Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Qupperneq 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1985. Úrslitin kunn i Fegurðarsamkeppni íslands 1985. Efst til vinstri Helga Melsteð, ungfrú Reykjavfk 1985. Sitj- andi frá vinstri: Hólmfriður Karlsdóttir, er varð númer tvö, Halla Bryndis Jónsdóttir, fegurðardrottning ís- lands 1985, og Sif Sigfúsdóttir er varð númer þrjú. Fyrir aftan Sif er Halla Einarsdóttir fró Vestmannaeyj- um en yst til hsagri hvíslast þeir ó, Rod Stewart og Davið Oddsson. DV-myndir: GVA. „Sannkallað ævintýri” — sagði Hólmfríður Karlsdóttir „Mér líður alveg ofsalega skringi- lega, skrítin tilfinning að lenda í öðru sætinu, ég er auðvitað alveg himinlif- andi, bjóst alls ekki við því. Þetta er sannarlega búið að vera mikil lífs- reynsla að standa í þessu, afskap- lega gaman, búinn að vera samstillt- ur og góður hópur, sannkallað ævin- týri að vera meö í þessu öllu saman,” sagði Hólmfríður Karlsdóttir, sem varð í öðru sæti í keppninni. hhei. Halla Bryndis ósamt foreldrum sinum Jóni Bjarnasyni og Hildi Marfu Unnarsdóttur. „Ég trúi þessu ekki, óg er svo hissa," sagði Hildur Marfa. „Ég óska henni alls góös, að hún verði öllum til sóma, þetta var stórkostlegt allt saman." Mikið um dýrðir á Broadway í gærkvöldi: Tvítug Reykjavíkur- mær f egurðar- drottning 1985 „Þetta er glæsilegasta kvöld sem haldið hefur verið á Islandi fyrr og síðar með alheimsstórstjörnum,” sagði Baldvin Jónsson, umboðsmað- ur erlendra fegurðarsamkeppna hérlendis og skipuleggjandi Fegurö- arsamkeppni Islands. Og sannarlega var mikiö um dýrð- ir á Broadway á krýningarkvöldinu í gærkveldi. Fegurðardrottning Islands 1985 var kosin Halla Bryndís Jónsdóttir, tvítug Reykjavíkurmær. I öðru sæti varð Hólmfríður Karlsdóttir, 21 árs Garðbæingur og í þriðja sæti varð Sif Sigfúsdóttir, 17 ára Garðbæingur en ættuð úr Vestmannaeyjum. Á milli skemmtiatriða komu hinir þrettán þátttakendur í fegurðarsam- keppninni fram í baðfötum og síð- kjólum auk þess sem hver og ein svaraði einni óundirbúinni spumingu er dómnefnd lagði fyrir þær. Er nálgaðist lokaathöfnina, sjálfa krýninguna á fegurðardrottningu Is- lands 1985, kynnti Baldvin Jónsson einn heiöursgestinn og líklegast þann er gestir biðu eftir með hvað mestri eftirvæntingu, sjálfan rokkkónginn Rod Stewart. Björgvin Halldórsson söng tilbrigði úr nokkrum þekktum lögum kappans og fékk ekki einung- is góðar undirtektir áheyrenda held- ur einnig rokkkóngsins sem ekki bara tók undir með Björgvin Hall- dórssyni heldur söng þrjú lög sjálf- ur, Swinging Rock and Roll, To- night’s the Night og I’m Sailing, við geysileg fagnaðarlæti gesta í Broad- way. Það var auöséð aö Rod Stewart kunni vel að meta veisluhöldin á feg- urðarsamkeppninni í gærkvöldi og hreint ótrúlegar undirtektir gesta. „Meira en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona, þið segið barna- börnunum frá þessu,” sagði Páll Þorsteinsson, kynnir keppninnar, himinlifandi. Nú var klukkan farin að nálgast miðnættiö og eftirvænting í salnum farin að aukast, brátt skyldi kiýna ungfrú Reykjavík og síðast en ekki síst ungfrú Island 1985. Davíð Odds- son, einn heiðursgesta kvöldsins, krýndi Helgu Melsteð, 17 ára versl- unarmær, ungfrú Reyk javík. Eftir krýningu ungfrú Reykjavík- ur kom loks að hápunkti kvöldsins, krýningu ungfrú Island 1985. ..Feguröardrottning Islands 1985 er Halla Bryndís Jónsdóttir,” hljóm- aði í Páli Þorsteinssyni og mikil fagnaðarlæti brutust út. Rod Stewart kyssti Höllu Bryndísi lauflétt á vang- ann og færði henni blómvönd en feg- urðardrottning Islands 1984, Berg- lind Johansen, tók síðan ofan kórón- una og krýndi hina nýju fegurðar- drottningu, Höllu Bryndísi Jónsdótt- Davið Oddsson krýnir Halgu Mel- steð ungfrú Reykjavík 1985. ur, —sjá einnig myndir á bls. 38 „Hiyllilega er kalt héma,” sagði Rod Stewart við komuna: VINKONUNA VANTAÐISOKKA „Hryllilega er kalt héma,” sögðu þau Rod Stewart og vinkona hans, Kelly Emberg, þegar þau stigu út úr flugvélinni frá Glasgow á Keflavíkur- flugvelli um fjögurleytið í gær. Rod Stewart var sólbrúnn og sællegur en vinkona hans virtist illa haldin af kulda. Blaðamaður DV átti stutt spjall við þau skötuhjúin á flugvellinum: — Viltu spá einhverju um úrslitin í landsleiknum á morgun? „Ja, ég veit ekki? Skotland vinnur ömgglega. Ætli það fari ekki 2—0 fyrir okkur. — Ætlar þú aö troöa upp á meöan þú ert hérna á Islandi? „Eg efast um að ég verði í stuði til þess. Það stendur ekkert um það í samningnum.” Kelly Emberg var afskaplega illa klædd viö komuna í gær; í minipilsi og peysu einum fata. Stewart virtist vera umhugað um heilsufar hennar: „Hana vantar aö komast niöur í bæ til að kaupa sér sokka,” sagði hann og spuröi hvort ekki væru einhverjar verslanir opnar. — Er hún bara í þessu? „Nei, hún er með kápu í farangrinum, en það er svo ótrúlega kalt héma,” sagði hann. Rod Stewart sagðist ætla að skella sér á völlinn og sjá unglingalandsleik Skota og Islendinga í Kópavogi þá um eftirmiðdaginn, og virtist hann vera sannur fótboltaunnandi. Vinkona hans ætlaöi heim á hótel aö undirbúa sig f yrir kvöldiö í Broadway. Nokkur mannfjöldi hafði safnast saman á flugvellinum til að fylgjast með komu Rod Stewart. Stewart og föruneyti hans biðu hvorki eftir töskunum sínum né heldur lögðu þau leið sína í Fríhöfnina. Þau brunuðu beinustu leið út úr flugstöövar- byggingunni og inn í gljáfægðan BMW sem beið fyrir utan. Þaðan var förinni heitið á Hótel Loftleiðir, þar sem Stewart mun búa á meðan á dvölinni stendur. Að loknum landsleik Skota og Islendinga á Laugardalsvelli í kvöld flýgur hann heimleiðis í einkaþotu. -EH Rod Stewart rœðir við blaðamann DV og spyr hvar sé hœgt að kaupa sokka. DV-mynd GVA. Aðdóendur Rod Stewart biðja um eiginhandaréritun fyrir utan flugstöðvarbygginguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.