Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir' hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krönur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 17. MAl 1985. Reykjavík: Sjómenn í verkfalli Verkfall hefst í dag í Sjómanna- félagi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er voru samningar felldir ööru sinni í Sjómannafélaginu í siðustu viku. Aðilar hafa haldið einn fund hjá sáttasemjara en enn virðist bera mikið á milli. Enn er óvíst hversu margir bátar munu stöðvast af völdum verkfalls- ins. Enn eru fjölmargir bátar á veið- um og búast má við að togarar stöðvistfljótlega. APH Skógræktríkisins: Starfsmenn fverkfall I dag og á morgun hef jast verkföll hjá starfsfóUti Skógræktar ríkisins. AUs höfðu fjögur verkalýðsfélög boðaðverkföll. Undanfarið hafa staðið yfir samningaviðræður mUU aðUa. Þær hafa snúist um samninga fyrir það starfsfólk sem mun starfa hjá Skóg- ræktinni í sumar. Aætlað er að það sé um 50 manns. Fæstir af þessum starfsmönnum haf a hafiö störf. Einar Þór Einarsson, skrifstofu- stjóri Skógræktar rikisins, sagði að hægt yrði að sinna flestum störfum hjá þeim fram að mánaðamótum. Þegar kæmi að plöntun yrði áþreif- anlegur skortur á starfskrafti ef verkfaUið stæði þá enn. A mánudag hefur verið boðaður sáttafundur í deilunni hjá sátta- semjara ríkisins. -APH. Skúrirsyðraen bjartfyrírnorðan Landsmenn mega búast við þokka- legu veðri um helgina. Að sögn veöurfræöinga verður hæg sunnan- eða suövestanátt um land allt. Gert er ráð fyrir skúrum á Suðvestur- og Vesturlandi en bjartviðri annars staöar. Meira magn, betri ending. Haildáölubirgðlr' glansskol frá Ásgarðsland dæmt af arf leiðendum: „Gersamlega ordlaus" segir skógræktarstjóri ríkisins „Eg er gersamlega orðlaus á þessum dómi,” sagði Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri ríkisins, í samtali viö DV. A dögunum féll úrskurður í skipta- rétti þess efnis að andvirði Asgarðs- lands í Grímsnesi skuli renna til lög- erfingja Sigurliða Kristjánssonar og konu hans Helgu Jónsdóttur, en ekki til arfleiðenda, Skógræktar ríkisins og Hjartaverndar, sem geröu tilkall til fjárins. 1 erfðaskrá ánöfnuðu Sigurliði og Helga Skógræktinni, Hjartavernd og Reykjavíkurborg jörðina. Sá síðarnefndi féll frá til- kallitilfjárins. „Samkvæmt lögum átti Grímsnes- hreppur forkaupsrétt að jörðinni og hann nýtti sér hann,” sagði Sigurður. „I fyrra samþykkti hreppsnefndin aö kaupa jörðina og var þá gengið frá samningum. Var hún metin á um 15 milljónir og töldum við aö andvirðið ætti að renna til okkar. Erfingjar Sigurliöa og Helgu voru ekki á sama máli en þeir eru tíu talsins.” Aðspurður sagði Sigurður að sú kvöð hefði fylgt í erfðaskránni aö landið yrði áfram í ábúð. „Við höfðum marglýst því yfir að svo yrði áfram. Hins vegar hefðum við nýtt hluta þess undir skógrækt, hefðum við fengiðaðnjóta landsins.” , .Forsenda úrskurðarins er sú að í erfðaskránni er ekki getið hver fengi andvirði jarðarinnar ef sveitar- félagið nýtti sér kaupréttinn. Það var taliö ósannaö að féð ætti aö renna við þær kringumstæður til Hjarta- verndar og Skógræktar ríkisins,” sagði Ragnar Hall borgarfógeti er kvað upp úrskurðinn. „Það kom mjög á óvart að sveitarfélagið skyldi nýta sér forkaupsréttinn.” Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort úrskurðinum verði áfrýjað en til þess hafa hlutað- eigandi þrjá mánuði. -KÞ. Leynir AK-9 var illa farinn eftir eldinn DV-mynd Haraldur. Steypugallar í Höfðabakkabrú Steypugalli hefur komið fram í Höfðabakkabrú. „Þetta eru ekki mikl- ar skemmdir,” sagði Ingi tJ. Magnús- son, gatnamálastjóri Reykjavíkur, í morgun. „En það verður að komast fyrir þetta strax og verður farið í að gera við skemmdirnar fljótlega. Við reiknum ekki með miklum kostnaöi við þetta verk,” svaraði hann aðspurður um tilkostnaöinn við viðgerðina. Höfðabakkabrúin, sem er yfir Elliðaárnar og tengir saman Arbæjar- og Breiðholtshverfin í Reykjavík, var tekinínotkunárið!981. -ÞG Lést í umferdarslysi Maðurinn sem lést í umferöarslysi í Norðurárdal í Borgarfirði síðdegis á miðvikudag hét Ofeigur Baldursson, 45 ára gamaH, til heimilis að Klapparstíg 7 Akureyri. Ofeigur lætur eftir sig konu og barn. Að sögn Þórðar Sigurðssonar, yfir- lögregluþjóns i Borgamesi, var lögregl- unni tilkynnt um slysið laust fyrir klukkan 18.00. Voru fimm manns í bíln- um; ökumaður og 4 farþegar. öku- maður lést en tveir farþeganna voru fluttir slasaðir í þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Að sögn Þórðar virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bifreið- inni i lausamöl þegar komiö var að beyg junni að brúnni yfir Litluá sem er næsta brú fyrir norðan bæinn Hvamm í Norðurárdal. -EH. Plastbátur brennur Fró Haraldl Bjamasyni, Akranesi: Eldur kom upp í 9 tonna plastbáti, Leyni AK-9, í höfninni á Akranesi. Slökkviliðið var kallað að bátnum um klukkan þrjú aðfaranótt miðvikudags og var hann þá alelda. Nokkuö erfiðlega gekk að slökkva eldinn, sérstaklega vegna mikils og eitraðs reyks sem lagði upp frá honum og var einn maöur fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Segja má að allt hafi brunnið sem brunnið gat utan skrokkur bátsins, en þó var ekki búiö að kanna hvort hann var skemmdur af hita, þegar fréttaritari ræddi við Birgi Jónsson, eiganda Leynis. Leynir hefur róið meö þorskanet að undanförnu og fiskað mjög vel, en afli smábáta héöan frá Akranesi hefur verið mjög góöur á þessari ver- tíð. -EH. i i i i i i i w 4 Hópuppsagnir hjá Securitas: Fimmtán starfsmönnum Securitas hf. var sagt upp störfum á dögunum. Þeir hafa nú allir verið ráðnir aftur eftir afskipti Dagsbrúnar. Þegar starfsrnönnum Securitas var sagt upp, sneru þeir sér til Þrastar Olafssonar hjá Dagsbrún þar sem þeir höfðu grun um að hér Gengu tilbaka eftir afskipti Dagsbrúnar væri um ólöglegar uppsagnlr að ræöa. Það reyndlst rétt þar sem upp- sagnlrnar höfðu ekki verið tilkynntar með nógu miklum fyrirvara. „Þegar fjórum starfsmönnum eða fleirum er sagt upp hjé fyrirtækl verður að tilkynna það með ókveðn- um fyrirvara, Það var ekki gert i þessu tilfelli. Eftir milligöngu okkar sættust þvi yfirmenn Securltas á að ráða mennlna á ný,” sagði Þröstur Olafsson. „Þetta snerist um hagræðingu hér i fyrirtæklnu,” sagðl Jóhann Oli Guömundsson, framkvæmdastjóri Securitas. „Við þurftum að iosna við tvo, þrjá starfsmenn og sögðum þvi öllum starfsmönnum upp sem höfðu mánaðaruppsagnarfrest eða mlnna. Það var svo meinlngin að endurráða hina alla, Annars þurfa engar upp- sagnir að koma til þvi það hefur fækkað um þessa tvo, þrjá,” sagði Jóhann. -KÞ. r" I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.