Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Flóttamenn i Chatila biöa og vona að þeir verði ekki fyrir sprengjum eða
kúlum eins og fjölmargir vinir þeirra.
BardagarniríBeirút:
Líkin hrannast upp
Óvist er hvort yfirlýsingar Agca um að hann só Jesús Kristur muni hafa
óhrif ó róttarhöldin gegn honum og fimm öðrum grunuðum samsæris-
mönnum i R6m.
AgcaíRóm:
„Ég erJesús Kristur"
— réttarhöidin hef jast yf ir grunuðum
tilræðismönnum Páfa
Rauði krossinn hefur gert enn frek-
ari tilraunir til að koma særðum
Palestínumönnum í flóttamannabúð-
um í Beirút til sjúkrahúsa. I gær náði
hjálparstofnun að koma 14 alvarlega
særðum mönnum út úr búöunum.
Flóttamannabúðimar hafa verið
umsetnar skæruliðum shíta, sem ætla
sér aö ganga milli bols og höfuðs á
eftirlifandi palestínskum skæruliðum.
Björgunaraðgerð Rauöa krossins í
gær stóð aðeins yfir í hálftíma vegna
„öryggisvandamála. ”
Rauði krossinn reyndi að komast inn
í búðirnar tvisvar í síðustu viku, en
varð frá að hverfa þegar skotið var á
bíla hjálparstofnunarinnar.
Palestínumenn segja að hundruð
manna séu lokuð inni í búðunum,
margir særðir. Að minnsta kosti 250
manns hafa látið lífið í bardögunum og
1.000 særst.
Skæruliöar shita sögðu í gær að hætt
hefði verið við björgunaraðgerðina
vegna þess að Palestínumenn hefðu
neitað að sleppa sex shíta-föngum. En
talsmaður Palestínumanna sagði þetta
vera tylliástæðu til að eyðileggja
björgunarleiöangurinn. Hann sagðist
ekki vita um neina fanga sem hans
menn héldu.
Talsmaðurinn sagöi aö lík hefðu
byrjað að hrúgast upp í útskotum
flóttamannabúöanna. Hann sagöi að
Amal-hreyfing shíta héldi nú þúsund-
um Palestínumanna föngnum.
I Túnis ásakaði Yassir Arafat, leið-
togi Frelsissamtaka Palestinumanna,
shíta um að hafa myrt 60 Palestínu-
menn, konur og börn.
Amal segir aö shítar og Líbanonher
hafi náð völdum svo að segja í öllum
hlutum Sabra og Shatila flóttamanna-
búðunum en að bardagar haldi enn
áfram viö palestínska skæruliða sem
hafi f alið sig í göngum.
Frakkland:
Vegghrun
varð 11
manns
að
bana
Frá Friðriki Rafnssyni, fréttarltara
DVíParís:
Ellefu manns fórust og átta
slösuðust er steinveggur hrundi á
tjaldstæði í smábænum Saint-Cyr-Sur-
Mer í Suður-Frakklandi á sunnudags-
morgun. Meðal þeirra 11 sem fórust
vorufimmböm.
Allt var þetta fólk á ferðalagi og
hafði tjaldaö eöa lagt húsvögnum
sínum nærri þriggja metra háum
steinveggnum sem hrundi snemma á
sunnudagsmorguninn.
Engar fullnægjandi skýringar hafa
fengist á því hvers vegna veggurinn
hrundi, en giskaö er á jarðskrið.
Ovenju rigningasamt hefur verið á
þessum slóöum undanfarið og
jarðvegur því gljúpur.
Eins er talið h'klegt að veggurinn
hafi einfaldlega verið illa byggður en
veggur þessi var reistur fyrir fáum
mánuðum. Yfirstandandi rannsókn í
málinu mun leiöa það í ljós.
Umsjón:
Þórir Guðmundsson
Mehmet Ali Agca, Tyrkinn sem á-
kæröur er fyrir að hafa gert tilræði við
páfa, verður í dag spurður í þaula í
rétti í Róm um sinn hlut í samsærinu
gegn Jóhannesi Páli páfa fyrir fjórum
árum.
1 gær lýsti Agca því yf ir að hann væri
Jesús Kristur. ,,Eg er Jesús Kristur.
Eg er almáttugur. Eg tilkynni heims-
endi. Veröldin verður eyðilögð,”
hrópaöi Agca frá búri sínu í dóm-
salnum. Sakborningarnir eru í fjórum
slíkum búrum i salnum.
I gær lýsti Agca því úr vitnastúku
hvemig honum hefði verið gefin 9 mm
Browning byssa f jórum dögum áður en
páfi var skotinn. Hann sagði að Omer
Bagci, veitingahúseigandi frá Milano,
hefði látið sig fá byssuna. Bagci er
einnig ákærður fyrir hlutdeild í
tilræðinu.
1 búri á milli Bagci og Agca var
Musa Serdar Celebi, fyrrverandi yfir-
maður Tyrkjafélags í Vestur-Þýska-
landi, í fjórða búrinu var Sergei
Antonov, hinn búlgarski starfsmaður
búlgarska flugfélagsins sem einnig er
ákæröur fyrir hlutdeild í tilræðinu.
Tveir aðrir búlgarskir sakborningar
verða dæmdir að þeim f jarstöddum.
I ítalska réttarsalnum voru meðal
annarra systir Antonovs, dóttir og
móðir, auk búlgarska sendiherrans í
Róm.
Búlgarar hafa neitað því að nokkrir
Búlgarar hafi átt aðild aö
morðtilræðinu.
Allar fjölskyjdur sem ætla í sumarfrí til útlanda eiga
erindi við Úrval, því barnaafsláttur okkar í leiguflugi
jafnt sem öðrum ferðum er óviðjafnanlegur. Par að
auki eru svo sérstakar fjölskyldu ferðir þar sem 1 barn
í 4ra manna fjölskyldu eða stærri fær frítt.
DAUN EIFEL
Brottföralla sunnudaga ísumar, mjög fá hús eru eftir
í júlí og ágúst.
Verð frá kr. 11.455.-á mann í 1 viku,
frá kr. 14.870.- ítvær vikur, miðað við hjón
með 3 börn, eittyngra en 2ja ára og tvö 2ja til 12 ára.
MALLORCA
Fjölskylduferðir 29/5, 19/6, 10/7 (uppselt)
Verð frá kr. 18.830.-á mann, miðað við hjón með
3 börn, eitt yngra en 2ja ára og tvö 2ja til 12 ára.
Úrval er ferðaskrifstofa fjölskyldunnar.
FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL
Ferðaskrifstofan ÚrvalviðAusturvöll, sími (91)-26900.