Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Page 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985.
FráAlþmgi
Ríkislögmaður
ogsjúkraliðar
I núgildandi lögum um sjúkraliöa
nr. 58/1984 segir að sjúkraliðar skuli
aðeins starfa undir stjúrn og á
ábyrgð h júkrunarfræðings.
Tveir þingmenn hafa lagt fram
frumvarp um breytingu á þessum
lögum. Það eru þau Kolbrún Jóns-
dóttir og Stefán Benediktsson, basði í
Bandalagi jafnaðarmanna.
Þau vilja bæta lækni og ijósmóður
við á yfirmannalista sjúkraliða. Þau
telja ekki rétt að einskorða starfs-
vettvang sjúkraliða eingöngu við
störf undir stjórn hjúkrunarfræö-
inga.
— Þaö er fráleitt að það skuli nú
brjóta í bága við lög ef læknar fá
aðstoð fólks sem telst vera á starfs-
sviði sjúkraliða, segja flutnings-
menn í greinargerð frumvarpsins.
Mývatnssveit
Hvað varðar þá áætlun sem tillag-
an gerir ráð fyrir að unnin verði er
þar átt við úttekt á möguleikum til
atvinnuuppbyggingar í Mývatns-
sveit sem komið gæti í staöinn fyrir
rekstur Kísiliöjunnar hf. ef til þess
kæmi að'hún yrði að hætta rekstri. Ef
sú verður niðurstaðan i framtiöinni
er mikilvægt að nýta sem best þann
tima sem gefst til aðlögunar aö
breyttum aðstæðum svo að komast
megi hjá röskun á högum fólks eftir
þvisemkosturer.
Þetta eru orð flutningsmanns til-
lögu um atvinnulíf í Mývatnssveit,
sem er Steingrimur J. Sigfússon
(ABL.). Steingrímur vill fela ríkis-
stjórninni að hefjast strax handa við
gerð áætlunar um uppbyggingu og
eflingu atvinnuiífs þarna af áður-
nefndum ástæðum.
Landflutningasjóður
Samkvæmt frumvörpum sem
Uggja fyrir Alþingi um Byggöastofn-
un og Framkvæmdasjóö Islands
verður Framkvæmdastofnun ríkis-
ins lögð niður. En Byggðastofnun og
Framkvæmdasjóöur Islands munu
taka við tilteknum verkefnum
stofnunarinnar. Framkvæmdastofn-
un hefur haft umsjón með Land-
flutningasjóðl
Nýtt frumvarp var lagt fram í síð-
ustu viku um breytingar á lögum um
Landflutningasjóð sem er á þá leið
að fela Byggðastofnun að taka yfir
það hlutverk Framkvæmdastofnun-
ar er varðar Landflutningasjóðinn.
Ríkislögmaður
I fyrra var breytt reglugerð um
Stjórnarráð Islands. Sú breyting á
reglugerðinni var á þá leið að sér-
stökum ríkislögmanni skuli falinn
ákveöinn málflutningur vegna mál-
sókna á hendur ríkissjóði.
Fyrir nokkru var frumvarp til laga
um ríkislögmann lagt fyrir efri
deild Alþingis. Frumvarpið hefur
verið til umfjöllunar i fjárhags- og
viöskiptanefnd neðri deildar. Svavar
Gestsson hefur skiiað sérnefndar-
áliti. I þvi leggur hann til að embætti
ríkislögmanns heyri undir dóms-
málaráðherra. I frumvarpinu er
aftur á móti tilgreint aö embætti
ríkislögmanns, sem yrði sjálfstæð
stofnun, skuli heyra undir fjármála-
ráðherra.
Um langt árabil hefur meðferð
mála, sem beint er gegn ríkissjóði,
verið i höndum lögfræðinga sem
starfaðhafa í fjármáiaráðuneytinu.
Þetta er venja sem hefur myndast
í samræmi við rikjandi tíðaranda en
þarf ekki að hafa frambúðargildi, aö
mati annars nefndarmanns,
Guðmundar Einarssonar. Hann
leggur til að frumvaipið verði fellt.
Að mati Guðmundar er rangt að
binda i lög starfsskipulag á þann hátt
sem frumvarpið gerir ráð fyrir.
„Með þessari lagasetningu er verið
að leggja grunn að útþenslu ríkis-
kerfisins og geirnegla starfshætti
þess,” segir Guömundur Einarsson
umfrumvarpið.
Líleyrísmál
Skýrsla um heildarendurskoðun
lífeyrismála hefur veriö lögð fram á
Alþingi. Frá JóhönnuSigurðardóttur
og fleiri kom fram beiðni til fjár-
málaráðherra um þessa skýrslu.
-ÞG
Nýtt iðnfyrirtæki íólafsfirði:
Ætla að sauma
fyrir Alafoss
I undirbúningi er stofnun sauma-
stofu í Olafsfirði er kemur tii með að
veita 14 manns atvinnu.
Þrjú fyrirtæki hafa staöið fyrir
þessu, hlutafélagið Valberg, hluta-
félagið Sæberg og Sigvaldi Þorleifsson.
Valberg stundar verslunarrekstur
en hin tvö eru í útgerð og fiskvinnslu.
Að sögn Gunnars Sigvaldasonar,
framkvæmdastjóra Sæbergs hf., eru í
burðarliðnum samningar viö Alafoss
hf. í Mosfeilssveit um að sjá vænt-
anlegri saumastofu fyrir verkefnum.
Með þvi yrði hægt að tryggja
reksturinn.
Saumastofunni er ætlað húsnæði á
þriðju hæð í sjóhúsi Sigvalda Þorleifs-
sonar og þar veröur fljóöega lokiö við
að innrétta og undirbúa reksturinn.
Vélar eru í pöntun en ekki er búið að
ganga frá kaupsamningum á þeim.
Ekki hefur heldur verið formlega
gengiö frá stofnun félags um rekstur
saumastofunnar. -JBH/Akureyri.
Stykkishólmur:
Breikað á
samvinnudegi
Frá Róbert Jörgensen Stykkishólml:
Kaupfélag Stykkishólms stóð fyrir
yfirgripsmikiili iðnsýningu í Félags-
heimili Stykkishóims fyrir skömmu. A
síðasta þingi Landssambands
íslenskra samvinnustarfsmanna var
samþykkt að koma upp sýningu á
iönaðarvörum framleiddum af
samvinnustarfsmönnum. Auk
samvinnufyrirtækja voru það sex
fyrirtæki sem tóku þátt í sýningunni,
m.a. tvö úr Hólminum.
Sýndar voru vörur af ýmsu tagi s.s.
franskar kartöflur, grænmeti, súpur,
mjólkurvörur, brauð, ýmis heimilis-
tæki, raftæki, tölvur, kjötvörur frá
afurðasölunni, sánaklefi og þannig
mætti lengi telja.
Meðan á sýningunni stóð var
starfrækt sérstakt dagheimili þar sem
ýmiskonar leikföng voru til frjálsra
afnota. Auk þess var barnaefni sýnt í
sjónvarpi. Þá voru skemmtiatriði i
gangi allan daginn. Samvinnutríóið
söng, sýndur breik-dans og tískusýn-
ing á fatnaði frá iðnaöardeild SlS.
Módelin voru öll frá grunnskólanum í
Stykkishólmi.
Aöspurður um árangur erfiöisins
sagði Asmundur Karlsson kaupfélags-
stjóri að aðstandendur sýningarinnar
hefðu verið mjög ánægðir.
-EH.
Frá fundi forystumanna tannlækna á Norðurlöndum.
íslendingar eru á
eftir í tannheilbrigði
Við Islendingar erum aftar á
merinni í tannheilbrigðismálum en
frændur okkar . á hinum Norður-
löndunum. Þetta kom meðal annars
fram á fundi forystumanna tannlækna
á Norðurlöndum sem haldinn var hér á
landi fyrir skömmu.
Meginviðtangse&ii fundarins var
umfjöllun um þær opinberu aðgerðir
sem nú er unnið að og geta dregið úr
tannskemmdum og munnsjúkdómum.
Aðgerðir þessar hafa í mörgum
tilvikum minnkað tannskemmdir og að
sama skapi leitt til atvinnuleysis í stétt I
tannlækna. Þessarar þróunar hefur ’
gætt í minna mæli hér á landi en á hin-
um Norðurlöndunum en í frétt Tann-
læknafélags Islands frá fundinum er
því spáð að um síðir komi til þess að
dragi úr tannskemmdum hér á landi
og atvinnuleysi skapist hjá tannlækn-
um.
Hvers vegna f jölgun vínveitingaleyfa?
Helgi Seljan hefur lagt fram tvær
fyrirspumir í sameinuðu þingi. Sú
fyrri er til dómsmálaráðherra um
fjölgun vínveitingaleyfa. Þingmaður-
inn spyr hvort ráðuneytið hafi í hyggju
að draga úr leyfisveitingum eða koma
í veg fyrir frekari fjölgun. Hvaða skýr-
ingar eru á 50% fjölgun vínveitinga-
leyfa síðastliðin tvö ár? spyr Helgi
dómsmálaráöherra, Jón Helgason,
einnig.
Siöari fyrirspum Helga er til Matt-
híasar Bjamasonar, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, varðandi
störf nefndar um stefnumörkun í
áfengismálum. Hvað líður störfum
nefndarinnar? spyr þingmaðurinn
meðal annars og einnig hvort þess sé
að vænta næsta haust að lögð verði
fram tillaga um stefnu i áfengismál-
um. -ÞG
Sigurður Bjarnason. Myndin er
tekin á siðasta þingi Norður-
landaráðs sem haldið var i
Reykjavik. Sigurður var einn
þeirra sem stuðlaði að stofnun
Norðurlandaráðs.
Sigurður Bjarna-
sonfær
heiðursmerki
Akveöið hefur verið að veita
Sigurði Bjarnasyni, sendiherra og
fyrrverandi alþingismanni,
heiðursmerki sem Letterstedska
félagið veitir. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, forseti sameinaðs
þings, mun afhenda Sigurði merkið
við hátíðlega athöfn í sumar.
Þetta heiðursmerki er veitt þeim
mönnum sem lagt hafa af mörkum
veigamikinn skerf til norræns
samstarfs. Sigurður hlýtur þennan
heiður vegna starfs síns við stofnun
Norðuriandaráðs. Aðeins fjórir
menn hafa fengiö þetta heiðurs-
merki áður.
Letterstedska félagið var stofnað
1875 í því skyni að stuöla að
norrænu samstarfi. Frá þeim tima
hefur félagiö gefið út tímarit og
árlega úthlutað styrkjum til
verkefna á sviði norræns
samstarfs.
-APH.
Enn frjálsarl
verðlagning
Verðlagsráð hefur ákveöið að
gefa verðlagningu frjálsa á eftir-
töldum vöruflokkum: fatnaði,
íþróttaáhöldum, búsáhöldum, rit-
föngum og pappir. Akvörðun þessi
tekurgildil. júní.
Meö þessari ákvörðun Verðlags-
ráðs hefur verðlagning verið gefin
frjáls á nær öllum vöruflokkum.
Þeir vöruflokkar sem enn eru undir
verðlagsákvæðiun eru landbúnað-
arvörur, að hluta, einnig ýsa og
þorskur. APH
————^™
RAKATÆKI
í ÚRVALI
Hugsið um heilsuna!
Of þurrt loft er óhollt.
— Það hefur áhrif á mótstöðu
líkamans gegn kvefi og ýmsum kvillum.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 Sími 91 35200
VERÐ FRÁ KR. 1.739,-
___________________________J
V