush og smáskifa sem á að gefa for- smekkinn. Þar er iag að nafni: So in Love... lionel Richie vinnur nú að því vandasama verkefni að taka upp nýja plötu til að fylgja eftir stórkostlegum vinsasldum siðustu plötu, Can't Slow Down. Samkvæmt traustum heimildum verðum við þó að híða framí sept- ember eftir plötunni... Ðonna Summer hefur ekki verið sérlega míkið í sviðsljósinu uppá siðkastið RICHARDHEWISON RAH BAND — MYSTERY: BRÆÐINGUR RAH Band er alveg nýtt nafn í mín- um eyrum. Nafniö bendir til aö þaö sé í höfuöiö á höfuöpaur hljómsveitarinn- ar, Richard Hewison, sem er lagahöf- undur, upptökustjórnandi og leikur á gítar og öll hljómborö á plötunni sem ber heitiö Mystery. I raun bendir aUt tU aö RAH Band hafi orðið tU í stúdiói og sé skipað hljóöfæraleikurum sem hafa þaö aö atvinnu aö leika í stúdí- óum. Tónlistin sem RAH Band flytur er hinn mesti hrærigrautur. Léttfönkuð tónlist með souUvafi er sjálfsagt besta lýsingin. Lögin eru átta á plötunni og eru eins og áður sagði öll eftir Richard Hewison. Lögin eru hin þægilegustu til hlustunar, aUgrípandi og spUar þar stórt hlutverk söngkonan Liz, sem er eiginkona Hewison, hún eykur gUdi laganna meö góöum söng. Lögin eru nokkuð Uk að uppbyggingu og eiga þaö á hættu aö faUa hvert ofan í annaö. Allur hljóðfæraleikur er mjög góður. Mest áberandi fyrir utan Hewi- son er saxófónleUcarinn Pete King sem á nokkra góða spretti. Sex laganna eru sungin og er Clouds Across The Moon þeirra best, gripandi lag og líflega flutt. Tvö lög eru eingöngu leikin, bæði eru þau hin áheyrUegustu, róleg bræö- ingslög. 1 heild er Mystery hin áheyri- legasta plata, þótt ekki sé þarna neitt Ustaverk á ferðinni. HK. og hyggst bæta úr skorti á fjöl miðlafrægð og annarri með því að gefa út lagið Eyes, og það ná- kvæmlega í dag... Mörgum fannst þaó kyndugt að Bretar skyldu tylla laginu Move Closer á topp popplistans á dögunum, söngkonan Phyllis Nelson næsta óþekkt og lagið býsna ólíkt öðrum topplögum breska listans. Hitt er svo aftur enn furðulegra að PhyH is Nelsun er aðeins önnur konan i sögu bteska popplistans sem semur topplagió sjáif og syngur. Sú fyrri var Kate Bush og lagið Wuthering Heights. Topplögm eru hins vegar samtals 547... Á þessu ári er í fyrsta sinn ieyfilegt að nota lög eftir Lennon og Mc Cartney í auglýsingum. Auglýs- ingastofa i Bandarikjunum greiddi hundraó þúsund dollara fyrir afnot af laginu Help og tölvufyrirtækið Hewlen Packard greiddi fúlgur fjár fyrir afnot af laginu We Can Work it Out. Vmsum finnst hins vegar skrýtið aó fyrirtækið skuli brúka tuttugu ára gamalt lag til- þess að auglýsa vöru sem kynnt er sem tækni morgundagsins... Af nýjum breiðskífum. sem eru aó koma út þessa dagana, má nefna The Best of Eagles með Eagles, Youthquake með Dead or Alive, Flaunt the Imperfectíon með China Crisis og Behind the Lines meó David Knopfler... Búíó i bili .. -Gsal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.