Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Qupperneq 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1985. 3 STORMURILOGALANDI Heldur minna fór fyrir úti- samkomum þessa hvítasunnuna en oft áöur. Þó safnaðist fólk saman bæði í Þórsmörk og að Logalandi í Borgarfirði þar sem hátt í þúsund manns munu hafa verið saman- komin á laugardagskvöld. Slæmt veður gerði sam- komugestum þó erfitt fyrir. Bæði var rok og mikill kuldi, miðað við að vorið er opinberlega komið, og setti þetta greinilega mark sitt á hátíðina. Tjöld fuku út í á og annað var eftir því. Að öðru leyti ku hátíð þessi hafa farið skikkanlega fram. -IJ. Skemmtun unglinganna afl Loga- landi var meO býsna HefO- bundnum hœtti. GlaOst A góOri stund — skulum viO vona. Sumir voru orönir heldur eymdarlegir i kuldanum. Þetta tjald er bersýnilega á leiO út í veflur og vind... Unga fólkiO reyndi eins og hœgt var aO halda bústööum sinum kyrrum. «C RokiO var mikiO og tjöldin vildu illa haldast ó sinum stöflum. DV-myndir S. Reynir P. Engvarsson göngugarpur: „Algerlega óþreyttuP1 — sagði hann við DV eftir að hafa gengið 135 kílómetra átveimurdögum „Þetta gengur allt saman mjög vel, ég er mjög ánægður með veðrið, það hefur verið hagstætt. Eg er algerlega óþreyttur, búinn að ganga 135 kílómetra á rúmum tveim sólar- hringum,” sagöi Reynir P. Ingvarsson göngugarpur í Vikurskála, Vík í Mýr- dal, er DV náði tali af honum um klukkan 16 á mánudag. Reynir miöar að því að ganga í kringum landið á 4—5 vikum til styrktar byggingu íþróttaleikhúss við Sólheimaheimiliö í Grímsnesi. Reynir lagði af stað klukkan 11 á laugardags- morgunfrá ölfusárbrú og hefur síðan lagt töluvert land undir fót. „A hvíta- sunnudag gekk ég frá Hvolsvelli í ágætisveðri að Skógum þar sem ég gisti, ég stoppa eitthvað hér í Vík, fæ mér kannski smásnarl en síðan er ætlunin að leggja í hann aftur og vera á göngu framundir klukkan 19. Þetta hefur gengið mjög vel, ég er þegar kominn töluvert á undan áætlun,” sagði Reynir Ingvarsson, göngugarpurinn galvaski, aðlokum. -hhei. Slökkviliðið á Selfossi fsexútköll: „Égermeð gottlið” — sagði Eggert Vigfús- son slökkviliðsstjóri „Já, það er langt síðan ég hef lent í svona helgi eins og þessari,” sagði Eggert Vigfússon, slökkviliðsstjóri á Selfossi, í gær. Ohætt er að segja að helgin haf i verið annasöm hjá slökkviliðinu á Selfossi eða Brunavörnum Ámessýslu, eins og hið rétta nafn er á slökkviliðinu. Otköllin urðu sex þegar upp var staöið. Það fyrsta á laugardag, fjögur á sunnudag og eitt í gær. Útkallið á laugardag var í Vaönes- land. Þar kviknaði í gróðri eftir að sumarbústaðafólk hafði farið ógætilega með eld. Og sunnudagurinn byrjaði svo með skógareldinum á svæði Landvemdar í Þrastaskógi, síðan skammt frá í Þrastarlundi. Þegar slökkvistarfi var að ljúka við Þrastarlund, fór slökkviliðið upp að Álftavatni. Þar vom sumarbústaða- menn að brenna rusli, fóm ógætilega og eldur komst í gróöur. Og um kvöldið kom svo enn einu sinni upp eldur í gróðri. I þetta skiptið í landi Miðfells við Þingvallavatn. Þar var það mosasvæði sem brann. Astæðan; ógætilegafariðmeðeld. Um hádegisbilið í gær kviknaði síðan í bílskúmum að Miðengi ásamt þremur bílum. „Menn em slæptir • og þreyttir en ég er með sérlega gott lið,” sagði Eggert. -JGH. — sjá einnig bls. 4 og baksíðu .jrsteinsson &lohnsonhf. SlMI 91-685533

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.