Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 21
21 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ1985. íþróttir íþróttir íþróttir Elnar Vilhjálmsson. „Mest ánægður með seríuna” — sagði Einar Vilhjálmsson en hann kastaði 88,28 m í Kaliforníu á laugardag „Ég er mjög ánsegöur, það var nauösynlegt fyrir mig að ná slikum árangri. Ég hef veriö sl. mánuö aö brölta með nýja tækni. Með breytt æfingaprógramm og því seinna á ferðinni i sumar en veriö hefur undan- farin ár. Mest er ég ánægður með hvað kastserían var jöfn, fjögur köst yfir 86 metra,” sagði Einar Vilhjálmsson eftir að hann sigraðl i spjótkasti á fyrsta grand prix mótinu i frjálsum í- þróttum i Kaliforníu á laugardag. Kastaði 88,28 m og sigraði fyrrum heimsmethafa, Tom Petranoff. Þessi árangur Einars hefði nægt til sigurs á ólympíuleikunum í Los Angeles í fyrrasumar. „Árangurinn kom mér ekki beint á óvart því á móti fyrir hálfum mánuði kastaði ég 84,50 m og öll köst mín þá voru yfir 80 metra. En ég verð að viðurkenna aö það léttist á mér brúnin Richard Gough, Dundee Utd., skoraði sigurmarkið á Hampden Park. við þennan árangur á laugardag í San Jose. Fyrsta kast mitt var ógilt, síðan kastaði ég 83,34 - 87,56 - 86,12 -86,98 og 88,28 m. Atrennubrautin var gras sem gerir atrennuna mun hægari. Árangurinn er því athyglisverðari þess vegna,” sagði Einar. Á blaðsíðu 28 er nánar sagt frá mótinu í San Jose og rétt að geta þess að Einar sigraði ekki Petranoff með síðasta kastinu. I þriðju umferðinni náði hann betri árangri en Petranoff best. -hsím. Staurakast íhálfleik — HM-leiksins íkvöld I sambandi við HM-leik Islands og Skotlands á laugardalsvelli í kvöld verður staurakast í háifieik. Jón PáU, sterkasti maður heims, mun etja kappi vlð Skotann Dougias Edmund. Rod Stewart, popparinn heimsfrægi, sem verður meðal áhorfenda á leiknum, mun hvetja sinn mann en hvort það dugar gegn Jóni PáU er önnur saga. Dómari á leiknum verður Ánatoly MUchenko frá Sovétrikjunum og Unu- verðir eru elnnig þaðan. EftirUts- maður FIFA á leiknum verður Anton BucheU, Sviss. Öperukórinn syngur þjóðsöngva landanna fyrir ielkinn. Forsala að leiknum verður í Bona- parte við Lækjartorg fram að leik og í aUan dag á Laugardals veUi. „Alltaf bjart- sýnn er ísland er annars vegar” —segir Tony Knapp um HM-leikinn við Skota í kvöld Hef ur valið íslenska Siðið „Ég er aUtaf bjartsýnn þegar Island er annars vegar og ég er bjartsýnn fyrir HM-leikinn við Skota á Laugar- dalsveUi í kvöld. Auðvitað veit ég að Skotar eru með sterkt Uð. Það sá ég á Hampden Park á laugardag þegar þelr sigruðu Englendinga. Skoska liðið lék mjög vel þó marga þekkta leikmenn vantaði. En Skotar hafa svo mikið úr- val leikmanna að það breytir engu fyrir þá þó nokkra vanti,” sagði Tony Knapp landsUðsþjálfari þegar DV ræddi við hann. „Viö erum óheppnir aö Asgeir Sigur- vinsson og Arnór Guðjohnsen geta ekki leikið vegna meiðsia. Þá eiga þeir Teitur Þórðarson, Guðmundur Þor- björnsson og Sigurður Jónsson við smámeiðsli að stríöa. Eg vona að þeir hafi alveg náð sér fyrir leikinn,” sagði Knapp. Hvemig verður byrjunarlið islands? „Ég get sagt þér það nema hvað markvörð snertir. Hef ekki alveg ákveðið hvort Eggert Guðmundsson, Halmstad, eða Bjarni Sigurðsson, Brann, verður í markinu. Aðrir leikmenn eru: Þorgrimur Þráinsson, Val, Magnús Bergs, Braunschweig, Sævar Jónsson, Val, Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln, Guðmundur Þorbjörnsson, Val, Átli Éðvaldsson, Diisseldorf, Sigurður Jónsson, Sheff. Wed., Ami Sveinsson, Akranesi, Pétur Pétursson, Feyenoord, og Teitur Þórðarson, Yverdon. Teitur verður fyrirliði. Varamenn eru því annað hvort Bjarni eöa Eggert, Ragnar Margeirsson, Keflavik, Sigurður Grétarsson, Irakles, Guðmundur Steinsson og Omar Torfason, Fram.” Nú er Lárus Guðmundsson, Uerdingen, ekki í liðinu? Nei, Lárus hefði, vegna úrslitaleiks- ins í þýsku bikarkeppninni sl. sunnudag, ekki náð nema litlum hluta af undirbúningi leiksins við Skota. Það heföi sennilega verið of seint að fá hann til landsins í gærkvöld. Svo er annað: Skotar eru með mjög sterka leikmenn líkamlega og það hentar Lárusi ekki beint. Hann hefur varla nægan kraft til að leika gegn þessum líkamlega sterku vamarmönnum. En hvað með það, hann hefði komiö svo seinttillslands.” Treysti á áhorfendur „Eg vona að áhorfendur fjölmenni á leikinn. Viö þurfum á stuðningi þeirra að halda og ég mun meta það mikils persónulega ef þeir hvetja íslenska liðið virkilega vel. Það hefur verið vandamál fyrir mig að stjóma íslenska landsliöinu í þessum HM-leik. Norska liðið, sem ég þjálfa í Stavanger í Noregi, lék í gær og það kann að skapa vandamál þegar ég kem aftur til Noregs. En ég er mjög ánægður meö að vera með lið Islands í þessum HM-leik og það mun gleöja mig ef það verður metið. Stuöningur áhorfenda verður mér því mikils virði,” sagðiTony Knapp. Það var létt yfir íslensku strákunum á æfingum í gær. Æft fyrir hádegi og einnig á sama tíma í gærkvöldi og HM- leikurinn fer fram á. Einnig voru tvær æfingar á sunnudag. Þá voru ekki allir íslensku leikmennimir mættir til leiks. Sumir, Atli, Magnús og Teitur, komu á sunnudag og Sigurður Grétarsson kom ígær. Tony Knapp mun eflaust — eins og alltaf áður — ná upp mikilli stemmn- ingu hjá íslensku leikmönnunum. Hann hefur einstakt lag á því, bjart- sýnn og glaður og nú er að fylgja því eftir frá áhorfendasvæðunum. Það stefnir í miklað aðsókn aö leiknum og stuöningur áhorfenda getur skipt sköpum. hsím. I Tony Knapp meö islensku landsliðsmönnunum á æfingu í nepjunni í gærmorgun. Efri röö: Tony, Pótur, Guömundur Steinsson, Eggert, Bjarni, Guðmundur Þorbjömsson, Sævar, Þorgrimur og Magnús. Fremri röð. Ámi, Teitur, Sigurður Jónsson, Ómar, Ragnar og Atli. DV-mynd Bjarnleifur. „Þýðingarmikill sigur fyrir HM-leikinn erfiða á íslandi” Skotland sigraði England, 1-0, á Hampden Park á laugardag „Þetta var þýðlngarmikill sigur Skota fyrir ferðina til Islands — í erfiða HM-leikinn á tslandi,” sagði fréttamaðurinn kunni hjá BBC, Peter Jones, eftir að Skotar höfðu sigrað Éngland, 1—0, i landsleik í knatt- spyrnu á Hampden Park í Glasgow á Iaugardag. Fyrsti slgur Skotlands á Énglandl í niu ár eða frá 1976 og fyrsti tapleikur enskra i niu landsleikjum. Ausandi rigning var meðan leikurinn fór fram og aðstæður allar hinar erfiðustu. Tony Knapp, landsliðsþjálfari Islands, var meöal áhorfenda á Hampden og sagði eftir leikinn. „Það er ljóst að Skotar eru með sterkt lið þegar þeir sigra England án margra þekktustu leikmanna sinna. Það stefnir í skemmtilegan leik og erfiöan á Laugardalsvelli.” Hvar eru... Það voru ekki allir hrifnir af því sem þeir sáu á Hampden Park á laugardag. Kappinn kunni, Dennes Law, sem hefur leikið fleiri landsleiki fyrir Skot- land en flestir, sagði eftir fyrri hálf- leikinn. „Hvar eru leikmennimir góðu, sem þessi lönd eiga. Þeir eru ekki á þessumvelli.” Það var afrek hjá Skotum að sigra England því þeir voru án fjölmargra landsliösmanna, sem hafa verið fasta- menn skoska landsliösins síöan Jock Stein tók við því, eða þeirra Dalglish, Nicol og Wark, Liverpool (einnig Hansen), Albiston, Man. Utd., Cooper, Rangers, Johnston og McStay, Celtic. Það var ekki búist við miklu af liði Stein nú en það fór á aðra leið. Sigur á ensku liði sem var þó betra liðið lengstum í leiknum en enginn broddur í sóknarleik þess. Skotar áttu þó besta mann á á vellinum, James Bett, sem mun, eftir því sem BBC sagði, gera samning við Aberdeen síðar i vikunni. Eina mark leiksins var snjallt. Það var á 68. mín. Eftir góða sókn Skota fékk Bett knöttinn út á vinstri kant. Gaf vel fyrir og bakvörðurinn Richard Gough, Dundee Utd, skallaði í mark óverjandi fyrir Peter Shilton. 74 þúsund áhorfendur fögnuðu innilega en skoska iiðið fékk gífurlega hvatningu frá þeim í leiknum. Tiu mín. síðar kom Shilton í veg fyrir stærra tap þegar hann bjargaði vel skalla frá Bett. Liðið voruþannig skipuð: Skotland: Jim Leighton, Aberdeen, Richard Gough og Maurice Malpass, báöir Dundee Utd., Alex McLeich og Willie Miller, báðir Aberdeen, Gordon Strachan, Man. Utd., (Murdo MacLeod, Celtic), Graeme Souness, Sampdoria, Roy Aitken, Celtic, James Bett, Lokeren, David Speedie, Chelsea, og Ateve Archibald, Barcelona. — Þeir Speedie og MacLeod léku sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland. England. Shilton, Anderson, Sansom, Butcher, Fenwick, Hoddle (Lineker), Robson, Wilkins, Barnes (Waddle), Francis og Hateley. Fyrsti tapleikur Englands frá því í Uruguay í fy rrasumar. Keppt var um nýjan bikar sem ber nafn sir Stanley Rous og afhenti Sir Stanley, sem varð níræður fyrir nokkrum dögum, bikarinn í leikslok. hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.